Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 29
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
27
þessu svæði. Nýverið sömdu Græn-
lendingar við Rússa um veiðar við
Austur-Grænland. Eftir ferð til
Grænlands vorið 1990 kom ég með
þá tillögu til íslenskra stjórnvalda að
þegar yrði hafist handa um samn-
ingagerð við þá um veiðar Islendinga
við Austur-Grænland og fullyrti þar í
greinargerð að ef við ekki semdum
um þessar veiðiheimildir myndu aðr-
ar þjóðir gera það og ná þar árangri
bæði með samningum og síðar með
veiðum. Þessi samningur er nú kom-
inn á og ég spái því að innan fárra ára
verði fleiri stofnar fiska en nú eru
þekktir, taldir sameiginlegir fisk-
stofnar, en Grænlendingar munu
hins vegar selja aðgang í þá, burtséð
frá því hvort við teljum þá þola meiri
veiði eða ekki. Loks nú nýverið var
sett fram krafa um veiðiheimildir við
Færeyjar gegn veiðiheimildum hér
við land þeim til handa. Þetta er í
raun fyrsti vísirinn að því að vera
ekki endalaust gefendur á afla. Við
endurnýjun loðnusamninga, ef af
verður, á að tryggja veiðar bæði við
Grænland, Svalbarða og Jan-Mayen
og jafnvel í Barentshafi.
Það er mín skoðun að á undan-
förnum árum höfum við verið algjör-
ir skussar og sýnt tómlæti við öflun
veiðiheimilda. Þessar veiðiheimildir
hirða síðan aðrir, okkur til tjóns.
Verðmyndun sjávarfangs
Á undanförnum árum hefa átt sér
stað mikilsverðar breytingar í verð-
myndun sjávarfangs hérlendis.
Breytingin hefur fært okkur fjær því
verðstýringarkerfi, sem hefur verið
við lýði síðustu áratugi í átt að frjálsri
verðmyndun. Flestir eru sammála
um að þessi þróun hafi verið til hins
betra, m.a. vegna þess að frjálst verð
hvetji hlutaðeigandi aðila til betri
meðferðar á afla til sjós og lands og
vandaðri ákvörðunartöku um ráð-
stöfun aflans. Að öðru óbreyttu leið-
ir þetta af sér aukið verðmæti aflans
og vinnsluvirði framleiðslunnar, sem
skilar sér til þjóðarbúsins alls.
Útflutningur á ferskum fiski hefur
verið þyrnir í augum sumra hags-
munaaðila. En hlutdeild þessarar
ráðstöfunarleiðar í heildarafla lands-
manna hefur stórlega minnkað á
allra síðustu árum. Ástæða fyrir
þessari breytingu liggur aðallega í
breyttri verðlagningu með tilkomu
markaða, sem hefur verulega styrkt
fiskverð hér innanlands í samkeppn-
inni við erlenda markaði. Og er þá
þess að gæta að sjómenn verða að
taka á sig tekjulækkun, þegar fisk-
verð lækkar, og búa einir stétta við
slíka sjálfvirka tekjulækkun. Af
þessu er sjómönnum nauðsynlegt að
fá að njóta tekjuhækkunar þegar svo
árar um afla eða verð.
Samtök sjómanna hafa stutt frjálsa
verðmyndun á fiski. Kannski fyrst og
fremst vegna þess að hún hefur fært
okkur sjómönnum auknar tekjur og
við það er heldur ekkert að athuga.
Sjómenn eins og flestir aðrir laun-
þegar vilja fá í skiptum fyrir vinnu-
framlag sitt sem mestar tekjur. Skil-
yrði þess að sjómenn sætti sig við
ofannefndar sveiflur í tekjum, er að
um sé að ræða frjálsa verðmyndun.
Enda verður slíkt ekki umborið
nema að þeir séu sannfærðir um að
raunverulega frjáls verðmyndun eigi
sér stað.
Þróun á fiskverði upp á síðkastið
hefur fengið m.a. ráðamenn landsins
til að fjalla um breytta tekjuskiptingu
innan sjávarútvegsins. Gegn slíkum
hugmyndum verður að spyrna við
fótum. Þannig breyting á tekjuskipt-
ingu sjávarútvegsins, sem hér um
ræðir verður varla komið á nema
með umsvifamiklu millifærslu- og
sjóðakerfi innan greinarinnar, sem
síðan rekur okkur aftur að upphafs-
reitnum, þ.e. verðstýringu á fiski.
Altæk frjáls verðmyndun á fiski á
töluvert í land hérlendis. Nýleg
breyting á lögum um Verðlagsráð
sjávarútvegsins mun eflaust færa
okkur nær landi, en þó ekki alla leið.
Fleira þarf að koma til, því breytt lög
í þessum efnum tryggja ekki frjálst
verð. Ýmiss almenn skilyrði fyrir
frjálsan fiskmarkað þarf að styrkja.
Þar mun fyrst og fremst reyna á vilja
þeirra, sem taka beinan þátt sem
framboðs- og eftirspurnaraðilar á
markaðnum. Flér verður ekki farið í
grafgötur með það, að hér er átt við
þau fjölmörgu fyrirtæki, sem hafa á
sömu hendi útgerð og vinnslu. Hugs-
anlega mætti stefna að lagasetningu,
sem setur skyldur á útgerðarfyrirtæki
til að bjóða upp þann afla, sem þau
hafa til ráðstöfunar hverju sinni. Að
mínu mati er slík lagasetning aftur á
móti algjört neyðarúrræði og skýtur
jafnvel skökku við, þar sem um gæti
verið að ræða þvingað frelsi. Heppi-
legri leið er að málin þróist áfram í
þeim farvegi, sem þau liggja. Allt
tekur sinn tíma og til að forðast koll-
steypur á þessum vettvangi er senni-
lega heppilegast að eitt skref sé tekið
í einu. Með því móti má búast við að
frjáls verðmyndun hér á landi skjóti
djúpum og varanlegum rótum öllum
til hagsbóta.
íslenskur sjávarútvegur og
umheimurinn
Fyrir jafn opið hagkerfi og það ís-
lenzka, gefur það auga leið að nauð-
synlegt er að halda góðum tengslum
við þau lönd, sem við eigum samleið
með í viðskiptum. Aðgangur með
sjávarafurðir að tollfrjálsum mörk-
uðum um heim allan er okkur lífs-
nauðsynlegur. En spurningin er,
hversu dýru verði kaupum við þenn-
an aðgang. Tilhugsunin um að veita
útlendingum heimild til fiskveiða hér
við land í staðinn fyrir aðgang að toll-
frjálsum markaði er afar fráhrind-
andi, svo ekki sé meira sagt.
Umræða um svokallaðan innri
markað Evrópubandalagsins og
hugsanlega aðild okkar að samningi
um Evrópskt efnahagssvæði hefur
vakið upp margar spurningar um
hagsmuni íslensku þjóðarinnar til
skemmri og lengri tíma. Ég hef allan
fyrirvara á því, að aðild okkar að
EES muni færa heim þann mikla
ávinning, sem ráðamenn hafa gefið
til kynna, þegar haft er í huga hvað
þær heimildir geta táknað, sem
stendur til að úthluta útlendingum til
veiða hér við land. Ef þessar heimild-
ir tákna upphafið að einhverju
meira, sem við þurfum að semja um í
framtíðinni, þá held ég að best sé
heima setið í þessum efnum. Hér er
kannski um óþarfa svartsýni að
ræða, en í upphafi skal maður endir-
inn skoða.
Hvað sem öllu þessu líður verður