Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 28

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 28
26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ stærð af fiskiflota, sem nýtt geti stóra árganga, þegar þeir gefast vegna þess að þá sé nauðsyn mikillar grisjunar, og fullnýtingar aukinnar fiskgengdar til að mæta aflatregðu annarra ára. Stækkun auðlindarinnar Það er margt, sem gefur ástæðu til að það geti reynst þjóðinni alröng stefna að minnka fiskiskipaflotann. Og er þá fyrst að nefna möguleikana á stækkun auðlindarinnar. Kvótakerfið hefur leitt til þess að allt snýst um að skipta kökunni, sem fyrir var, en hitt setið á hakanum að leita fyrir sér í nýjar vannýttar fisk- tegundir. Að því verkefni hefði átt að beita stærstu skipunum, sem bezt voru fallin til djúpslóðaveiða, þar sem ónýttar tegundir kunna að halda sig í veiðanlegum mæli. Stærstu og afkastamestu frystitogararnir hafa mesta burði til að ná árangri á djúp- slóð. í stað þess beinist sókn þessara stóru skipa í að ná til sín sem mestu af fiskafla, sem smærri skip geta nýtt með jafngóðum árangri, ef ekki betri. Undir núverandi kerfi er ekki hægt að stýra stærsta hluta flotans til þeirra veiða, sem gætu stækkað auð- lindina. Fiskiskip, sem hafa yfirburða af- komu kaupa sér þann kvóta, sem gefur mestan arð og taka þannig til sín verðmætustu tegundir eins og þorsk. Verði núverandi kerfi staðfest til framtíðar, verða okkar stærstu og afkastamestu skip fljótlega komin með svo miklar aflaheimildir í núver- andi kvótabundnum tegundum að enginn veiðitími verður á lausu til veiða á vannýttum tegundum og ekki getur sjávarútvegsráðherra stýrt í vannýttar tegundir skipum, sem þegar hafa fullt vekefni og útgerðir skipanna gera kröfu til að fá að nýta, enda greitt fyrir þær fé til annarra útgerðarmanna. Það er augljóst að það kerfi, sem við búum við, hvetur ekki til tilraunaveiða. Til hvers skyldu stórútgerðarmenn leggja í það, þegar þeir geta safnað að sér þorskkvóta frá smærri skipum. Það er þessvegna alveg ljóst að þó að hér hafi eingöngu verið tekið dæmið um frystitogara, þá getur hæglega komið upp sú staða í öðrum útgerðarflokkum fiskiskipa. Allt stefnir í að innan núverandi kerfis verði smábátaútgerð keypt upp af stærri og stærri útgerðum. Það er ekki æskileg né jákvæð þróun fyrir atvinnumál í þessu landi og ekki heldur fyrir nýtingu slóðarinnar, þar sem hún nýtist bezt innan 12 sjóm. markanna af minni gerðum bátaflot- ans. Stór galli á núverandi kerfi er að mjög erfitt er fyrir nýja aðila að hefja útgerð. Óveiddi fiskurinn gengur síðan í erfðir um alla framtíð og ekki verður séð að stjórnvöld hafi neitt um það að segja í framtíðinni hvort né hvar þessi fiskur verður til viðhalds og tryggi atvinnu og byggð í landinu. Allir geta keypt fisk á fiskmörkuð- um, en óveiddur fiskur gengur ein- göngu kaupum og sölum milli út- gerðarmanna, sem eiga skip. Vannýting hefðbundinna stofna Auk þeirra deilna, sem uppi eru um hugsanlega vannýtingu þorsk- stofnsins, er um aðra vannýtingu að ræða, sem ekki er umdeilanleg. Okk- ur vantar nú þegar flota til ýmissa sérveiða og valda því stjórnunarmi- stök. Leyfi til loðnuveiða hafa verið gef- in of seint undanfarin haust og það hefur haft í för með sér að við höfum ekki átt skip til að ná þeim afla sem leyfður var, þegar loks leyfið var veitt. Hundruðir þúsunda af loðnu hafa af þessum sökum farið forgörð- um og margra milljóna verðmæti. Þá sýnist svo nú, að skip vanti til veiða á úthafsrækju, til að veiða það sem leyft er, sem er áreiðanlega allt- of lítið. Auðvitað verðum við jafnan að gæta okkar á því að veiða ekki um of úr lífríkinu æti undan þorskinum, sem við þurfum að vernda mest okk- ar fiskitegunda, en við verðum einn- ig að gæta þess að nýta fisktegundir, sem greinilega er meira en nóg af, og svo er um úthafsrækjuna. Stjórnun á úthafsrækjuveiðum sýnast algerlega útí hött. Kvótaskipt- ingáþeim veiðum, 20 til 30þús. tonn árlega skipta engu máli um vöxt eða viðgang úthafsrækjunnar. Hún er finnanleg í það miklu magni, að það væri stofninum aðeins til góðs að veitt væri meira úr honum. Þorskur- inn hefði nóga rækju til að éta þótt veitt væri meira, og það er hann en ekki veiðarnar, sem ráða mestu um vöxt og viðgang rækjustofnsins og því gildir að taka úr þeim stofni eins og loðnustofninum sem svarar því sem þorskur leyfir. Þá er að nefna skarkolann, þar sýnist svo að við höfum farið úr ösk- unni í eldinn með nýtingu á skarkola- stofninum, þegar við tókum hann inn í kvótann. Skarkolinn veiðist með öðrum fiski í ýmis togveiðarfæri allt í kringum land. Það er mjög misjafnt milli ára hvar kolinn heldur sig og í hve miklu magni. Þetta veldur því að skip ýmist ná ekki kvótanum eða henda honum í sjóinn aftur, þó ekki sé verið að leggja sig sérstaklega eftir tegundinni eftir því hvort þeir fá skarkola sem með afla eða ekki. Þetta á auðvitað ekki alltaf við, en þegar einu tonni er hent er það ein- faldlega einu tonni of mikið. Það á nú þegar að taka kolann aftur út úr kvóta til að koma í veg fyrir slys eins og þekkt eru frá sl. ári. Sofið á verðinum Enn er svo að nefna kvótakerfis- stefna hefur tekið svo rækilega at- hygli stjórnvalda að vanrækt hefur verið ekki aðeins það sem að ofan er nefnt, vanrækslu á leit að nýtingu nýrra fisktegunda, heldur höfum við vanrækt þá möguleika, sem gefizt hafa til sóknar á mið annarra þjóða. Við höfum sofið á verðinum í samn- ingum við aðrar þjóðir í Norður-Atl- antshafi um gagnkvæmar veiðiheim- ildir. Varðandi veiðiheimildir við Austur-Grænland höfum við ekkert aðhafst til þess að ná veiðiheimildum þar, þó það hafi legið fyrir sl. 3^4 ár að þar mætti semja um veiðar á sömu nytjastofnum og við veiðum hér við land. Það þýðir ekkert fyrir okkur að berja hausnum við steininn í þessum efnum, þó svo að um sé að ræða sam- eiginlega stofna eins og þorsk, karfa og grálúðu, sem við teljum fullnýtta á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.