Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 49
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47 SLIPPURINN 90 ÁRA Tryggvi Gunnarsson hvatti til byggingar slipps í Reykjavík með svofelldum rökum: „Við Faxaflóa eru nálægt 65 þil- skip, sem alls eru yfir hálfrar milljón- ar króna virði. Til þess að verja þessa nytsömu og dýru eign fyrir skemmd- um af sjávarmaðki og hættu af lagís og stormum eru engin áhöld hér til, hvorki uppsátursáhöld né skipakví og engin fullnuma skipasmiður, öll aðgerð á skipum er gerð frammi í flæðarmáli af laghentum mönnum, sem hafa sjálfir kennt sér að gera að skipum.“ Tryggvi bar hugmyndina um bygg- ingu dráttarbrautar fram í tillögu- formi á fundi í Utgerðarmannafélag- inu 28. des. 1901. Hann var þá for- maður þess félags. Tillagan var samþykkt. Næst gerðist svo það sögulegt, að Helgi Helgason, útgerð- armaður, kaupmaður, smiður og tónskáld, var gerður út vestur á firði að athuga þann vísi að dráttarbraut- um, sem þar væri fyrir jagtirnar. Pegar Helgi kom úr þeirri ferð, var haldinn stofnfundur „Slippfélagsins við Faxaflóa“ og kosin þriggja manna stjórn til að semja frumvarp að lögum fyrir félagið. Helgi tók saman lista yfir það efni, sem hann taldi að þyrfti til smíðar dráttarbraut- ar og það var pantað frá Svíþjóð og ráðinn norskur slippstjóri, Ham- meraas að nafni. Efnið og slippstjór- inn komu upp um vorið og var efninu skipað á land við gömlu steinbryggj- una og dráttarbrautin smíðuð þar sem Ellingsensverzlun var til skamms tíma. Brautinni var síðan fleytt vestur í Hlíðarhússand, þar sem henni var komið fyrir og þar hefur Slippurinn verið síðan. Þessar framkvæmdir munu hafa gengið böslulega, því að haldnir voru margir fundir um sumarið og haust- ið. Á fundi þann 21. október 1902 voru samþykkt lög fyrir félagið og því gefið nafnið „Slippfélagið í Reykjavík“ og kosin ný stjórn — og slippstjórinn rekinn. Þeim þótti hann fullmikið upp á flöskuna, en það var árátta, sem Tryggvi Gunnarsson a.m.k. var mjög lítið hrifinn af. Hammeraas er þó sagður hafa verið góður fagmaður sem lesa má í sögu Slippfélagsins, er Ólafur B. Björns- son, ritstjóri á Akranesi tók saman á hálfrar aldar afmæli félagsins. Tryggvi Gunnarsson fór utan á út- mánuðum og réð annan norskan slippstjóra, Othar Ellingsen. Ellingsen kom til landsins 14. marz 1903. Skipin höfðu verið hífð upp með gangspili, en ekki leist Ellingsen vel á það fyrirkomulag, enda gekk seint að hífa; sagt er, að þegar flóa- báturinn „Reykjavík“ var tekinn upp hafi verið byrjað að hífa kl. 8 um kvöldið og því verið lokið á fimmta tímanum um morguninn. Ellingsen lagði strax til að keyptur væri gufu- ketill og vagn, en það kölluðu þeir .„patent slipp“ í þessa daga. Ellingsen fór utan til Englands í skyndi og keypti tækin. Það þurfti að byggja í sjó fram und- ir vagninn og var það mikið fyrirtæki í þá daga. Á árinu 1904 var þó þessi „patent slippur“ ásamt gufukatlinum tekinn í notkun og var hann notaður allt til ársins 1932. Hlífðarfærslu- braut var einnig byggð í þessari bygg- ingarlotu. Slippurinn var nú orðinn raunverulegur slippur með vagni og færslubraut fyrir kúttera eða um 100 tonna skip. Togararnir urðu að sigla til meiri háttar viðgerða, eftir að þeir fóru að koma upp úr 1907. I áframhaldi af ofangreindum framkvæmdum við Slippinn sjálfan, var hafin timbursala og verzlun með alls kyns skipavörur. Viðskipti sín byggði Slippurinn á kútteraútgerðinni og það varð ekki af frekari stækkun Slippsins meðan skútutíminn var í blóma. Það dróst þó fram yfir skútutímann að kaupa vagn og byggja braut fyrir togarana. Mönnum hraus hugur við samkeppni dráttarbrauta í nágrannalandinu Englandi, en Slippurinn var einnig í mikilli fjárþröng, og skuldaði hlut- höfum sínum stórfé, svo sem Ásgeiri Þorsteinssyni en þó mest Ziemsen, sem varð stjórnarformaður á eftir Tryggva 1917. Vélsmiðjan Hamar var stofnuð 1918 og þurfti á betri þjónustu að halda en Slippurinn var fær um að veita. Framkvæmdastjóri Hamars, Benedikt Gröndal, verkfræðingur og Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Slippsins komu nú mest við stórframkvæmdir í sögu Slippsins. Árið 1932 voru keyptir tveir vagnar, og var stærri vagninn fyrir 800 lesta skip. Árið 1954 var enn byggð ný braut og sú ætluð fyrir skip eins og strand- ferðaskipin og Fossana, eða allt að 2500 lesta skip. Ekki þarf að rekja það hér, hvílíkt þjóðþrifa fyrirtæki Slippurinn var og hefur verið. Formaður nýverandi stjórnar er Ásgeir Pálsson, en fram- kvæmdastjóri Hilmir Hilmisson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.