Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 78

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 78
76 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ÓTTUTÍMINN egar kóngur hafði tapað í fimm árin, 1781-86 á íslands- verzlun sinni ákvað hann að tapa ekki meiru. Honum þótti nú flest fullreynt um þessa íslandsverzlun og sá þann kost- inn vænstan að gefa hana frjálsa. Ekki tókst þó vel til um byrjunina fyrir Hafnarfjörð sem verzlunarstað. Þann 6. júní 1787 var auglýst með tilskipun að verzlunin væri gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, en um haustið (17. nóv.) var einnig gefin út tilskipun um kaupstaði í landinu, og fengu þá nokkrir verzl- unarstaðir kaupstaðarréttindi, og urðu höfuðverzlunarstaðir í verzlun- arumdæmum eða kaupsviðum og hétu þetta „autoseraðir útliggjara- staðir“. Þeir voru: Reykjavík, Vest- mannaeyjar, Eskifjörður, Eyjafjörð- ur, Isafjörður og Grundarfjörður. Hafnarfjörður varð þarna útund- an. Hann var aðeins „autoriseraður höndlunarstaður“ íumdæmi Reykja- víkur, en kaupsvið Reykjavíkur ákveðið Gullbringu- og Kjósarsýsla og Borgarfjarðar- og Mýrasýsla vest- ur að Hítará. Með þessari tilskipan var það stað- fest af stjórnarvöldum að Reykjavík skyldi sitja yfir hlut Hafnarfjarðar sem verzlunarstaður. En sumir útverzlunarstaðir (höndlunarstaðir) urðu kaupstöðun- um meiri. Ekki varð það þó svo að Hafnarfjörður skákaði Reykjavík, en hann hélt sínu, einkum sem út- flutningshöfn. „Fjörðurinn“ eignaðist í lok aldar- innar einn af mestu frægðarmönnum 18du aldarinnar og sigldi með honum inn í 19du öld og frjálsari verzlunar- hætti. Bjarna þáttur Sívertsens Bjarna Sigurðsson frá Nesi í Sel- vogi, breytti föðurnafni sínu í „Sí- vertsen“ að hætti þeirra, sem mikil verzlunarviðskipti þurftu að hafa við Dani. Það var ógerlegt fyrir þessa menn annað en danska nöfn sín. Danir áttu ekki stafina þorn og eð og íslenzku nöfnin brengluðust fyrir þeim. Ekki er það auðvelt að segja í fáum orðum svo vel sé sögur athafna- manna á borð við Bjarna Sívertsen. Bjarni Sívertsen var fæddur 6. apríl 1763 í Nesi í Selvogi, sonur hjónanna Sigurðar Péturssonar bónda í Nesi og Járngerðar Hjartar- dóttur. Bjarni kvæntist ungur Rann- veigu Filippusdóttur, ekkju Jóns Halldórssonar, lögréttumanns í Nesi. Rannveig var kvenskörungur mikill, 11 árum eldri en maður henn- ar, og sagt að hún hafi kennt honum að lesa. Sonur Rannveigar og Jóns var Steindór Waage, faðir Agnesar konu Árna J. Mathiesens. Bjarni stundaði bústörf og sjó- sókn, og þau hjónin hófu búskap á Bjarnastöðum í Selvogi og þar byrj- aði Bjarni að verzla með varning, sem hann fékk hjá lausakaupmönn- um svonefndum Rylandsbræðrum. í félagi við tvo bændur í Ölfusi jók Bjarni verzlunarumsvif sín. Hann var sjálfur í Selvogi, en þeir bræður í Þorlákshöfn, og ráku þeir umboðs- verzlun. Eyrarbakkakaupmaður snérist öndverður gegn þessu verzlunar- braski þeirra félaga, og fékk því til leiðar komið að þeim félögum var bönnuð þessi umboðsverzlun fyrir lausakaupmenn. Sýslumaður Árnesinga var þeim félögum hlyntur og ráðlagði þeim að kaupa sér borgarabréf í Vestmanna- eyjum og byrja að verzla þar og reka verzlanir sínar í Selvogi og Þorláks- höfn sem umboðsverzlanir frá Vest- mannaeyjaverzluninni. En ekki gekk þetta nema í tvö ár þá var aftur gerð að þeim félögum aðför og nú af danska rentukammerinu og skyldu þeir sviftir leyfum sínum. Orsökin hefur líklega verið sú að lausakaup- menn og þeirra umboðssalar héldu uppi svo mikilli samkeppni við hina föstu kaupmenn að þeir fóru á haus- inn hver af öðrum. Lausakaupmönn- um var borið á brýn að hirða ekki um að hafa nauðþurftir til sölu, miklu fremur glysvarning. Ekki reyndist þetta rétt um Bjarna og hans félaga, en leyfið misstu þeir engu að síður. Bjarni Sívertsen sigldi þá, 1793, til Kaupmannahafnar og tókst þar að verða sér úti um verzlunarleyfi. Or- sök þess að þetta tókst fyrir honum kann að vera að honum hafi verið gert að setja sig niður í Hafnarfirði, en þar var verzlunarreksturinn í óreiðu að dómi stjórnarinnar og höfðu borist um hann kærur, vegna rangláts verðlags bæði á inn- og út- fluttum vörum. En þrátt fyrir þetta höfðu Hafnarfjarðarkaupmenn orð- ið gjaldþrota í samkeppni við lausa- kaupmenn eftir að hörðustu einokun lauk og varð aðeins bundin dönskum þegnum. Lausakaupmönnum var loks bannað að verzla í Firðinum, en það var um seinan fyrir Hafnarfjarð- arkaupmanninn. Hann fór á hausinn í sama mund. Á rústum þessa þrotabús Hafnar- tjarðarverzlunarinnar reisti Bjarni Sívertsen verzlun sína, og í sama mund (1797) verzlun í Reykjavík, reisti þar verzlunarhús sem nefnt var Sívertsenshús. Þar var prestaskólinn síðar til húsa. í þeirri utanferð, sem Bjarni fékk verzlunarleyfið varð hann sér úti um fé, 4 þús. rd. til verzlunarrekstursins. Þá gerði hann einnig félag við stórkaupmanninn, Wolf að nafni, og var með honum og Bjarna félags- skapur þar til Wolf lézt 1809. Bjarni kom strax fótum undir sig við verzlunina. Hann var séður kaupmaður, (nema það hafi verið konan. Það er sagt að verzlun hafi fljótt látið á sjá, þegar hún féll frá) án þess að vera harður kaupmaður og hann var mikill starfsmaður. Hann setti sig niður með verzlunina í verzl- unarhúsi fyrra kaupmanns, fékk þau
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.