Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 49
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
47
SLIPPURINN 90 ÁRA
Tryggvi Gunnarsson hvatti til
byggingar slipps í Reykjavík
með svofelldum rökum:
„Við Faxaflóa eru nálægt 65 þil-
skip, sem alls eru yfir hálfrar milljón-
ar króna virði. Til þess að verja þessa
nytsömu og dýru eign fyrir skemmd-
um af sjávarmaðki og hættu af lagís
og stormum eru engin áhöld hér til,
hvorki uppsátursáhöld né skipakví
og engin fullnuma skipasmiður, öll
aðgerð á skipum er gerð frammi í
flæðarmáli af laghentum mönnum,
sem hafa sjálfir kennt sér að gera að
skipum.“
Tryggvi bar hugmyndina um bygg-
ingu dráttarbrautar fram í tillögu-
formi á fundi í Utgerðarmannafélag-
inu 28. des. 1901. Hann var þá for-
maður þess félags. Tillagan var
samþykkt. Næst gerðist svo það
sögulegt, að Helgi Helgason, útgerð-
armaður, kaupmaður, smiður og
tónskáld, var gerður út vestur á firði
að athuga þann vísi að dráttarbraut-
um, sem þar væri fyrir jagtirnar.
Pegar Helgi kom úr þeirri ferð, var
haldinn stofnfundur „Slippfélagsins
við Faxaflóa“ og kosin þriggja
manna stjórn til að semja frumvarp
að lögum fyrir félagið. Helgi tók
saman lista yfir það efni, sem hann
taldi að þyrfti til smíðar dráttarbraut-
ar og það var pantað frá Svíþjóð og
ráðinn norskur slippstjóri, Ham-
meraas að nafni. Efnið og slippstjór-
inn komu upp um vorið og var efninu
skipað á land við gömlu steinbryggj-
una og dráttarbrautin smíðuð þar
sem Ellingsensverzlun var til
skamms tíma.
Brautinni var síðan fleytt vestur í
Hlíðarhússand, þar sem henni var
komið fyrir og þar hefur Slippurinn
verið síðan.
Þessar framkvæmdir munu hafa
gengið böslulega, því að haldnir voru
margir fundir um sumarið og haust-
ið. Á fundi þann 21. október 1902
voru samþykkt lög fyrir félagið og
því gefið nafnið „Slippfélagið í
Reykjavík“ og kosin ný stjórn — og
slippstjórinn rekinn. Þeim þótti hann
fullmikið upp á flöskuna, en það var
árátta, sem Tryggvi Gunnarsson
a.m.k. var mjög lítið hrifinn af.
Hammeraas er þó sagður hafa verið
góður fagmaður sem lesa má í sögu
Slippfélagsins, er Ólafur B. Björns-
son, ritstjóri á Akranesi tók saman á
hálfrar aldar afmæli félagsins.
Tryggvi Gunnarsson fór utan á út-
mánuðum og réð annan norskan
slippstjóra, Othar Ellingsen.
Ellingsen kom til landsins 14. marz
1903. Skipin höfðu verið hífð upp
með gangspili, en ekki leist Ellingsen
vel á það fyrirkomulag, enda gekk
seint að hífa; sagt er, að þegar flóa-
báturinn „Reykjavík“ var tekinn upp
hafi verið byrjað að hífa kl. 8 um
kvöldið og því verið lokið á fimmta
tímanum um morguninn. Ellingsen
lagði strax til að keyptur væri gufu-
ketill og vagn, en það kölluðu þeir
.„patent slipp“ í þessa daga.
Ellingsen fór utan til Englands í
skyndi og keypti tækin.
Það þurfti að byggja í sjó fram und-
ir vagninn og var það mikið fyrirtæki
í þá daga. Á árinu 1904 var þó þessi
„patent slippur“ ásamt gufukatlinum
tekinn í notkun og var hann notaður
allt til ársins 1932. Hlífðarfærslu-
braut var einnig byggð í þessari bygg-
ingarlotu. Slippurinn var nú orðinn
raunverulegur slippur með vagni og
færslubraut fyrir kúttera eða um 100
tonna skip. Togararnir urðu að sigla
til meiri háttar viðgerða, eftir að þeir
fóru að koma upp úr 1907.
I áframhaldi af ofangreindum
framkvæmdum við Slippinn sjálfan,
var hafin timbursala og verzlun með
alls kyns skipavörur.
Viðskipti sín byggði Slippurinn á
kútteraútgerðinni og það varð ekki
af frekari stækkun Slippsins meðan
skútutíminn var í blóma. Það dróst
þó fram yfir skútutímann að kaupa
vagn og byggja braut fyrir togarana.
Mönnum hraus hugur við samkeppni
dráttarbrauta í nágrannalandinu
Englandi, en Slippurinn var einnig í
mikilli fjárþröng, og skuldaði hlut-
höfum sínum stórfé, svo sem Ásgeiri
Þorsteinssyni en þó mest Ziemsen,
sem varð stjórnarformaður á eftir
Tryggva 1917.
Vélsmiðjan Hamar var stofnuð
1918 og þurfti á betri þjónustu að
halda en Slippurinn var fær um að
veita. Framkvæmdastjóri Hamars,
Benedikt Gröndal, verkfræðingur og
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Slippsins komu nú mest við
stórframkvæmdir í sögu Slippsins.
Árið 1932 voru keyptir tveir vagnar,
og var stærri vagninn fyrir 800 lesta
skip.
Árið 1954 var enn byggð ný braut
og sú ætluð fyrir skip eins og strand-
ferðaskipin og Fossana, eða allt að
2500 lesta skip.
Ekki þarf að rekja það hér, hvílíkt
þjóðþrifa fyrirtæki Slippurinn var og
hefur verið. Formaður nýverandi
stjórnar er Ásgeir Pálsson, en fram-
kvæmdastjóri Hilmir Hilmisson.