Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 24

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 24
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ landinu, eða 3600 tonna þorskígildi, en með því að sækja í úthafskarfa lukkast þetta bærilega. Við vorum aflahæstir í fyrra á Har- ald og vorum þá með 6 þús. tonn, og 5400 tonn á Sjóla, og hann sá þriðji í þessum flota með aflamagn. Þetta eru góð skip og hafa reynst ágætlega. Þau gætu veitt meira en þau gera. Við erum á sumum tíma á flótta undan fiskinum, og fyrst og fremst þorski og síðan þeim karfa, sem veiddur er í kvóta, og við búnir með hann. Þá er ekki um annað að ræða en finna tegundir utan kvóta og þar bjargaði okkur úthafskarfinn. Við erum búnir með kvótann núna, sem á að endast fram til 1. sept. og því byrjaðir á úthafskarfanum, búnir að fara einn túr á hvort skip. Frystigeta skipanna er eins og 35 tonn af karfa á sólarhring, eða um 60-70 tonn uppúr sjó, en ekki nema 30-40 tonn uppúr sjó af þorski þó frystingin stoppi aldrei í þorskinum, er það snyrtingin sem takmarkar af- kastagetuna. Já, það er dálítill eldingarleikur milli tegunda. Við vildum náttúrlega vera í verðmætari tegundum, Ut- hafskarfinn er einum þriðja verð- minni en karfinn uppi á landgrunn- inu og oft skemmdir í úthafskarfan- um. Það hefur ekki verið nóg af út- hafskarfa, nema á sumum tímum, til dæmis mjög gott síðustu vikuna núna, svo dettur þetta niður. Fiskisvæðið er mjög stórt og erfitt að átta sig á fiskhegðan á því. Svæðið er lítið rannsakað og það eru of fá skip á því. íslendingar hafa verið mjög óstöð- ugir þarna. Það komu um daginn ein átta skip, en fóru öll aftur, þegar hann tregaðist, skipin koma og fara eftir aðstæðum, en við höfum stund- að þessar veiðar nokkuð stöðugt, orðið að gera það. Við byrjuðum á þessum veiðum, og höfum kannski náð beztu tökunum á þeim. Við höf- um verið með veiðarfæri, sem gerð voru af okkar skipstjórnarmönnum og Hampiðjunni, sérstaklega fyrir þessar veiðar, þau veiðarfæri hafa gefist vel. Það voru nokkrir byrjun- arörðugleikar fyrsta árið, en það tókst að komast yfir þá. Venus, sem kom miklu seinna inní þessar veiðar, er með svipaða vörpu nema heldur stærri, en við höfum ekki talið ráð- legt að stækka okkar vörpu jafn mik- ið. Við stækkuðum okkar um 60% í fyrra, og erum með 45 metra möskva í skver og það sýnist ætla að gefa góða raun. Venus er með 64 metra möskva. Opin á þessum vörpum eru eins og Austurvöllur að stærð eða vel það. Fiskifræðin Þegar talið barst að fiskveiði- stjórnuninni tóku að hrannast upp óveðursský. Það horfði til trúar- bragðastyrjaldar, þar sem Sunnlend- ingurinn trúði á fiskifræðingana, en hinn var Vestfirðingur og trúði á heilbrigða skynsemi. Utlitið var ekki friðvænlegt þegar Sunnlendingurinn byrjaði fiskveiðiumræðuna svo: „Þeir veiða smáfiskinn, Vestfirð- ingarnir.“ Hann vildi sem sé kenna Vestfirðingum um ófarir sinna manna, fiskifræðinganna í fiskupp- eldistilrauninni. Maðurinn að vestan brást hart við og kenndi á móti Sunnlendingunum um ófarir heilbrigðrar skynsemi í fiskveiðistjórnun, enda væri heil- brigð skynsemi ekki sunnlenzk. Þessi byrjun lofaði náttúrlega ekki góðu um framhaldið og ekki skánaði þegar Sunnlendingurinn herti á og sagði: „Það á að friða allar helztu smá- fiskaslóðirnar allan ársins hring til að ná upp stofninum.“ Vestanmaðurinn: „Já, Sunnlend- ingar halda að þeirra mið fyllist af stórþorski ef bannaðar séu veiðarnar á allri uppeldisslóðinni, af því þeir vita ekki að ungviðið þarf að éta, og halda að þá sé nóg að klakið sé stórt.“ Hér var steinn í stein. Það varð að nást samkomulag, og það náðist. Lýst var yfir sameiginlegu vantrausti bæði á fiskifræðingana og heilbrigða skynsemi. Talið barst síðan að notkun hinna ýmsu veiðarfæra, og það virtist ætla að reynast að farið væri úr öskunni í eldinn. Sunnlendingurinn lagði mál- ið fyrir með þessum orðum: „Það þarf að banna dragnótina. Hún eyðilagði Faxabugt.“ Vestan- maður: „Það væri nær að banna ofnotkun netanna. Þau eyðilögðu Selvogs- banka.“ Hér var sætzt á lóðina og handfær- ið, sem beztu veiðarfærin á grunn- slóð. Hvorugt hefur nokkurt mið eyðilagt svo vitað sé. Gott samkomulag varð einnig um botnvörpuna. öll mið, sem hún hefði verið notuð á héldust lifandi. Algert samkomulag með fullum sáttum var um háskólavitið í sjávarútvegi. Það væri á núlli. Framtíðin I þessu efni barst talið að gildi þess fyrir sjávarútveginn að vextir lækki og verðbólga sjatni, en næst um sókn í vannýttar tegundir. Nú ræða menn tilraunaveiðar á búra og langhala, en það fengist ekki fjárveiting til þeirra veiða og engin kvótauppbót. Það væru samt þessa síðustu daga að auk- ast umræður um að okkur sé nauð- synlegt að fara að skoða þetta eitt- hvað betur. Jón sagði það athyglis- vert að jafnlítið skip og Skúmur með 1400 ha. vél skyldi ná 10 tonna hali á einhverjum hól suður af Kötlutöng- um. Breki og Klakkur, sem hafa verið að reyna þarna fyrir sér eru öflugri skip 500 og 600 tonna með 2200 og 2400 ha. vélar, en líklega ætti að senda enn öflugri skip. Sjólatogar- arnir og fleiri álíka eru með 3 þús. ha. vélar og stórar togskrúfur." Nú var rifjuð upp skrúfusagan frá þeim árum, sem verið var að byggja upp skuttogaraflotann og hann allur byggður með hraðgengum skrúfum. Jón kann þar sögu að segja. „A honum Sjóla, sem við áttum á undan þessum, skiptum við um gír og skrúfubúnað, settu skrúfuna í 106 snúninga til 130 og stækkuðum hana úr tveimur metrum í þrjá metra að þvermáli, skipið var með 1200 hundr- uð hestafla vél. Eftir að við vorum búnir að gera þetta, þá dró hann alveg á borð við togara með 18-2000 ha. vélar. Olía var svo ódýr, þegar verið var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.