Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 49

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 49
GLEYMDIR BJÖRGUNARMENN Framhald af bls. 12. Hann lá vakandi á bekknum, þegar kyndararnir komu um borð, og hann heyrði hvert orð sem fór í milli þeirra og vélstjórans. Hann telur að aldrei hafi menn gengið í land fyrir minni átillu. Kyndarinn, sem orð hafði fyrir þeim, spurði vélstjórann eitthvað á þessa leið: „Erum við kannski of seinir?“ Svaraði vélstjórinn j)á hinn rólegasti: „Ekki segi ég það, en þið hefðuð getað komið fyrr.“ Kyndarinn segir þá með nokkrum þjósti: „Jæja. Úr því við komum of seint, er bezt við förum aftur í land.“ Gripu þá l»áðir kyndararnir föggur sínar og gengu af skipinu. Létu þeir það ekkert á sig fá þótt reynt væri að halda aftur af þeim. Þannig atvikaðist það að brottför skipsins seinkaði og að nýir kyndarar voru ráðnir í þessa örlagaríku ferð. Jóhannes frá Gauksstöðum segir þannig frá því, er síðustu mönnunum var náð: „Það sló á okkur óhug þegar tildráttartaug- in slitnaði. Við vorum samt tilbúnir á litla bátnum þegar þessir tveir síðustu hentu sér í sjóinn. Þeir gerðu alveg rétt, þetta var eina lífsvon þeirra. Sá fyrri náði réttu lagi, synti knálega og náði he'Iu og höldnu að bátnum. Hinum virtist fatast á miðri leið og ætlaði okkur að ganga erfiðlega að ná honum. Þegar ég kom höndum á hann sá ég hvers kyns var. Björgunarbeltið hafði losnað og flækst niður á fætur hans, þannig að hann stóð á höfði í sjónum. Var honum í ofboði komið í land, þar sem Helgi Guð- mundsson læknir úr Keflavík, sem kominn var á staðinn, reyndi á honum lífgunartilraunir, sem því miður báru engan árangur." Eftir var þá maðurinn í mastrinu, aleinn í vaxandi veðurham. Fæstir bjuggust við því að flakið stæðist það hafrót til næstu fjöru eða næsta dags. Skipin fyrir utan vom öll farin nema björgunarskipið Þór, er bendi ljóskastara sínum öðru hvoru að manninum, er hafði bundið sig í rciðann. Brátt var bæði maður- inn og skipsflakið horfið. Einn stórsjórinn braut það sem eftir var af því og kaffærði partana niður í hyldjúpt lónið. Brotsjó- arnir æddu óhindraðir inn yfir flúðirnar. Á Stafnesbæjum voru allir önnum kafnir við að hlynna að þeim, sem heimtir voru úr helju. TJm mennina, sem unnu að björguninni, og drifið hafði að úr ýmsum áttum, var minna hugsað. Það voru þreyttir og slæptir menn, sem brýndu brotnum báíum í grýtta vör um kvöldið. Það átti ekki sízt við um þre- menningana frá Sandgerði. Þeir hurfu hljóðlega heim á leið eins og þeir kornu, gangandi grýtta slóð, gegnvotir, kaldir og svangir. Síðan hefur aldrei verið á þá minnst í sambandi við þetta hörmu- Iega skipsstrand. Þeir eru jafnvel búnir að gleyma hverjum öðr- um, nú þegar liðið er á fimmta áratug. Þeir eru samt enn í íullu fjöri. Sama má segja um þá sem björguðust, þótt farnir séu að týna tölunni. Bjarni Brandsson er nýlátinn á Hrafnistu. Allir voru þeir lifandi og komu saman þegar 30 ár voru liðin frá atburðin- um. Sá sem þetta ritar heyrði fyrsta neyðarkallið, og fylgdist með því sem gerðist allan tímann og varð skömmu síðar skipsfélagi flestra þeirra, sem eftir lifðu af Jóni forseta. Þeir hafa allir veynzt þjóð sinni nýtir menn. Eftir hina, sem fórust, eru enn opin sár, sem jafnvel tíminn hefur ekki getað læknað. Reykjavík, 1. maí 1970. Henry Hálfdansson. Örkin hans Nóa Oðruhvoru á undanförnum áratugum hafa verið uppi raddir um leiðangra, sem hafa gert sér vonir um að finna Örkina hans Nóa, samkvæmt sögn biblíunnar um strand hennar á Ararat. I Bandaríkjunum er nú verið að undirbúa einn slíkan leiðangur. Fyrir allmörgum árum fann franskur vísindamaður nokkra tilsagaða eikarplanka í klettasprungu ífjallinu Ararat í Tyrklandi, og þar sem aldur þeirra reyndist vera um 4000—5000 ára, og sú staðreynd er fyrir hendi, að eik á sér þarna engan uppruna, vakti þetta að nýju trú manna á sögnina um að Nói hefði forðað sér undan flóði, og hér gæti aðeins verið um að ræða hluta úr skipi hans. Þeir sem standa að hinum bandaríska leiðangri gera sér vonir um, að geta á næsta ári fundið Örkina sjálfa í tilfrosnu stöðuvatni ofarlega í fjallinu. Meðfylgjandi mynd er úr kvikmyndinni „Biblían“ og gefur hugmynd um hvernig Örkin hefði getað litið út. H afnarverkföll Dagur án verkfalls, er ekki góður dagur. Mætti halda að væri viðkvæði brezkra hafn- arverkamanna. Á síðasta ári voru 297 (!) hafnarverkföll í Englandi og við það töpuð- ust 359.000 dagsverk. Liverpool var hæst í tölunni á þessu sviði. Það er því ekki að ástæðulausu að brezkar hafnir séu farnar að fá vantraust á sig meðal farskipaaðila. Til samanburðar má nefna um stærri hafnir meginlandsins, að engin verkföll hafa átt sér stað í Rotterdam frá því að síðari heims- styrjöld lauk. í Hamborg hefur verkfall komið fyrir hálfan dag frá 1945, og í Ant- werpen varð örstutt verkfaH árið 1960, til- komið af stjómmálalegum ástæðum. i__________________________________________/ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.