Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 55
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
53
NÝTTFÉLAG
Nýstofnað er félag, sem hefur
valið sér nafnið „Félag um
nýja sjávarútvegsstefnu."
í lögum, sem samþykkt voru á
undirbúningsfundi þann 16. apríl
1992, segir svo:
1. Nafn félagsins er: Félag um nýja
sjávarútvegsstefnu, kt. 700492-
2140. Heimili þess og varnarþing
er í Reykjavík.
2. Tilgangur félagsins er sá að vinna
að því að móta og fylgja fram
nýrri sjávarútvegsstefnu, sem hef-
ur að markmiði að hámarka þjóð-
hagslega arðsemi fiskimiðanna
innan íslensku fiskveiðilögsög-
unnar og skapa skilyrði til heil-
brigðrar samkeppni á jafnréttis-
grundvelli, í útgerð og fisk-
vinnslu.
3. Félagið mun beita sér fyrir því að
fiskveiðistjórnin byggist á afla-
stýringu og ákvörðun um heildar-
afla úr hverri tegund og að núver-
andi aflamarkskerfi verði aflagt.
Eftirlit með framkvæmd aflastýr-
ingarinnar, á miðunum, verði á
vegum Landhelgisgæslunnar.
4. Félagið er landsfélag. Félagar
geta þeir einir orðið, sem sam-
þykkja lög félagsins og tilgang
þess. Innan félagsins starfar full-
trúaráð skipað 7 fulltrúum úr
hverju kjördæmi. Ráðsfulltrúar
skulu vera stjórn félagsins til
ráðuneytis.
5. Stjórn félagsins skipa níu menn.
Stjórnin er kosin til eins árs í senn.
Formaður er kosinn sérstaklega
en stjórnin skiptir að öðru leyti
með sér verkum. Stjórnin skal
kosin skriflega ef fleiri eru í kjöri
en kjósa á.
6. Stjórnin velur tvo menn úr sínum
hópi, sem ásamt formanni,
mynda framkvæmdastjórn.
Framkvæmdastjórn stjórnar dag-
legum rekstri milli stjórnarfunda.
7. Reikningsár félagsins er alman-
aksárið. Aðalfundur félagsins
skal haldinn í aprílmánuði ár
hvert. Aðalfundur hefur æðsta
vald í málefnum samtakanna.
8. Gjöld félaga til félagsins skal
ákveða á aðalfundi.
Ákvæði til bráðabirgða: Fyrir
fyrsta landsfund (aðalfund) félagsins
skal stjórnin, í samráði við fulltrúa-
ráðið, semja álitsgerð um starfsháttu
félagsins og um útfærslu á því
hvernig beita skal aflastýringu í stað
núverandi aflamarkskerfis við stjórn
fiskveiða innan íslensku fiskveiða-
lögsögunnar.
Samþykkt á undirbúnings-
stofnfundi 16. apríl 1992
Eins og sjá má í 2. grein laganna,
þá ætlar félagið að berjast fyrir þeirri
megin breytingu í fiskveiðistjórnun,
að núverandi aflamagnskerfi (kvóta-
kerfi) verði aflagt.
í samtölum við foryztumenn hins
nýstofnaða félags kemur fram að
þeir telja að frjálst framsal á veiði-
kvótum aðal ókost kerfisins. Þessu
frjálsa framsali fylgi að það heildar-
magn, sem leyft sé að veiða safnist á
hendur fárra aðila, sem hafi tök á að
afla sér fjármagns til kaupanna. Þessi
þróun leiði síðan til stórfelldrar
byggðaröskunar og atvinnuleysis.
Þessi sjónarmið eru ekki nýlunda,
en félagsmenn ætla að afla þeim
fjöldafylgis, og taka foryztu fyrir
þeim mikla fjölda andvígum núver-
andi kvótakerfi, sem þeir segja
dreifðan um allt land.
Stjórn félagsins skipa:
Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri,
formaður, og með honum í stjórn
Árni Gíslason, skipstjóri og Óskar
Karlsson, framkvæmdastjóri. Skrif-
stofa félagsins er að Suðurlandsbraut
12, Reykjavík.
Á Sjómannadaginn
Sendum öllum íslenskum sjómönnum
árnaðaróskir á hátíðisdegl þeirra.
Verkalýðsfélag Akranes
Kirkjubraut 40