Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 75

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 75
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73 fermetrar hvort, en þau voru hlaðin útúr göngunum. Fyrir enda gang- anna var svo baðstofan, þar sem kvenfólkið hafði bækistöð sína og unnið var að tóskap. Baðstofa þessi var tvöfalt stærri en áðurnefnd her- bergi eða 16-18 fermetrar. Við þurrabúð voru venjulega tveir hjallar hlaðnir torfi og grjóti og var annar geymsla fyrir fullþurrkaðan harðfisk og hann var með spelum í göflum. Auk þess voru grjótbyrgi við útvegsbæi og þurrabúðir, sem geymdur var í saltfiskur eftir að farið var að salta fisk. Þá voru lýsiskaggar við þurrabúð- irnar, þar sem menn geymdu lifur og létu hana sjálfrenna. Sjálfrunnið lýsi er ekki lítill þáttur í þjóðarsögunni, af því varð margur maðurinn hraust- ur, sem annars hefði orðið vesæll. Sumir sjómenn höfðu það fyrir venju að ganga að lýsiskagganum og fá sér vænan sopa af lýsinu, sem þeir veiddu ofan af grútnum með öðuskel syðra, en kúskel vestra. Erlendur á Breiðabólstöðum segir í sinni sögu: „. . . voru það yfirleitt hraustustu mennirnir, sem vöndu sig á að drekka sjálfrunnið lýsi“. — En fólkið var öndvegisfólk. (Hve- nær höfum við íslendingar ekki verið það?) Skúli Magnússon lýsir 18du aldar fólkinu á þessa leið: „Yfirleitt er fólkið góðgjarnt. Því þykir ekkert annað hlýða en að sýna af sér prúðmennsku, sækja vel sókn- arkirkjur sínar, hlífast við að vinna erfiðisvinnu á helgum dögum og iðka heimilisguðrækni. Fólk er hreinskil- ið, orðheldið og gestrisið. Það bezta, sem til er í mat og drykk, er geymt handa gestum. Refsingarvert þykir að neita fátækling um mat og gistingu einn sólarhring og ósæmilegt, jafnvel þótt förumaður eigi í hlut. Fólkið er námfúst á það, sem því er kennt, einkum yngra fólkið. Eldra fólkið heldur fastara í gamlar venjur og er smeykt við alla nýbreytni, áður en reynslan hefur sýnt, að hún sé æski- leg. Barnaskólar eru engir, en þar sem enginn er fermdur né giftur, nema hann sé lesandi, er langt síðan, að lestrarkunnátta varð almenn. Einkum er húsmæðrum ætlað það hlutverk að kenna börnum lestur og kristin fræði. Flestir kunna einnig nokkurn veginn að skrifa og reikna, en fæstir eftir réttum reglum. En nú horfir þetta til bóta, þar eð reiknings- bók (Arithmetik) hefir verið útbýtt meðal almennings, og von er á skóla, þar sem kenndur verður lestur og skrift, — hefir Jón skólameistari Þorkelsson stofnað sjóð í þessu skyni (: Thorkilliisjóðinn). Það sem hér er sagt, á við um alþýðu manna, þar eð embættismenn niður að hreppstjór- um eru útskrifaðir úr Skálholts- eða Hólaskóla, og sumir hafa tekið att- estas (: embættispróf í guðfræði) við háskólann í Kaupmannahöfn.“ Konungsverzlun fyrri 1759-63 og Almenna verzlunar- félagið 1764-74 Konungsverzlun hin fyrri tók við 1759 af hinum illa þokkaða Hör- mangarafélagi. Konungsverzlun hófst með því, að hlutur Hafnar- fjarðar var skertur með breyttri til- högun verzlunarhátta. Verzluninni skyldi svo háttað, að hafðar væru aðalbækistöðvar í einni eða tveimur höfnum í hverjum fjórð- ungi, og átti þetta að vera til að spara mannahald við verzlanirnar. Þessu fylgdi náttúrlega margvíslegur annar kostnaður, bæði við að flytja fólk langt að til fiskverkunar og slátur- vinnu, og náttúrlega stóraukin fyrir- höfn bæði fyrir bændur og fiskimenn að koma frá sér afurðum og til að- drátta. Hólmurinn í Reykjavík var valin aðalverzlunarhöfn í Sunnlendinga- fjórðungi og áttu menn úr Hafnar- fjarðarumdæmi að sækja verzlun þangað. í fjarlægari staði innan þessa stóra umdæmis, svo sem Keflavík, Grindavík og Eyrarbakka áttu dugg- ur Innréttinganna að sækja og færa varning. Ekki stóð nú þetta fyrir- komulag nema árið, að því er laut að Hafnarfirði. Verzlunin þar var hafin á ný 1760. En þessar sviptingar or- sökuðu að Hafnarfjörður setti ofan um hríð sem verzlunarstaður og það tókst heldur ekki betur til en svo, þégar þar var hafin verzlun á ný að kaupmaður, sem settur var niður í Hafnajfirði 1760 var farinn á hausinn eftir árið, eða 1761. Konungur hætti verslun sinni 1763 og við tók Al- menna verzlunarfélagið og ekki jók það reisn staðarins þau 10 ár, frá 1764-74, sem það rak þar verzlun. Þau ár reyndust Hafnfirðingum hinn versti eymdartími. Tíu ára útflutningur fisks frá Hafn- arfirði á tíma Almenna verzlunarfé- lagsins var 5349 skipp. af fullþurrk- uðum fiski (skreið) eða 859 tonn. Lýsisútflutningurinn var 435 tunnur alls og þorskur í tunnum 174 tunnur, en kjöttunnurnar 4. Sem sagt dauður tími í Firðinum allt frá 1759-1774. Konungsútgerðin síðari 1776-87 Þegar verzlun var tekin af Al- menna-verzlunarfélaginu 1774 var skammt til þess að hallæris tímabil- inu væri lokið og Hafnarfjörður næði sinni fyrri reisn, sem mesta fiskhöfn landsins. Kóngurinn sjálfur ákvað að taka Islandsverzlunina á sínar hendur og hefja stórútgerð frá Hafnarfirði. Hann, eða hans menn, ætluðu að hleypa lífi í fiskveiðar íslendinga, og skildi fiskveiðifloti hans hátignar hafa bækistöð í Hafnarfirði. Konungsútgerð var rekin á árun- um 1776-87 eða í 10 ár og alls voru sendar 192 húkkortur og 68 jagtir til veiðanna, eða sem svarar 26 skipum á ári til jafnaðar, en misjafnlega mörg árlega, til dæmis ekki nema 10 fyrsta árið, en 42 skip 1780. Húkkort- urnar voru fiskiskip að hollenzkri fyrirmynd, en jagtirnar að enskri. Húkkorturnar voru 30-47 verzlunar- lestir og þá að nútímamælingu 60-94 rúmlestir, en jagtirnar 15-20 tonna skip. Þetta hefur sem sé ekki verið neinn smáræðisfloti og á þessum flota áttu íslendingar að læra til sjó- mennsku á stórskipum, svo að þeir gætu sjálfir mannað slík skip. Skylt var að ráða 2-3 íslendinga af 12-13 manna áhöfn skipanna. Ut- gerð þessi gekk ágæta vel í sjö ár, en þá lækkaði fiskverð mikið og fram- boð jókst. Frelsisstríðinu í Norður- Ameríku lauk 1783, og því fylgdi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.