Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 13
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
11
ar til að nýta heimildirnar. Á sama
tíma ganga innfæddir sjómenn at-
vinnulausir og þetta er sú staða sem
getur komið upp hér.
Markaðir hafa breytt
viðhorfínu til aflaverðmætis
Það má segja að í Hafnarfirði hafi
orðið kveikjan að fiskmarkaði og hér
tók fyrsti markaðurinn til starfa.
Með tilkomu hans breyttist margt og
þá ekki síst viðhorf manna til verð-
mætis aflans. Enda kom það í ljós að
með tilkomu fiskmarkaðanna hækk-
aði fiskverð um 20-30%. Ýmsir sjá
ofsjónum yfir þessari miklu hækkun,
sem varð og þá einkum á síðustu
tveimur árum. Staðreyndin er hins-
vegar sú að áður hafði fiskverð ekki
hækkað nema sáralítið milli ára og
við höfðum því aldrei við kauphækk-
unum fólks í landi. Við teljum því að
nú séum við komnir með laun, sem
við áttum að hafa, ef launin hefðu
fylgt þeirri launaþróun, sem átti sér
stað í landi. Núna er verðið á fisk-
mörkuðum komið í það hæsta sem
það fer, og ég álít að á næstu árum
verði sáralítil hækkun á mörkuðum
eða jafnvel lækkun. Og þá lækkun
verðum við að taka á okkur. Það eru
engin líkindi til að fólk þurfi að öf-
undast yfir launum okkar í náinni
framtíð.
Það veldur auðvitað gífurlegum
mismun áð sumir geta komið afla á
fiskmarkaði en aðrir ekki, það er því
ósköp eðlilegt að menn vilji fá mark-
aði í þeim landshlutum sem nú eru án
þeirra. En vitaskuld er verð á fisk-
mörkuðum háð markaðsaðstæðum
hverju sinni og það er spurning hvort
Verðlagsráð ætti ekki að ákveða þar
lágmarksverð eins og tíðkast til dæm-
is í Þýskalandi.
Stöndum fast á sjómanna-
frádrættinum
Menn virðast almennt ekki hafa
gert sér grein fyrir því með hvaða
hætti þessi frádráttur sjómanna kom
til. Hann kom upp í kjarasamningum
þar sem hvorki gekk né rak þar til
þáverandi ríkisstjórn kom með þetta
sem launahækkun til að liðka fyrir
samningum. Ef það á að lækka laun
sjómanna nú, með því að taka þenn-
an frádrátt af, þá mun hver einasta
fleyta sigla í land. Um það er algjör
samstaða meðal sjómanna þótt stétt-
in sé því miður ósamstillt í mörgum
málum. Þess vegna hafa sjómenn
dregist aftur úr öðrum stéttum í
mörgu. En það er vonin um góða
veiði og góða afkomu, sem heldur
okkur við efnið þótt það gangi ekki
alltaf eftir.
Stórfjölgun smábáta út í hött
Mér finnst þessi smábátakaup
landsmanna mjög mikil afturför. Það
var allt í lagi á meðan það voru örfáir
menn með smábátaútgerð, en þessi
gífurlega fjölgun er alveg út í hött.
Það er fiskveiðistefnan sem hefur
stuðlað að þessu. Mér finnst alveg af
og frá að menn fari að róa á þessum
fleytum allt árið. Það ætti að banna
þessum smábátum að fara á sjó frá
september og að minnsta kosti fram í
marz ár hvert. Ef þeir eiga svo að
fara að veiða með netum þá gefur
auga leið að þeir geta sárasjaldan far-
ið að vitja um þau þegar allra veðra
er von. Fiskurinn er þá orðinn ónýt
vara þegar loks næst til hans.
Þessir krókaleyfisbátar eru ein vit-
leysan enn. Þeir, sem eru á þeim bát-
um eru að afla sér veiðiréttinda og
róa í öllum veðrum vegna þess. Þeir
hafa jafnvel vaktaskipti til að ná sem
mestu inn á þetta.
Öryggismálin
Þar er eitt stærsta hagsmunaatrið-
ið, barátta fyrir nýrri björgunarþotu.
Þá er og nauðsynlegt að notkun flot-
búninga verði gerð að skyldu um
borð í fiskiskipum. Þetta hvort-
tveggja hefur verið mitt baráttumál
til margra ára.“
Ingvi R. Einarsson hefur þetta að
segja um fiskveiðistjórnun Hafrann-
sóknar:
„Það er svolítill beygur í mér gagn-
vart Hafrannsóknastofnun því ég
óttast að þeir finni ekki það magn
sem er raunverulega í sjónum. Það
hafi ekki mælst það magn sem er fyrir
hendi,“ sagði Ingvi.
— Er ágreiningur fiskifræðinga
og loðnuskipstjóra orðinn fastur lið-
ur?
„Ágreiningurinn kemur alltaf upp
þegar of litlum kvóta er úthlutað
miðað við það magn sem er til af
loðnu. Árið 1982 voru loðnuveiðar
stoppaðar af þótt það væri almennt
álit loðnuskipstjóra, að það væri ekki
minni loðna í sjónum en árin áður.
Það sama hefur átt sér stað núna. Við
skipstjórarnir höfum óskað eftir því
að fiskifræðingarnir komi um borð
og fylgist með því hvað við erum að
gera. Þeir hafa að vísu fallist á það en
koma svo alltaf með þann fyrirslátt
að þeir hafi ekki mannskap í það og
hafi nóg annað að gera. Það hafa þrír
skipstjórar frá okkur farið um borð í
rannsóknarskipin og fylgst með því
sem fiskifræðingarnir gera og því
væri eðlilegt að þeir kæmu líka um
borð til okkar og sæju hvað við ger-
um. Það er til sérstök samstarfs-
nefnd, sem er skipuð tveimur skip-
stjórum (og er ég annar þeirra),
tveimur útgerðarmönnum og jafn-
mörgum fiskifræðingum. Hún á að
vinna að samstarfi þessara aðila og
það er af hinu góða,“ sagði Ingvar og
heldur áfram:
„Nú í haust fóru fjögur veiðiskip til
leitar ásamt Hafrannsóknarskipun-
um og það er varla hægt að segja að
þessi skip hafi komist yfir það svæði
sem til þurfti. Áður var bara notað
eitt skip í þessar rannsóknir. Miðað
við þetta hljóta tillögur um veiði að
hafa verið byggðar á hreinum ágisk-
unum undanfarið."
Stofnsjóður var settur á með lög-
um 1968. Hann kom til af því að út-
gerðarmönnum þótti erfitt að greiða
af skipurn þeim, sem þeir höfðu fest
kaup á.
Þeim þótti rétt að sjómenn legðu
þeim lið við greiðslur.
Rökin voru sú, að sjómenn myndu
hagnast á því, að vera á nýjum skip-
um.
Lögin urðu samt þannig að greiðsl-
ur voru teknar af óskiptu aflaverð-
mæti skipa, af öllum skipum, hvort
sem þau voru ný eða gömul. Allt í