Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 12
10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Ingvi R. Einarsson: MÁL, SEM BRENNA Á FISKIMANNASTÉTTINNI Sskipstjóra- og stýrimannafé- lagið Kári í Hafnarfirði átti 70 ára afmæli í vetur, stofnað 1922, og gaf félagið út vandað afmæl- isrit til að minnast þessa sjötugsaf- mælis. í ritinu eru nokkur fróðleg viðtöl við skipstjórnarmenn um fiskveiði- málin og málefni sjómannastéttar- innar, þeirra á meðal Ingva R. Ein- arsson. Ingvi er vel þekktur skipstjóri í bátaflotanum. Hann hefur verið skipstjóri á bátum frá 1962, og hefur því verið skipstjóri í 30 ár, fyrst með bátana Ásgeir og Hafþór á útgerð Ingvars Vilhjálmssonar, en síðan lengst af með báta Einars Þorgils- sonar h/f, Fák, Faxa og Fífil, sem nú hefur skipt um eigendur og heitir nú Faxi, en Ingvarer skipstjóri á skipinu ennþá, og hefur verið á rækju- og loðnuveiðum undanfarið. Ingvi vann það sér nýlega til frægð- ar að fylla bát sinn þrisvar sama dag- inn af loðnu í Faxabugt, en Faxi ber 6-700 tonn af loðnu. Ingvar hefur í 10 ár eða frá 1982 verið formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Kára í Hafnarfirði og hefur því eðlilega góða yfirsýn um vandamál fiskimannastéttarinnar. Sæmundur Guðvinsson átti viðtal það við Ingva, í afmælisblaði Kára sem hér er tekið upp að hluta en einnig er vitnað í viðtal við Ingva í „Verinu“. Kvóti og kvótasala „Það er eitt mál, sem mest hefur verið til umræðu og það er hið marg- umtalaða kvótamál. Persónulega er ég mjög á móti þeirri fiskveiðistefnu sem nú er uppi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að kvótaskiptingin sem slík hafi verið af hinu góða. Hún stuðlaði að hugarfarsbreytingu hjá útgerðarmönnum og sjómönnum. Menn fóru að vanda meira meðferð aflans og reyna að breyta sókn skipa Ingvi R. Einarsson. með tilliti til gæfta og að veiðin borg- aði sig fjárhagslega. Veiði á ónýttum tegundum jókst og einnig markaðs- leit fyrir þær. En þegar farið var að heimila útgerðarmönnum að selja óveiddan kvóta varð fjandinn laus. Með því fékk hópur manna úthlutað kvóta, sem þeir gátu breytt í fjár- magn án þess að rísa upp úr stólnum. Auðvitað átti sjávarútvegsráðuneyt- ið að kalla inn óveiddan kvóta og endurúthluta gegn ákveðnu gjaldi, sem rynni til markaðsleitar fyrir ónýttar tegundir. Sjómannasamtök- in lögðust gegn kvótasölunni en fengu engu um ráðið. Ég tel sjálfur að það eigi að skipta heildarkvótanum á eftirfarandi hátt ef á annað borð er verið að skipta honum: Kvótanum verði skipt niður á ákveðin tímabil á árinu. Hægt er að liafa tvö til þrjú tímabil. Togaraflot- inn fengi ákveðinn hundraðshluta og bátaflotinn hinn. Á milli skipa væri skipt 80% en 20% yrðu frjáls og mætti veiða úr ef viðkomandi skip hefur lokið við úthlutaðan kvóta. Ef skip nær ekki að veiða úthlutaðan kvóta yrði hann afturkallaður og endurúthlutað eftir fyrri reglu og þá fyrir greiðslu, sem rynni til markaðs- leitar, hafrannsókna og almennrar fiskleitar, eða til styrktar tilrauna- veiðum. Kvótamálin geta sundrað fískimannastéttinni Þessi mál hafa mjög verið til um- ræðu meðal sjómanna og annarra hagsmunaaðila. Ingvi var spurður hvort sjónarmið hans ættu hljóm- grunn meðal sjómanna og félaga Kára: „Það er nú svo að veiðiaðferðir eru mjög aðskildar meðal sjómanna og þar með Kárafélaga. Hagsmuna- árekstrar eru óhjákvæmilegir. En obbinn af sjómönnum er á móti framsali á kvóta. Ég vil banna allt framsal á óveiddum fiski nema það sé í skiptum fyrir annan fisk, að vísu er nokkur fjöldi manna sem starfar hjá þeim útgerðum sem hafa keypt mikinn kvóta. Þeir una vel við sitt og hafa örugga vinnu, en hinir eru alltaf jafn smeykir um að verða atvinnu- lausir þá og þegar. Okkur finnst það hart að útgerðarmaður skuli geta tekið kvótann af skipi, sem menn eru ráðnir á og selt liann. Tilkynnt skip- verjum að hann hafi selt kvótann og þeir missi þar með vinnuna fyrirvara- laust. Þetta er á góðri leið með að sundra sjómannastéttinni. Ef framhaldið á þessu verður það að fimm eða sex fyrirtæki hafi á sinni hendi alla fiskveiði og útgerð hér á landi þá er ekki bjart framundan. Við getum litið til þess, sem hefur orðið á Nýja-Sjálandi. Þar eru fimm stór fyrirtæki, sem eiga allan afla í hafinu umhverfis. Þau fyrirtæki geta ekki veitt á eigin spýtur upp í allar þær aflaheimildir, sem þau liafa, og fá þá erlend skip með erlendum áhöfnum til að veiða það sem á vant-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.