Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 67
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
65
framtíð landsins var fólgin í fiskveið-
um í stað þess að róa að því öllum
árum að snúa öllu í hið fyrra horf
eftir ensku öldina.
Þessir menn urðu stórríkir á þeirri
öld, þeir áttu áraskipin, höfðu nóg
efni á að kaupa sér duggur eins og
Englendingarnir sóttu hingað á, og
halda þeirri útgerð gangandi, en
keyptu heldur fleiri jarðir og fjölg-
uðu leiguliðum. Það var að vísu viss
auðtekinn peningur, en hitt var
gróðalind, því að skreiðarverð var
hátt og markaðir nógir. En allt var nú
þetta blandað þjóðernishyggju.
Menn óttuðust aukin tök Dana á
þjóðinni, ef danskir kaupmenn yrðu
búsettir hérlendis og yrðu voldug út-
gerðarstétt.
Á hverri öld meta menn aðstöð-
una í sínum tíma. Margir þeirra, sem
vildu Islandi bezt, trúðu því að með
búsetu fólks við sjóinn legðust af
fornar dygðir, guðsótti og góðir siðir,
og ást á landi og þjóð. Sjávarplássun-
um myndi fylgja margskyns óreiða
og spilling og sem fyrr segir aukin
ítök útlendinga innanlands. Þjóðinni
væri bezt að halda þeim í fjarlægð, og
leyfa þeim ekki að blandast þjóðinni.
Við þekkjum þessa hugsun á okkar
eigin öld. Það er stutt síðan að Jónas
karlinn á Hriflu var uppi og prédik-
aði þetta og kallaði þá, sem við sjó-
inn bjuggu „Grímsbylýð“.
Fiskimenn, sem erja miðin hafa
engu minni ást á landi sínu en bænd-
ur, sem erja jörðina, en hitt er rétt,
að fólk, sem safnast á steinsteypuna í
borgum og bæjum hefur ekki sömu
taugar til landsins og hinir, sem lifa
við náttúru landsins til sjávar eða
sveita.
Og segir nú lítið af Hafnfirðingum
undir Einokun. Þar er reyndar lítið
að segja, nema hið almenna. Með
Einokun 1602 lagðist dauð hönd á
landslýð allan. Það líf, sem verið
hafði í verzlun landsmanna meðan
Englendingar, Þjóðverjar og Hol-
lendingar áttu við okkur kaup fjaraði
út, þótt alltaf héldist einhver laun-
verzlun í afskekktum byggðum við
ströndina einkum vestra. En á Ein-
okunartímanum varð Hafnarfjörður
mesta fiskihöfn landsins.
Hafnarfjarðarumdæmi náði yfir,
i
Hafnarfjörður 1890. Knudtzons-verzlunarhús.
Hafnarfjörður um aldamótin 1900. Linnetshús, o.fl. Línurit sem sýnir fólksfækkun í
Hafnarfirði um aldamótin.
■BKHnHMHHHBHMnBMnnBIXnHHHBIMHnMn
Hamarskotsmöl 1900.