Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 74

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 74
72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ fram á 17du og 18du öld. Stærstu skipin eru þá orðin 4ja mannaför en mest róið á 2ja mannaförum á inn- nesjunum. Svo sem sjá má á því, sem hér segir á eftir um sóknina í tveimur miklum veiðistöðvum, Garðahverfi og Vatnsleysuströnd, eru allir tólf- tein-átt- og sexæringar horfnir úr sókn. En sóknin er enn mikil og eng- in verzlunarhöfn hefur búið jafnvel að fiski og Hafnarfjörður. Árið 1703 gengu 114 bátar frá Vatnsleysuströnd, eingöngu 4ja mannaför og 2ja mannaför og 1780 eru þar eingöngu 2ja mannaför. Það var einkum tvennt, sem olli þessari þróun til smærri báta á innnesjum og Vatnsleysuströnd, Garðahverfi, Kjalarnesi, Hafnarfirði og Reykja- vík. Fiskurinn gekk grunnt á mið þessara byggða, fámenni olli því, að þessar fleytur var auðveldast að manna frá hverjum bæ, og loks töldu menn fisknara að vera með eitt eða tvö fari á borð, en fjögur, sex eða átta. Bátastærðin breyttist þegar menn í þessum byggðum fóru að sækja dýpra í Flóann með netunum, en það varð þó ekki fyrr en á 19du öld að sú netasókn á djúpmið yrði al- menn á innnesjum. Slysfarir voru skiljanlega miklar á árabáta öldunum. í Árferðisannál um árið 1767 segir svo: „Þá urðu tvo daga skipstapar svo miklir á vertíðinni á Suðurlandi að drukknuðu 80 menn en fyrir Jökli 40, og eitt skip týndist á Skaga norður. Þá voru og hlutir miklir fyrir vestan, en minni syðra og gekk landfarsótt yfir og varð mannskæð fyrir norðan. Fjárpestin gjörði þá mikinn skaða á Vestfjörðum. Vorið var gott og gras- vöxtur ágætur, sumarið nokkuð óþerrasamt, heyfengur þó góður og nýting sæmileg, fiskafli mjög mikill og árferðið var þá eitt hið bezta. Haustið varð þó rosasamt og veðr- átta stirð til jóla, um haustið gekk þung taksótt fyrir norðan, einkum í tveim nyrztu sýslum, nokkuð líka Sunnanlands, sérstaklega Borgar- firði, og dó margt fólk úr sóttinni“. Mannskaðaveturinn svokallaða, 1685, urðu mestir mannskaðar á ein- um degi í íslenzkri sjósókn. „Það var á góuþrælnum (9. marz) að 7 skip fórust á Stafnesi, 3 í Garði, voru þar með tveir teinæringar og flest útróðrarmenn norðan að, og margir valdir, skorti einn á hundrað, er þar drukknuðu, 4 teinæringar týndust í Vestmannaeyjum og á þeim 52 menn, teinæringur týndist á Eyr- arbakka með 11 mönnum og sexær- ingur á Tjörnesi. Alls týndust þá 136 menn á þessum degi, mælt er að 19 skipstapar hafi orðið þetta ár og týndust meira en hálft hundrað manna. Miðvikudaginn (11. marz) eftir skipskaðann mikla voru jarðsett við Útskálakirkju 42 (aðrir segja 47) lík er þar ráku. Á góuþrælnum urðu líka 6 menn úti norður í Reykjadal.“ Þurrabúðarbálkur Um 1770 voru ekki nema 733 menn í Hafnarfjarðarverzlunarum- dæmi, en innan þess var Vatnsleysu- strönd, Garðahverfi og Álftanes (Bessastaðahreppur). Fólk hefur sótt í Fjörðinn til vinnu, þurrabúðar- menn voru um 50 á þessu svæði, en dönsku kaupmennirnir kvörtuðu undan að bændur hirtu af þeim mönnum allt sem þeir þénuðu, svo að þurrabúðarmennirnir voru í stórri skuld við verzlanirnar. Bændur áttu hreysi þau, sem þurrabúðarmenn, bæði tómthús- menn og húsmenn höfðust við í og segir nú af þurrabúðarmönnum, inn- byggjurum Hafnarfjarðar og stofnin- um í þeirri byggð, eins og Reykjavík. Þegar bústofn manna féll í sveitun- um í harðindum eða pestarfári og fólk flosnaði upp frá búskapnum, þá var fangaráðið að leita að sjónum og reyna að draga þar fram lífið. Tómthúsmenn bjuggu sér í kofa sem útvegsbóndinn átti, en húsmenn fengu inni á heimili útvegsbóndans, og áttu þar innan veggja sitt eigið þurrabúðarheimili. Grmðsla fyrir húsaskjólið, hvort heldur vár í sér- kofa eða inni í bæ útvegsbóndans, var sú kvöð, að þurrabúðarmaðurirm' reri á skipi útvegsbóndans, eða þess, sem hann tilvísaði. Þurrabúðarmenn, jafnt tómthús- menn sem húsmenn, urðu að bjarg- ast á eigin spýtur sér og sínum til matfanga og annarra nauðsynja, og því hét þetta „þurrabúð“. Þurrabúðarmenn urðu að kaupa búvöru af bændum, þar sem þeir höfðu engar landnytjar, og þá hvorki mjólk né kjöt eða smjör, og þar gátu bændur skammtað þeim verðið, þó átti það að vera í nokkuð föstum skorðum verðlagið: 1 vætt (40 fiskar) fyrir tvo fjórðunga af smjöri (20 kg.) I kjöt- og fiskviðskiptum var eitt pund á móti einu pundi (lpd. kjöt = lpd. fiskur). Þessir menn voru sem fyrr segir ekki frjálsir að róa þar sem þeim sýndist bezt sjálfum, fremur en vinnumenn bænda, og urðu oft að róa með lélegum formanni eða á lé- legum útvegi, þótt þeir ættu völ á betra. Þurrabúðir voru allmargar í Hafn- arfirði á 18du og 19du öld, og eru þessar nefndar í Hafnarfjarðarsög- um 1806 og 1821: Óseyri (þar voru fimm manns). Ásbúð (þar var ein kona). Flensborg (þar voru þrír menn), Árnabær (þar voru sex menn), og við höfðu bætzt á árunum 1806-21, Melshús, Brands- bær, Skuld og Nýjibær, en Flensborg farið í eyði. I Ferðabók Eggerts og Bjarna segir svo: „. . . yfirleitt lifa flestir þurra- búðarmenn slíku eymdarlíf, að þeir, sem til þekkja, undrast hversu fólk þetta dregur fram lífið, einkum þegar ekkert aflast. Þurrabúðir eru venjulega illa hýstar. Veggir eru illa hlaðnir úr torfi og grjóti og óþiljaðir innan, en tréverk úr lélegu birki eða jafnvel hvalsrif í viðarstað. Þakið er úr vondu birki og sjaldan grasi gró- ið“. Oft voru þurrabúðarfjölskyldur margar saman í húsi og þar voru einnig vermenn útvegsbóndans að- komnir. I þeim húsakynnum var set- inn bekkurinn, ekki sízt á vetrarver- tíðum. Húsakynnum er svo lýst í Ferðabókinni (Álnamáli breytt hér í metramál), að fyrst var gengið inní löng göng, og þegar inn var komið úr útidyrum, voru dyr sitt til hvorrar handar inní svefnpláss karla, og voru það kölluð „hús“, en myndu nú kall- aðar kompur, því að „húsin“ virðast ekki hafa verið nema eins og 8 til 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.