Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 69

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 69
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67 Timburhús 1925. 15 marka öl 18 tunnur 3 dala öl 6 tunnur 8 og 9 marka öl 36 tunnur. 6 marka skipsöl 55 tunnur. Aðrar vörur Spænskt salt 1 lest Sápa 1 fjórðungur Tjara 6 tunnur Hverfisteinn 1 stk. Ut fluttar vörur Grófur Larðfiskur 3754 vættir 24 f. Saltfiskur 11 vættir 16 f. Lýsi 24 tunnur Sokkar 139 pör. Hafnarfjarðarumdæmi var heppið með tvo fyrstu Einokunarkaup- mennina, sem fengu Hafnarfjörð á leigu í byrjun Einokunar, þegar verzlunarleyfi Þjóðverja rann út. Það voru auðugir kaupmenn, sem birgðu Hafnarfjarðarverzlun vel af vörum. Árið 1662 var verzlunarháttum breytt þannig, að landinu var skipt í fjögur „kaupsvið“, og var einn aðal- leigjandi að hverju sviði, en mátti svo leigja með sér öðrum kaupmönnum. Þessi skipting var allundarleg. í sama kaupsviði og Hafnarfjörður voru Vestmannaeyjar, Eyrarbakki, Hofs- ós og Vopnafjörður. Á 17du öldinni eða 1677 var verzl- unarstaðurinn í Hafnarfirði fluttur norður yfir fjörðinn í Akurgerðis- land, sem síðar var nefnd Vestur- byggð en hafði áður verið á grandan- um hjá Hvaleyri. Ástæðan er helzt talin hafa verið sú fyrir þessum flutn- ingi, að grandinn hafi verið farinn að brotna undan sjógangi og ekki lengur tryggur staður fyrir verzlunarhúsin, enda eru um það sagnir að öld seinna hafi sjór verið farinn að ganga yfir grandann. Árið 1684 var enn breytt verzlun- arlagi og íslenzkar verzlunarhafnir boðnar upp til sex ára og þá breyttust einnig kaupsviðin. Kaupsvið Hafn- arfjarðar tók þá yfir, Kálfatjarnar- Garða- og Bessastaðasókn að Arnar- nesi. Kóngur var sífellt að skipta um leigjendur að Islandsverzlun. Svo- nefnt lausakaupmannafélag hafði landið á leigu 1733-42 og þar næst Hörmangarar 1742-58. Á tíma Hörmangara gerðust tveir merkis atburðir í sögu Hafnarfjarð- ar. Árið 1752 keypti Skúli Magnús- son, á vegum Innréttinganna, sem hann var að stofna í sama mund, tvær norskar duggur, 32-34 verzlunar- lesta, og þá að okkar tali 62-68 tonna duggur. Jafnt þessu flutti Skúli inn norsk þorskanet til veiða. Duggur þessar gerði Skúli út frá Hafnarfirði. Tap varð á útgerðinni, þótt skipin væru heitin eftir kóngin- um, og hétu Friðriksást og Friðriks- gáfa. Árið 1759, eftir sjö ára útgerð, reyndust heildar gjöldin orðin 41 þús. ríkisdalir, en tekjurnar 27 þús. ríkis- dalir. Þá var útgerðinni hætt, en net- in urðu eftir í Hafnarfirði, og síðan hafa netaveiðar verið stundaðar í þeirri byggð og nágrannabyggðum. Steinhús 1932. Upp kom hlutur Reykjavíkur Það varð Hafnfirðingum og þeim byggðum, sem að honum lágu til góðs að Skúli valdi duggum sínum stað með netin í Hafnarfirði, og sjó- menn á þessum slóðum kynntust því hinu fengsæla veiðarfæri fyrstir manna. En hún reyndist ekki þessum byggðum eins vel sú ráðstöfun að undirlagi Skúla að setja Innrétting- arnar á stofn í Reykjavík en ekki Hafnarfirði. Iðnaðarstofnanir Innréttinganna voru klæðagerð- skinnaverksmiðja og veiðarfæragerð og þessari starf- semi fylgdi náttúrlega ýmiskonar umsvif, og fólk tók að safnast að þessum fyrirtækjum. Það bar helzt til þess að Reykjavík varð fyrir valinu en ekki Hafnarfjörður, þótt hann væri meiri útflutningshöfn en Hafnarfjörður 1925-30.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.