Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 40

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 40
38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ SÁ ER AF VESTFIRZKU KAPPAKYNI s sgeir Sölvason er aðfluttur Gaflari, fluttist að vestan til Hafnarfjarðar fyrir 20 ár- um, og hefur svo gegnum-gaflazt, að hann þekkir ekki ágætara fólk en Gaflara. Ásgeir var skipstjóri í 30 ár. Þegar hann rekur sjómannsferil sinn er sleppt úr viðtalinu spurningum, og því hefst þessi frásögn á svari: — Já, það er rétt, ég er af fiski- mannskyni. Langalangafi minn átti 19 eða 20 börn og það er orðið margt um manninn í ættinni frá honum en náttúrlega ekki allt fiskimenn. Föðurættin er úr Dýrafirði, og úr Súgandafirði. Það er Laugaætt í Súg- andafirði. Faðir minn dó 92 ára. Hann var fæddur í Bolungavík. Afi minn var þá formaður þar. Mín fjölskylda bjó um skeið í Þernuvík, og þar var mik- ill vinskapur með annarri fjölskyldu, sem þar bjó. Það var fjölskylda Ebenezar Ásgeirssonar. Hann var formaður í Víkinni og hans synir voru togaraskipstjórarnir Ágúst og Guðmundur. Það var nú einnig mikil fiskifjölskylda, sem kunnugt er. — Nei, ég veit ekki hvað það hef- ur verið í Þernuvík, sem olli þessu, að þeir, sem þar bjuggu, urðu frægir aflamenn, nema það varð svo í báð- um þessum fjölskyldum. Fisksældin lagðist í ættir eins og svo margir aðrir hæfileikar manna. Faðir minn var formaður í 50 ár og bræður hans Guðbjartur og Guð- mundur svipaðan tíma. Þeir Ásgeir Guðbjartar og Guðmundur Júní eru frægastir skipstjórar minna ætt- menna. Guðmundur Jóní var gædd- ur frábærum eiginleikum. Hann var óskiljanlega ratvís. Það var engu lík- ara en hann hefði innbyggt radar- kerfi. Það sagði mér gamall maður, sem var háseti hjá Guðmundi, að hann hafi eitt sinn verið að skammast yfir vondri stýringu, og lét þau orð falla að hann gæti stýrt blindandi inn Dýrafjörð. Hásetarnir hermdu þessi Ásgeir Sölvason. orð uppá skipstjóra sinn einhverju sinni, þegar þeir voru að sigla inn Dýrafjörð. Guðmundur lét þá binda fyrir bæði augu sín og tók við stýrinu. Gamli maðurinn, sem sagði mér sög- una, sagði engan sjáandi mann hafa getað stýrt beinna en Guðmundur í þetta skipti með bundið fyrir bæði augu. Frægt varð það svo,þegar hann fór úr ísafjarðarhöfn í svartnættisbyl og hélt af stað til Dýrafjarðar. Guð- mundur stóð einn við stýrið alla leið- ina. Aldrei sá útúr augum fyrir byl- sortanum, engin landkenning alla leiðina, en aldrei var slegið af til að leita landkenningar eða mæla dýpi, hann snéri án þess inná fjörðinn og þegar hann kallaði á háseta sína til að kasta upp endum, sáu þeir ekki bryggjuna, þegar þeir komu upp. Þá var einnig viðbrugðið um Guð- mund hvað bátar fóru vel með sig í vondu sjólagi undir hans stjórn, enda sleppti Guðmundur aldrei stýri við annan, ef illt var í sjóinn. Já, hann var ratvís. Þeir voru það þessir karlar margir. Menn urðu að treysta á sjálfa sig og eigin hæfileika. Og athugulir menn lærðu að þekkja hverja báru ef svo má segja. Það voru ekki komin mikil tækin þegar ég var að byrja sjómennsku frá Flateyri, en ég lærði að þekkja af sjólaginu hve- nær báturinn var útaf Barðanum til dæmis, og gat alveg siglt blindandi inn á Önundarfjörð. Og gerði það einu sinni sem stráklingur með föður mínum. Við vorum að koma úr róðri í dimmviðri og ég átti að ræsa föður minn, þegar tíminn sýndi að það væri komið að því að taka fjörðinn, en ég gerði það ekki. Ég vissi alveg þegar við vorum við Barðann og hélt hik- laust áfram. Ég varð sæmilega ratvís, og náði góðu lagi á stýri, þótt ég öðl- aðist náttúrlega aldrei ratvísi og lagni Guðmundar Júní frænda míns. Það vissi ég engan gera. Þeir faðir minn og Guðbjartur voru og ágætir sjómenn, mjög farsæl- ir og aflamenn góðir, en þeir voru um margt ólíkir bróður sínum í öllum háttum, ekki sízt talsmáta, því að Guðmundur tók oft sterklega til orða, einkum ef hann var við skál. Þær voru margar sögurnar, sem gengu um Guðmund Júní, en allir luku upp einum munni um að hann hafi verið hinn bezti drengur og frá- bær sjómaður. Enn er að nefna að Guðmundur var rammur að afli. Jó- hann Bárðarson segir frá því í bók sinni „Áraskip“ (Sjá einnig: Sigling fyrir Núpa). Þegar Guðmundur var um tvítugt var hann í Bolungavík. Þá var það eitt sinn sem oftar, að skip kemur með varning til Bolungavíkur. Þann- ig háttaði til þarna, að skipa varð í land vörunni á svo kölluðum bring- ingabátum, sem voru á stærð við litla snurpubáta og ekki ósvipaðir að lög- un. Guðmundur fór fram á víkina til að sækja varninginn ásamt tveim eða þrem mönnum öðrum. Ylgja var á víkinni og þurfti fleiri menn niðri í bátnum til að taka á móti varningn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.