Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 70

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 70
68 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Reykjavík og meiri verzlunarstaður, að Skúla þótti ónóg rými í Hafnar- firði fyrir húsakost Innréttinga. í kringum stofnanirnar átti að myndast fjölmenn byggð sem og varð á þessa tíma vísu. Grunnurinn hafði verið lagður að Reykjavík, sem höf- uðverzlunarstaðar. Örlagavaldur Hafnarfjarðar varð hraunkarginn argi, sem umkringdi fjörðinn. Menn höfðu ekki tæki til að byggja stórt í hrauninu og þar var aðeins rúm til að skjóta niður koti hér og þar. Aðalbyggingarslóð Hafn- arfjarðar var Akurgerðisland og það var lagt undir verzlunarhús staðar- ins. Hamarkotsmölin var aðeins mjó ræma við sjóinn og Flensborgarsvæð- ið þótti ekki gott byggingarsvæði. Það var í allan máta rýmra í Reykjavík fyrir sjónum manna til framtíðar framkvæmda og fólksfjölg- unar. Með þeim hófst 150 ára ófriður Jafnt og Skúli gerði 1752 uppá milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sem verzlunarhafna, hafði hann fært Hafnfirðingum og verstöðvunum við sunnanverðan Flóann það veiðarfær- ið, sem átti eftir að verða þeim drjúgt til bjargar, þó vannýtt væri, og því fylgdi hundrað og fimmtíu ára ófrið- ur við Faxaflóa. Honum lauk laust fyrir nítján hundruð. Það var tekið á móti netunum með þeim hætti, sem hefðbundinn hefur reynst í íslenzkri fiskveiðisögu. Netin voru sögð stór- hættulegt veiðarfæri og nauðsynlegt að sýna mikla gát í netalögnum. Eins hafði verið tekið við lóðinni, þegar menn hérlendis reyndu fyrir sér á 17du öld veiðar með lóðum, en á 18du öldinni voru menn teknir að venjast önglunum. Þeir reyndust ekki eins hættulegir og menn héldu og urðu nú „umhverfisvænt“ veiðar- færi, þegar menn töldu vera komið annað verra. í Gullbringusýslu mátti róa á 2ja mannafari með 20 öngla, eða tvær lóðir í róðri, en menn máttu beita út aftur ef vel aflaðist jafnvel fjórum sinnum. Róa mátti með 4 net á 2ja mannfari, en 8 net á 4ja mannafari. Netin voru 15 möskva djúp og tæpar 5 tommur á legg, ein alin á milli fláa og lengd á tein 30 faðmar, flotholtið var tré. Netin reyndust fisksæl og því brugðið hart við að takmarka notkun þeirra. Þau voru sögð spilla veiði, fæla fisk af miðunum og stöðva fisk- göngur. Hafnfirðingar og Garð- hverfingar fengu á sig mikinn laga- bálk um netaveiðar 1782. Þar er sagt að netaveiðar hafi aukist svo stórlega frá því um miðja öldina, að ástæða sé til að taka í taumana, allt of mörg net séu lögð á lítið svæði og of snemma árs. Samkvæmt þessu var bannað að leggja þorskanet á Hafnarfjarðar- miðum frá 21. marz, en þá átti fiskur að fara að ganga inn. Menn áttu að fiska fyrst með önglum og áttu þær veiðar að gera menn vara við vorfisk- göngunni og þá komin tími til að leggja netin. Fyrst átti þó hreppstjóri að tilnefna menn til að þreifa fyrir sér í netafiskiríinu, og gæfi það góða raun mátti almenningur hefja róðr- ana. Sektir lágu við að leggja net í Lónakotsdjúp, þar átti fiskurinn að ganga inn í Hafnarfjörð. Á hraunið úti fyrir, sem náði frá því móts við Óttarsstaði að Hvaleyrarhöfða mátti heldur ekki leggja net af því að talið var að fiskurinn hryggndi þar. Innan þessarra megintakmarkana voru svo ýmsar aðrar. Við norðan- vert Lónakotsdjúp mátti ekki leggja nær Djúpinu en svo að Höfðatá bæri í Vífilfell. En sunnan við Djúpið mátti ekki leggja net vestar en að Hlíð í Esjuháls. Ekki mátti leggja net norð- ar í fjörðinn en svo að Setberg bæri í Vífilfell og að sunnan megin ekki vestar en að Hrúðurkletta bæri í Keili og til austurs inn fyrir Straum. Samkvæmt þessu mátti leggja þorskanet á Hafnafjarðarmiðum á slóð sem var alls um 500 faðmar að lengd og 100 faðmar á breidd. Öll reyndist þessi fiskveiðireglu- gerð með líkum hætti og nú gerist. Þorskurinn skeytti henni litlu og sum árin engu, lét ekki sjá sig eða synti í kringum hið lögboðna svæði. Islendingurinn lét sig þó ekki, reri eftir sínum reglum í von um að það tækist að fá þorskinn til að fylgja þeim og þessi barátta hefur staðið framá okkar daga sem kunnugt er. Hvorugur hefur breytt hegðan sinni íslendingurinn eða þorskurinn, og hvorugur skilið annan, íslendingur- inn ekki þorskinn og þorskurinn ekki Islendinginn. Það vildi svo verða, sem segir í Jarðarbókinni 1703, en þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.