Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 76
74
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
aukin sókn Evrópuþjóða vestur um
haf. Verðfallið á íslenzkri skreið nam
um 26% og jafnt og þetta gerðist
hækkaði verð innfluttrar vöru um
42% á árunum 1783-87. Petta leiddi
til heildartaps á Konungsverzluninni
síðustu 5 árin og verzlunin hætti 1787
og var gefin frjáls við alla þegna
Danakonungs.
Húkkortuútgerð Konungsverzl-
unarinnar hafði reynst gróðavænleg
og það var ekki útgerðin heldur við-
skiptakjörin, lækkað útflutningsverð
en hækkað innflutningsverð, sem að
framan segir að leiddi til taprekstrar
Konungsverzlunar.
Það eru engar skýrslur til, sem
sýna tap á útgerðinni heldur verzlun-
inni í heild. Það sem fræðimenn hafa
fundið í sögu útgerðarinnar er ekki
annað að sjá en hún hafi verið gróða-
fyrirtæki.
Af reynslunni af húkkortu- og
jagtaútgerð Konungsverzlunarinnar
hefði mátt ætla að íslenzkir landeig-
endur og embættismenn reyndu að
efna tii þessarar útgerðar, en það
varð ekki. Þar réði mestu sem áður
er rakið, að bændastéttin snerist
gegn henni og ráðamenn landsins
töldu slíka stórútgerð geta raskað
hefðbundnu þjóðskipulagi, sveitabú-
skapur gengi saman, veldi landeig-
enda liði undir lok og íslenzk útgerð-
ar- og kaupmannastétt yrði valda-
stéttin og þessu myndi fylgja spillt
þjóðlíf og aukin tök Dana á þjóðinni.
Forstjóri Konungsverzlunar sagði
að erfitt hafi verið að fá Islendinga til
að stunda veiðar á húkkortunum og
jögtum og hafi það verið orsök þess
að sú útgerð lagðist af, ásamt því að
almenn andstaða hafi verið í landinu
gegn öllum nýjungum.
Þegar borin eru saman kjör og við-
urværi skipshafna á húkkortum við
það sem þurrabúðarmenn og vinnu-
fólk í sveitum bjó við, er það stór-
undarlegt, ef rétt er, að ekki hefðu
fengist sjómenn á skipin, ef þeir
liefðu verið frjálsir að því að ráða sig
á þau. Forstjórinn hefur trúlega mis-
reiknað dæmið þarna að því er laut
að sjómönnunum. Sú hefur ekki get-
að verið raunin að vertíðarsjómenn,
hafi ekki viljað nýta sér að sækja sjó-
inn á stærri skipum en árabátum,
miðað við hversu kjörin og viðurvær-
ið var miklu betra á húkkortunum en
menn áttu að venjast við aðra sjó-
róðra eða sveitavinnu. Þjóðfélags-
hættirnir hafa verið þröskuldurinn,
sem fyrr segir.
I rauninni var engin atvinnusjó-
mannastétt til i landinu. Þeir, sem
sjómennsku stunduðu skiptust í þrjá
hópa. Vermennirnir voru vinnu-
menn í sveitinni, sem bændur sendu í
verið á vetrarvertíð og kölluðu þá
síðan heim til sveitaverkanna.
Þessir vinnumenn voru ekki frjáls-
ir, heldur urðu að hlýta lögskipuðu
vinnuhjúahelsi, eða kaupa sér rétt til
lausamennsku og það var dýrt. í ann-
an stað voru það kotbændur sem
stunduðu sjóinn í heimræði á smá-
fleytum mest 2ja mannaförum og
eins mannsförum. Þessir áttu ekki
heimangengt á sumrum, þá þurftu
þeir að heyja túnskika sína, fyrir
rolluskjáturnar og kannski eina
kúna; ekki dugði þeim að forsóma að
byrgja sig upp til vetrarins. Þriðji
hópurinn voru þurrabúðarmenn.
Þeir voru um aldirnar allt framá 19du
öld vergangsmenn, einskonar af-
gangsmenn úr sveitunum. Auðvitað
hafa verið innanum í þessum hópi
ágætir menn til sjósóknar, en al-
mennt var þetta í fyrstu hinn mesti
eymdarlýður, vannærður og illa
haldinn í allan máta, þar sem þetta
fólk hafði engar landnytjar og hafði
ekki ráð á fleytu til að veiða sér í
soðið.
Það hefur ekki verið margt um
dugandi sjómenn í þessum hópi til að
manna stór skip, jagtirnar og húk-
korturnar og uppfylla þær kröfur,
sem gerðar voru til manna um færa-
drátt. Það hefur trúlega gilt hið sama
á þessum tíma líkt og síðar á íslenzku
skútunum að sótzt hefur verið eftir
miklum færamönnum. Þessar þrjár
orsakir, nauðsyn kotbóndans að
sinna búskap sínum á sumrin ófrelsi
vinnumanna og manndómsleysi vesl-
inganna við sjávarsíðuna í þennan
mund hafa valdið því að erfitt var að
manna útileguskip á sumrum, þar
sem landeigendur, sem réðu fyrir öfl-
ugustu sjómönnunum, snérust gegn
þessari útgerð af mikilli hörku. Kon-
ungsskipin voru aðallega mönnuð
mönnum frá Slésvík og Holstein, en
á vetrarvertíð hafa þó slæðst allmarg-
ir íslendingar á jagtirnar, samanber
sóknalýsingu úr Garðasókn 1780.
Skorturinn hefur orðið, þegar
bændur kölluðu vinnumenn sína
heim að vori, og mannaskorturinn á
konungsútgerðinni verið á sumrin.
Kaupið á húkkortunum var marg-
falt við það, sem íslendingar áttu að
venjast, eða 4-6 mörk á viku auk
fæðis. I marki voru 16 skildingar og
vikukaup þá 64-96 skildingar. 5
mánaða kaup auk fæðis þannig lægst
rúmir 13 rd. en hæst 20 ríkisdalir.
Sjálfsagt hefur kaupið verið metið
eftir dugnaði manna við fiskdráttinn.
Heilsársvinnumannskaup í sveit
var fæði og húsnæði (reiknað á 21 rd.
61 sk.) og kaup ífríðu (peningum eða
kvikfé) 11 rd. 45 sk. og þar átti að
dragast frá mysa, skæðaskinn og
sængurföt.
Lægsta kaup í 5 mánuði á húkkort-
unum hefur þannig verið töluvert
meira en tvöfalt hærra en heilsárs-
kaup í sveit og hæsta kaup fjórfalt
hærra, þegar miðað er við tímalengd,
5 mánuðum móti 12 mánuðum.
Ekki gat það hafa fælt íslendinga
frá því að ráða sig á húkkorturnar
eða jagtirnar dönsku, að þeir höfðu
miklu betra fæði þar en í landi. Að
vísu geymdist brauð illa líkt og varð á
okkar skútum síðar. En Danirnir
höfðu hveiti til að baka gott brauð til
hátíðabrigða og nóg smjör og flesk
og hollenzkan ost, bankabygg nóg og
baunir til grautargerðar, lambaket,
ýmiskonar krydd, og birgðir góðar af
öli 28 tunnur á skip og nokkur kvartil
af bæði kornbrennivíni og frönsku
brennivíni. Þá höfðu þeir og eitthvað
af sælgæti. Þetta var nokkuð annað
en matarræðið í landi á sama tíma.
Fæði fólks við sjóinn var rúgmjöls-
vatnsgrautur, mysa útá í stað mjólk-
ur, sem ævinlega var skortur á í
þurrabúðarlífinu, hádegismatur var
barinn harðfiskur og hertir þorsk-
hausar og þrátt smjör eða bræðingur
viðbitið og soðningin til kvöldverð-
ar, fiskur með smjöri ef hann var sig-
inn. Sýrublanda var aðaldrykkurinn.
Það var ýmist um það að sjómenn
fengu sér eitthvað í svanginn áður en
þeir reru, en hitt var ekki síður al-