Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 4
2
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ÁYARP RITSTJORA
Sjómannadagsblaðið
kemur út á Sjómannadaginn ár hvert
og er sent í pósti til áskrifenda.
Áskrift í síma (91)-38465.
Verð kr. 450,00,-
ÚTGEFANDI:
Sjómannadagsráð
Hrafnistu DAS Laugarási,
104 Reykjavík.
RITSTJÓRAR:
Ásgeir Jakobsson.
Garðar Þorsteinsson ábm.
RITNEFND:
Ólafur K. Björnsson,
Hörður Þór Hallsson,
Guðmundur Ólafsson.
PRENTVINNSLA:
G. Ben. prentstofa hf.
LJÓSMYNDIR Á KÁPU:
Björn Pálsson
s
ður hefur það verið kynnt,
að Sjómannadagsblaðið ætl-
aði að fjalla um þau mál,
sem eru á baugi þetta árið og hitt, í
veiðum, útgerð og vinnslu. Þarverð-
ur ekkert skilgott uppgjör skoðana
heldur blanda af skoðunum ýmissa
atkvæðamanna í þessum þáttum
sjávarútvegs fyrir lesandann að velta
fyrir sér. Þessi háttur hefur verið
hafður á í tveim undanförnum tölu-
blöðum. Hér í þessu tölublaði er ekki
fjallað um (sjá þó grein G.A. Krist-
jánssonar) mál málanna nú, þátttöku
okkar í Efnahagssvæði Evrópuríkja,
aðeins hvatt til að sjómannastéttin
velji sér menn til að hlutast til um
gang mála. Það má segja að hver ein-
asti íslendingur spyrji sig þeirrar
spurningar, hvort ráðlegt sé að
blanda sér í þessa ríkjasamsteypu, en
það getur enginn svarað sjálfum sér,
fyrr en samningurinn verður mönn-
um ljós, og það verður, eða á að
verða í sumar. Fyrr er út í hött að
fjasa um málið. Málæðisgangurinn er
þó hafinn og talað í allar áttir. Mörg-
um finnst óbragð að þessu efnahags-
svæðismáli, en það er nú af brenni-
víni og hákarli líka. Það er ekki alltaf
að marka óbragðið í fyrstu.
Gamli sáttmáli situr í okkur og við
erum sem ein afturbatapíka, sem ótt-
ast að fallerast á ný, ef hún fari á
stefnumót við karlmann, og vissu-
lega gæti hún gert það. Það er í henni
að falla og enda í sænginni með hon-
um. Þjóðin er gírug til fæðunnar.
Þolir þjóðin þann megrunarkúr, sem
kynni að fylgja utangarðslífinu?
Undarlegt er það, að það fólk, sem
mestar kröfur gerir á hendur þjóðfé-
laginu í flestum efnum, svo sem
skólamálum, heilbrigðismálum,
menningarmálum og öðrum velferð-
armálum er ákafast á móti svæðis-
þátttöku. Má treysta því að það verði
eins kampagleitt í megruninni, ef
hún reynist fylgja utangarðslífinu.
Það er á margt að líta. Uppgjörið
bíður allra íslendinga.
FULLTRÚARÁÐ SJÓMANNADAGSINS 1992
í Reykjavík og Hafnarfírði
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan:
Sigurður Óskarsson
Guðmundur Ibsen
Vélstjórafélag íslands:
Aðalsteinn Gíslason
Jón Guðmundsson
Sveinn Jónsson
Daníel Guðmundsson
Sjómannafélag Reykjavíkur:
Pétur Sigurðsson
Guðmundur Hallvarðsson
Erling R. Guðmundsson
Skjöldur Þorgrímsson
Jónas Garðarsson
Björn Pálsson
Stýrimannafélag íslands:
Hálfdán Henrysson
Guðlaugur Gíslason
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári:
Þórhallur Hálfdánarson
Guðmundur Ólafsson
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir:
Hans Sigurjónsson
Sigurjón Stefánsson
Skipstjórafélag íslands:
Hörður Þórhallsson
Stefán Guðmundsson
Félag íslenzkra loftskeytamanna:
Ólafur K. Björnsson
Reynir Björnsson
Sjómannafélag Hafnarfjarðar:
Ólafur Ólafsson
Eysteinn Guðlaugsson
Matsveinafélag Islands:
Einar Jóhannesson
Magnús Guðmundsson
Félag Bryta:
Rafn Sigurðsson
Kári Halldórsson
Stjórn Sjómannadagsins 1982:
Formaður: Pétur Sigurðsson
Ritari: Guðmundur Ibsen
Gjaldkeri: Þórhallur Hálfdánarson
Meðstjórnendur:
Guðmundur Hallvarðsson
Daníel Guðmundsson