Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 48

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 48
46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ REYKJAVÍKURHÖFN 75 ÁRA Framtíðarsýn hafnarinnar er björt, — segir Gunnar B. Guðmundsson 1986, þáver- andi hafnarstjóri og hér í frásögn er fylgt hans grein um allar tölur. Ofan- greind ummæli eru trúlega jafngild nú á 75 ára afmælinu á þessu ári. Afmælisárið er miðað við 16. nóv- ember 1917 (formleg afliending), en þá taldist sú hafnargerð fullbúin, sem hafin var 1913, — (bólverkin sem skip gátu lagst að voru þá 200 metr- ar) — samkvæmt hafnarlögum frá 1911, sem voru fyrstu íslenzku hafn- arlögin. Höfnin var byggð samkvæmt til- lögu frá þáverandi hafnarstjóra Kristjaníu, Gabriel Smith, verkið var síðan unnið af verktakafyrirtæki N.C. Monberg, enyfirverkfræðingur var Kirk. Þeir hafnargarðar, sem reistir voru í þessari hafnargerð, mynda ennþá höfnina, sem lokast með Vestur- og Norðurgarði og Ingólfsgarð að aust- an. Innan þessara garða eru svo Æg- isgarður, Grófarbryggja og Faxa- garður. Austurhöfn varð vöruflutninga- svæði hafnarinnar ásamt Grófar- bakka, en Vesturhöfn fiskihöfn. Ár- ið 1965 var ákveðið að reisa ný hafn- armannvirki inn við Viðeyjarsund, þar sem hægt væri að byggja viðlegu- pláss án þess að reisa skjólgarða. Fyrsti áfangi Sundahafnar í Vatna- görðum var tekinn í notkun 1968 og 70% (1986) allra vöruflutninga fara um þá höfn. Landsvæði hafði höfnin lengi mjög lítið, en það hefur smám- saman aukizt og um næstu aldamót áætlað að það verði um 10 hektarar. Annar áfangi Sundahafnar var hafn- argarður við Holtabakka í Klepps- vík. Þá er og hafnaraðstaða til dæl- ingar lausu efni (massavörum) í Grafarvogi. Bryggja Áburðar- verksmiðjunnar er einnig innan hafnarsvæðis Reykjavíkurhafnar. Um 70% af heildarinnflutningi landsmanna og um 30% af heildar- útflutningi fer um Reykjavíkurhöfn. Skipakomur í höfninni hafa mestar verið 3.500, en nú algengastar 2.500 á ári. Tonnatala skipanna hefur aft- urámóti ekki minnkað. I greininni 1986, segir fyrrverandi hafnarstjóri, að 1985 hafi verið farið að vinna að „Flutningahöfn til fram- tíðar“, og þá miðað við árið 2004 (skipulagstímabil borgarinnar). Hafnarstjóri nefnir í því sambandi um framtíðaráformin, svæðið innan Holtabakka, þar sem skip Sam- bandsins (sáluga ÁJ.) hafa aðstöðu og Vatnagarða, þar sem Eimskip hefur aðstöðu. Hafnaraðstaða í Eiðisvík fyrir stóriðju er eitt af „nýmælum, sem hafnarstjórn hefur fjallað um“. „Reykjavíkurhöfn er í eigu borg- arinnar, og er rekin sem sjálfstætt fyrirtæki og hefur byggst upp af eigin aflafé. Hún er eina höfn landsins, sem ekki nýtur ríkisframlags, og auk- in heldur nýtur hún ekki styrks úr borgarsjóði“. Núverandi hafnarstjóri er Hannes Valdemarsson verkfræðingur, en formaður hafnarstjórnar Guðmund- ur Hallvarðsson, alþm. Um starf hafnsögumanna Sigurður Þorgrímsson, skipaþjón- ustustjóri, ræðir um starf hafnsögu- manna og aðbúnað skipa í Reykja- víkurhöfn í Sjómannadagsblaðinu 1986. Eins og flestir vita, sem tekið hafa lóðs til innsiglingar í höfnina, er það oft ekkert gamanspaug fyrir lóðsinn að komast lifandi eða óslasaður um borð í skip, ef illt er í sjóinn. Sigurði segist svo: „Jú, það hefur oft verið harðsótt að komast um borð í skipin, t.d. hef- ur það oft komið fyrir að það hafi ekki verið hægt að komast um borð í erlend skip á hafnarmörkunum norður af Akurey og Engey og dæmi þess að við höfum orðið að láta skip elta okkur inn á milli eyja þar sem við höfum fyrst komist um borð. Það varð ég einu sinni að gera með ensk- an togara sem alveg útilokað var að komast um borð í; mér datt ekki ann- að í hug en að lóðsbáturinn myndi lenda inni á dekki á skipinu, það valt svo mikið. Þá er ekki síður erfitt stundum að komast úr skipunum, en þetta ræðst náttúrlega mikið af því hversu lagnir skipstjórarnir eru að halda skipunum til. Á stærstu skip- unum finna skipstjórarnir ekki fyrir tveggja metra öldu við síðuna og eiga oft erfitt með að skilja að þeir þurfi að gefa hlésíðu eða halda skipinu til eins og maður biður um. Það hafa orðið slys á hafnsögu- mönnum við að fara um borð í skip og úr þeim, en sem betur fer er ekki mikið um það. Þetta kemur allt með æfingunni og reynslan er hafnsögu- manninum dýrmæt. Menn í okkar starfi þurfa auðvitað að vera vel á sig komnir og liprir, — og við erum það þó við séum þéttir á velli! Það er ekki á allra færi að fara um borð í illviðri og slæmu skyggni: hoppa úr bát á réttu róli upp í stiga, forða sér strax fjórar/fimm tröppur upp svo að bát- urinn skelli ekki á fætur manns og klifra svo fimmtán/átján tröppur upp eða fjóra til fimm metra. Þetta reynir á handleggi manna og það er satt að segja furðulegt að hafnsögumenn skuli halda þetta út jafn lengi og raun ber vitni á þessum tímum þegar ann- ar hvor maður er kominn með krans- æðastíflu um miðjan aldur. Meðal- aldur hafnsögumanna hefur jafnan verið fremur hár og menn starfa hér framundir sjötugt, en þó aldrei svo lengi við að fara um borð í skip.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.