Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 19
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
17
er búinn að vinna gott verk með því
að fletta ofan af vinnubrögðum
Grænfriðunga í mynd sinni. I þau
þrjú ár síðan myndin var sýnd hér er
hún búin að gera mikið gagn, en þeir
Grænfriðungar hamast allstaðar
gegn Magnúsi, stefna eða setja lög-
bann á sýningar.
Á kvikmyndahátíð í London ný-
lega átti að sýna mynd Magnúsar. Er
það spurðist út rigndi inn mótmælum
frá Grænfriðungum og þeir fengu
sett lögbann á sýningu myndarinnar
þannig að hætt var við að sýna mynd-
ina.
Það er vissulega erfitt að fást við
þetta. Sumar af þessum grúppum eru
svo óprúttnar í málflutningi; bréf,
sem þeir senda út um allar jarðir eru
sem ég áður sagði oft full af ýkjum og
algerumósannindum. Sumar aðferð-
ir þeirra líkjast helst mafíuaðgerð-
um. Þeir bjóðast til í fjáröflunarskyni
að vernda framleiðendur og verzlun-
arkeðjur með því að setja stimpil sinn
á vörur þeirra og góðkenna þannig
varninginn og verzlanirnar. Þessi að-
ferð hefur mælst misjafnlega fyrir en
þó munu margir greiða fyrir viður-
kenningarmerkið af ótta við að verða
hafðir að skotspæni ef þeir ekki
greiða.
Grænfriðungar eru nú víða að
skipta um baráttumenn í framvarð-
arsveitum ýmissa landa, til dæmis í
Danmörku hafa þeir hreinsað út alla
gömlu forgöngumennina, af því þeir
reyndust ekki nógu góðir business-
menn og sett inn nýtt fólk og tryllt-
ara. Um þessa starfsemi má finna
staðgóðargreinaríblöðum. Ég tel að
það þýði ekkert að reyna lengur að
friðmælast við þetta fólk. Það skilur
ekki það mál. Það er svo sannarlega
kominn tími til að það verði látið
sæta ábyrgð gerða sinna.
Kvótakerfíð
Ég hef alveg frá því þessi kerfis-
grautur byrjaði verið hlynntari sókn-
armarksstýringu, en þessu kerfi sem
er í dag. Fiskurinn flytur sig til og
tegundir blandast og þegar menn
sækja í þá tegund, sem þeir hafa leyfi
til að veiða, þá fá þeir oft ekki annað
í veiðarfærið en þá tegund, sem þeir
mega ekki veiða. Miklar sögusagnir
ganga um það að fiskimenn hendi
óhemju af fiski, ef svo er, yrði það úr
sögunni með sóknarmarksstýringu.
Undir sóknarmarkinu yrði náttúr-
lega skip flokkuð eins og nú er gert
eftir stærð og gerð og veiðarfærum,
og árinu skipt í veiðitímabil. Flugsan-
lega þyrfti að stýra sérstaklega í sókn
til dæmis í grálúðuna, sem veiðist
mest á vorin og á afmörkuðu svæði.
Sóknarmarkið eitt og sér hefur aldrei
verið reynt.
Friða ætti allt árið stærri svæði þar
sem ungfiskur heldur sig, og meira
en nú er gert. Síðan veiddu menn og
kæmu með í land allan fisk sem inn á
dekk kæmi. Skip af sömu stærð
hefðu sömu möguleika. Allt þras um
kaup og sölu á óveiddum fiski heyrði
sögunni til. Með þessu myndu fiski-
stofnanir byggjast hratt upp.
SJOVA-AIMENNAR MUNU TRYGGJA
SKIP SVO LENGI
SEM ÍSLAND VERÐUR EYJA!
SJÓVÁ-ALMENNAR urðu
til við sameiningu tveggja
öflugra vátryggingarfélaga
árið 1989. Bæði félögin voru
meðal annars með sjótrygg-
ingar. Sjóvá var raunar
stofnað sem sjótryggingarfélag
árið 1918 af sömu mönnum
og staðið höfðu að stofnun
Eimskipafélagsins fáum
árum fyrr.
Á þeim langa tíma sem
liðinn er hefur safnast saman
ómetanleg þekking og dýrmæt
reynsla af sjótryggingum.
Trútt uppruna sínum munu
SJÓVÁ-ALMENNAR tryggja
skip svo lengi sem ísland
verður eyja.
SJOVADlluALMENNAR
Traust félag með sterkar rætur