Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 82

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 82
80 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ kútter og eignaðist fleiri slíka í félagi við aðra. Skonnortu, sem strandað hafði hér við land keypti Þorsteinn og átti um skeið og gerði hana eitt- hvað út, en seldi hana fljótlega til Danmerkur. Síðasta skip Þorsteins var Blue Bell, lítil skonnorta. Það skip strandaði suður í Garði og lauk þar með skipaútgerðarsögu Þor- steins. Verzlunarrekstur Þorsteins var meiri en útgerðarreksturinn eins og verzlunarhús hans sýndu. Hann reisti stórt verzlunarhús og fisk- geymsluhús og vöruskemmu á Ham- arskotslóðinni og voru það reisuleg- ustu byggingar í Hafnarfirði á sinni tíð. Hér verður ekki rakinn hlutur Þorsteins á öðrum sviðum í Hafnar- firði, sem kennara, skólanefndarfor- manns við Flensborg, hreppsnefnd- armanns, leikstjóra, og leikritahöf- undar og greinar skrifaði hann margar, ekki sízt lét hann netastyrj- aldirnar við Flóann mikið til sín taka. Hann var ekki hrifinn af togurunum þegar þeir komu í Faxaflóa. Hafn- firðingar minnast Þorsteins fyrst og fremst sem brautryðjanda í þeirri þilskipaútgerð, sem varð þar síðar og staðnum mikil lyftistöng. Maðurinn að tjaldabaki Samtímamaður Þorsteins í Hafn- arfirði var maður, sem þekktur er í landssögunni, sem einn af merkustu mönnum síns tíma, Þórarinn Böðv- arsson, sem fyrst var prestur í Vatns- firði, en síðar í Görðum frá 1868 til dauðadags 1895. Hann var prófastur í Kjalarnesþingi í 21 ár og alþingis- maður Gullbringu- og Kjósarsýslu í 23 ár. Séra Þórarinn kom víða við í félags- og framkvæmdasögu Hafnar- fjarðar á sinni tíð og var einnig frum- kvöðull þar í útgerð. Segja mætti að engin ráð væru nema séra Þórarinn kæmi þar til. Hann var eins og fram er komið í félagi við Þorstein um kaupin á skonnortunni Dagmar. Hann var og sá er fyrstur keypti enskan kútter. Þórarinn kemur víða við og það er eins og hann hafi ætíð hönd í bagga þegar um einhverjar framkvæmdir er að ræða í sókninni. Æviferil séra Þórarins eiga Hafnfirð- ingar rakinn í 50 ára Minningarriti Flensborgarskóla. Hafnfírðingar missa af morgunlestinni Áður hefur það verið rakið hér í sögunni, að þrisvar sinnum kom það til að stjórnvöld gerðu uppá milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og héldu fram hag Reykjavíkur og mestu máli skipti í þeim hlutaskipt- um að Innréttingarnar voru settar niður í Reykjavík 1752. Reykjavík var vissulega búin að festa sig í sessi á síðara hluta 19du aldar, sem höfuðstaður landsins, þar var allt stjórnarsetrið og Reykjavík orðin mesti verzlunarstaðurinn. Inn- réttingar Skúla höfðu lagt grunninn að Reykjavík sem iðnaðar- og verzl- unarstaðar. Reykjavík hafði einnig tekið að vaxa í árabátasókninni uppúr 1870, en áður hafði þar verið lítil sjósókn, nema í heimræði mest á 2ja manna- förum og þá innmið. Það voru þeir, sem nú myndu kallaðir Vesturbæing- ar, svo sem Hlíðamenn, Selsbændur, Ánanaustamenn og Grjótamenn, sem juku árabátaútveginn í Reykja- vík með sókn á sexæringum og áttær- ingum á útmið í flóanum. Með kaupum Geirs Zoéga og fé- laga hans á Fanneyju, 26 tonna jagt, (mæld 13 tonn), komst einnig skriður á þilskipaútgerð Reykvíkinga og Seltirninga og í þessum stöðum sem lágu saman og voru sem eitt í þil- skipaútgerðinni, voru komin á níunda áratugnum ein 15 lítil þilskip, jagtir og galiasar og litlar skútur. En jafnt þessu að Reykvíkingar juku sóknina á síðustu áratugum ald- arinnar tók sóknin að dragast saman í byggðunum, á ströndinni suður af Reykjavík og einkum á tíunda ára- tugnum, og þegar Reykjavík tekur hið stóra kútterastökk 1897 áttu þess- ar byggðir, Garðahverfi, Hafnar- fjörður og Vatnsleysuströnd ekkert svar. Hafnarfjörður féll í lægð. Árabátaútgerð var alla 19du öld- ina aðal útgerð landsmanna og fram til 1906 var árabátaafli landsmanna tvöfalt meiri en þilskipanna, enda voru árabátar í landinu 2 þús. allt til 1905 að vélbátar tóku að leysa þá útgerð af hólmi. Það sýnist því svo, að Hafnarfjörð- ur með hina miklu árabátastaði sitt- hvoru megin við sig, hefði átt að halda sínu gagnvart Reykjavík sem fiskhöfn. En það bar margt til að svo varð ekki þegar kútteraöld hófst í Reykjavík 1897. Þórarinn Böðvarsson hafði látizt 1895 og Þorsteinn Egilsson farinn á tíunda áratugnum að draga í land í sínum rekstri og í sama mund voru báðar aðalverzlanirnar, Knudtzons- verzlun og Linnetsverzlun að hætta laust fyrir aldamótin. Það var enginn til að taka við þeirra viðskiptum, hvorki fiskkaupum né verzlun við bændur austan fjalls, sem höfðu átt mikil viðskipti við þessar verzlanir. Það var enginn öflugur fiskkaupandi eftir í Hafnarfirði, þegar leið á ára- tuginn. Útflutningur á saltfiski, sem var aðalútflutningsvaran orðin á þessum tíma uppúr 1870, var í Hafnarfirði 18801170 tonn, en hafði hrapað niður í 71 tonn 1896. Gangurinn virðist þá hafa verið orðinn sá, að Voga- og Strandamenn hafa sótt verzlun til Keflavíkur og selt þar sinn fisk, en Álftnesingar í Reykjavík. Arið 1897 áttu Hafnfirðingar aðeins þrjú lítil þilskip 18-37 tonna kútterinn Himalya 40 tonn (sagður svo í skipaskrá, en í Hafnarfjarðar- sögu 55 tonn. Það hefur verið rétta mælingin. Hin hefur verið sú enska). Það er í þessari lægð í Firðinum, sem Hafnfirðingar fá yfir sig á sam- keppnisstaðnum mikinn fjölda stærri fiskiskipa en áður höfðu verið í fiski- sókn okkar íslendinga, 60-100 tonna kúttera, segltogara, sem Englend- ingar voru að leggja og taka upp veiðar á gufutogurum. Geir Zoéga kom 1897 úr sinni kútt- erareisu til kútterakaupa í Englandi. Hann kom með 5 kúttera og það hóf- ust umsvifalaust þvílík kútterakaup að 1901 voru þeir orðnir 100 í landinu, þar af um 30 í Reykjavík. Skemmst er af því að segja, að mesta fiskútflutningshöfn landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.