Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 22

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 22
20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ móti utan þings, annað hvort þannig að flotinn sigldi í land eða tekið á þessu í kjarasamningum. Hinn kost- urinn var sá að reyna að berjast gegn þessu á þingi og fá því bjargað í við- unandi form strax. Mér var auðvitað ljós sá ágalli að það fá miklu fleiri sjómannafslátt en rétt eiga á honum. Það voru alltof margir komnir þarna á jötuna, og það var til skaða fyrir stéttina. Dæmi voru um menn, sem voru að fylgjast með viðgerðum skipa erlendis, eða útgerðarstjórum, sem var umbunað af hálfu útgerðar- innar með sjómannaafslætti. Þá var og hópur grásleppukarla, sem voru að skreppa í grásleppuna eftir skrif- stofutíma, en þeir skömmuðust mest. Svo var það spurningin um beitningarmennina, var hægt að telja þá til sjómanna fremur en fisk- vinnslufólk? Ef svo var þá sýndist áberandi óréttlæti í því að þeir nytu afsláttarins en ekki þá jafnt þeim fiskvinnslukonan hinumegin við þil- ið. Við skulum líta á hvaða hugsun liggur að baki sjómannaafslættinum. Almenningur borgar skatta til ríkis- ins og bæjarfélaga fyrir þá þjónustu, sem ríki og bær veita þegnunum. Sjó- maðurinn nýtur ekki þessarar þjón- ustu á borð við aðra þegna þjóðfé- lagsins vegna langra fjarvista í sjó- mennskunni. Hann fer á mis við margt sem hinn almenni skattborgari nýtur í borgaralegu samfélagi. Það sýnist ekki óréttlátt, að þeir, sem minnst fá útá skatta sína, sé ívilnað í skattagreiðslum. í annan stað fólgst í þessum sjómannafrádrætti umbun til sjómannsins vegna hinna miklu fjarvista frá heimili sínu. Hann naut ekki heldur heimilislífs á borð við aðra þegna. Ég valdi þann kostinn að berjast innan þingsins til að fá ákvæði stétt- inni hagstæðari. Og mér finnst út- koman viðunandi, en ég er þó ekki sáttur við niðurstöðuna. Ég hefði viljað fá fram að til dæmis 210 dagar lögskráðir væru metnir sem eitt ár, en ekki 245 eins og varð. En með þessu er komin föst regla á þetta og það var nauðsynlegt. Það var allur gangur á þessu hjá skatt- stjórum. Einum dugði það, ef menn höfðu ekki tekjur af öðru en sjó- mennsku, menn fengu þá 365 daga sjómannaafslátt, annar skattstjóri átti til að klípa af þessu að geðþótta sínum og þetta var orðið svo ruglað að það var með ólíkindum. Svo er hinsvegar að sjá hvernig þetta reyn- ist; hver útkoman verði eftir þetta ár. Hafi ríkiskassinn meira en 185 millj- ónir útúr þessu, eins og gert er ráð fyrir að geti orðið, án þess að skaða raunverulega atvinnusjómenn, það falli út aðeins þeir, sem engan rétt eigi, þá verður dæmið tekið til endur- skoðunar. Hér var um sparnaðar- áætiun ríkisstjórnarinnar í ríkis- rekstri að ræða, en í henni felst að ríkið sé ekki að borga mönnum útum allar jarðir fé í formi sjómannaaf- sláttar sem eiga engan rétt til greiðsl- unnar. Og auðvitað kemur slíkt nið- ur á sjómannastéttinni með óbeinum hætti að menn sem ekki eru atvinnu- sjómenn njóti þessara fríðinda. Það, sem ég vil stefna að, er, að það náist friður um þetta mál, og það sé ekki sífellt verið að vekja það upp, og fólk í landi þá síspyrjandi: „af hverju eiga þessir menn að njóta þessa afsláttar einir manna?“ Svarið er auðvitað það sem nefnt er hér að framan um fjarvistir sjómannsins, og þann mismun það veldur honum miðað við almenning í lífsháttum sín- um. Flestir taka þeim rökum, en innan verkalýðshreyfingarinnar, er vax- andi óánægja með að fiskvinnslufólk njóti ekki sömu réttinda. (En því er náttúrlega hægt að svara með ofan- greindum rökum. Fiskvinnslufólk er ekki afskipt í þjónustu samfélagsins vegna fjarveru í starfi, né gert erfitt að sinna heimilum sínum eins og ger- ist um sjómenn). Sjómenn eru nátt- úrlega ekki á móti því, að fisk- vinnnslufólki sé ívilnað í sköttum, en sjómannafslátturinn á að vera bund- in sjómönnum einum. Það er til það fólk, sem segir blá- kalt, það eiga ekki að þekkjast skatt- fríðindi í þessu landi. Það er stórt talað og útí hött. Það hljóta alltaf að verða ýmsar aðstæður einstakra þjóðfélagshópa, sem valda því, að þeir eigi rétt á frá- drætti frá samfélagslegum sköttum. Farmenn í farmannastéttinni eru fjarvistir orðnar miklar, skipin stoppa stutt í heimahöfn. Afgreiðsla þeirra tekur miklu skemmri tíma en áður gerðist. Varðandi farmannastéttina er að geta þeirrar þróunar að þar er um síaukið álag að ræða á skipshöfnina. Á 8 þús. tonna skipi eru nú færri menn en voru á 2 þús. tonna skipum áður. Vinnuhraðinn hefur auk þessa aukizt geysilega. Islenzkir farmenn standa nú í harðri baráttu við að halda atvinnu sinni. Þar horfir til mikils ófarnaðar, þar sem íslenzkar skipaútgerðir tóku að sækja í að láta skip sín sigla undir svonefndum þægindafána, það er fána landa, þar sem engar, eða ófull- komnar reglur gilda um mönnun eða öryggismál. Ég tel að þar hafi okkur áunnist nokkuð. Við höfðuðum til þess gamla og góða og sígilda sjónarmiðs að sigling- ar til og frá landinu væru í höndum okkar íslendinga sjálfra, þjóðinni væri það nauðsynlegt að ráða fyrir þeim farkosti og að hann kæmist ekki í hendur erlendra stórfyrirtækja, sem tækju ekkert tillit til þarfa þjóðarinn- ar, nema sem þjónaði þeirra hags- munum. Það hefur ekkert breytst í þessu grundvallarefni síðan menn voru að stofna Eimskipafélagið. Það er náttúrlega ekki saman að jafna tímum, en það lifir alltaf með þjóð- inni að hún missti sjálfstæði sitt 1262 vegna þess, að hún var uppá Norð- menn komin með siglingar til lands- ins. Ég held líka að íslenzkir skipaút- gerðarmenn séu að átta sig á að þetta sé ekki æskileg þróun. Þessir erlendu farmenn eru oft frá fjarlægum þjóð- um og þurfa að laga sig að framandi staðháttum og vinnubrögðum. Ég held að þetta sé að breytast í Evrópu almennt í þá átt að reka skipin með mönnum sinnar eigin þjóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.