Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 16

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 16
14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Kristján Loftsson: SJÓFRYSTING OG SÓKN í VANNÝTTAR TEGUNDIR Frystitogarar S g hef lengi haldið því fram, að verkalýðshreyfingin hafi framleitt yfir sig frystitogar- ana. Við skulum hugsa okkur að ís- fisktogari komi inn um hádegi, miðj- an dag á föstudegi t.d. að sumri til og það er ekki farið að vinna við skipið fyrr en á mánudagsmorgni. Það tek- ur allan þann dag að losa skipið, að ísa það og búa á veiðar aftur. Hvorki útgerðarmenn né sjómenn voru hrifnir af þessum gangi, sízt ef þeir vissu fisk fyrir á miðunum og sjó- mennirnir gerðu sér ljóst að þeir hefðu getað annað því á þessum tíma að vinna fiskinn sjálfir á miðunum. Ég tel að þetta vinnulag við land hafi ítt verulega undir að menn fóru að hugsa til að reyna að vinna fiskinn um borð, í stað þess að láta hann bíða vinnslu í landi. Svo reyndust afköstin í vinnslunni miklu meiri til sjós en í frystingunni í landi, vinnslan var góð fyrir fiskinn og hærra verð fékkst. Þetta hefur enn ekkert breytzt og því engar horfur á að sjófrysting legg- ist af. Ég tel að sú vinnsla verði var- anleg. Ekki sé ég neitt mót á öðru. Við þurfum að hafa flota okkar, sem fjölbreyttastan til að nýta sem flestar fisktegundir og slóðina djúpt og grunnt. Þessir stóru frystitogarar eru líka farnir að nýta mið, sem smærri skip hefðu ekki getað nýtt. Það er náttúr- lega sjálfgefið, að þegar við erum farnir að stunda veiðar 200 sjóm. undan landi, eða dýpra, þá eru það engin vinnubrögð að keyra til lands vikulega með aflann. Þannig er því t.d. háttað með úthafskarfaveiðarn- ar. Veiðarnar verður að stunda á stórum og kraftmiklum skipum. Lítil skip hafa hvorki kraft til að stunda þessar veiðar, né geta boðið skips- Kristján Loftsson. höfninni þann aðbúnað, sem löng útivist krefst, og ekki heldur hægt að hrúga öllum þeim tækjum, sem þarf til vinnslunnar og veiðanna um borð í litla togara. Það eru engin smáræðis flottroll, sem þessi skip þurfa svo stunda megi úthafskarfaveiðar. Trollið á honum Venusi er ekki neinn kaffipoki. I skvernum fremst eru 128 metra möskvar og opnunin á vörpunni ámóta og stærstu fótboltavellir að ummáli. Þeir stóðu að því Sjólamenn og Hampiðjan að setja upp fyrstu stóru vörpurnar. Venusarmenn undir stjórn Guðmundar skipstjóra hafa síðan gert ásamt Hampiðjumönnum nokkrar breytingar á sinni vörpu til stækkunar. Þessar feiknavörpur eru nauðsynlegar á veiðum á úthafs- karfa, sem er mjög dreifður og gefur ekki miklar lóðningar til að kasta á og veiðarnar byggjast því á að smala fiskinum saman, og til þess þurfa vörpuopin að vera geysistór. Þetta er kostnaðarsöm útgerð en veiðarnar hafa gengið bærilega, en misjafnt eins og gengur um aðrar veiðar. Það vantar fleiri skip á slóðina. Hún er svo víðáttumikil og það þarf mörg skip á slíka slóð til að finna og halda fiskinum inni. Hinir stóru togarar hér sunnan- lands fengu lítinn kvóta af þorski, en aftur meiri karfakvóta. Þessu var svo hagað á viðmiðunarárunum, sem lögð voru til grundvallar svo beina mætti togurunum frá þorskinum. Þetta gengur sæmilega af því að við höfum góða markaði í Japan fyrir karfann. Þann markað væri ekki hægt að nýta með vinnslu í frystihús- um í landi. Mínir viðskiptavinir litu ekki við karfa, sem tekinn væri að fölna. Sjófrystingin heldur rauða litnum. Þessi stóru og kraftmiklu togskip þurfum við náttúrlega að nýta til að þreifa fyrir okkur með nýtingu á djúpsjávarfiski. sem við höfum ekki nýtt. Tilraunaveiðar eru ofviða ein- stökum útgerðarfyrirtækjum, þessi skip eru alltof dýr í rekstri til þess að nokkur einstök útgerð hafi efni á að láta þau þvælast í tilraunaveiðum um víðan sjó. Ef huga skal að tilrauna- veiðum þarf það að gera á skipum, sem hafa til þess alla burði og útbún- að og nógan kraft og vanan mann- skap. Hafrannsóknarskipin ráða ekki við þetta verkefni. Markaðir Sinn er siður í hverju landi og svo er smekkurinn. Það er margt, sem verður að hafa í huga í sambandi við markaði. Hérlendis vill fólk fá fisk- inn helzt spriklandi á borðið. Fólk vill ekki togarafisk úr ís, ef það á kost á nýdregnum fiski úr sjó, og þaðan af síður frystan fisk. Englendingar kærðu sig afturá- móti ekki um fisk nýdreginn úr sjó, heldur fremur þann sem legið hafði í ís í nokkra daga. Þá er komið annað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.