Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 83
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
81
framá fyrri hluta 18.du aldar var orð-
in fisklaus árið 1900 (útflutningur
saltfisks fallinn niður í 10,5 tonn) ára-
bátar í hrönnum stóðu óhreyfðir á
kambi, aðeins einn sexæringur sagð-
ur í sókn í Garðahverfi 1898 og 1899
aðeins tvö þilskip fyrir landi í Hafn-
arfirði. íbúar í Hafnarfirði (svæðið
Skerseyri-Hvaleyri) höfðu verið
orðnir um 500 1890, en voru um 300
árið 1900.
Byggðir höfðu eyðst af sjómönn-
um á allri strandlengjunni frá Mels-
höfða að Stapa. Strandamennirnir
gengu yfir Hafnarfjörð, en Garð-
hverfingar framhjá Hafnarfirði, inní
Reykjavík til að manna reykvízku
kútterana, því að Reykvíkingar urðu
að manna þá aðkomumönnum sunn-
an frá sjó, austan yfir fjall og vestan
af fjörðum.
Það var gömul hugmynd þeirra
sem sáu framtíð Hafnarfjarðar fyrir
sér á fyrri hluta 19.du aldar, að hann
yrði fiskhöfn Reykjavíkur og þar
með aðalfiskútflutningshöfnin, og
það hefði getað orðið svo, ef fyrstu
kútterarnir hefðu verið keyptir til
Hafnarfjarðar en ekki Reykjavíkur,
og til þess að svo yrði hefði þurft
álíka áræðinn kaupmann í Firðinum
og Geir var í Reykjavík. Þó er ekki
víst, hvernig Tryggvi bankastjóri
Landsbankans hefði litið á mál Hafn-
firðings, en það var Landsbankinn,
sem fjármagnaði kútterakaupin.
Geir var orðinn mikill bógur í
Reykjavík og gott með honum og
Tryggva, sem var áhugamaður um
útgerð í Reykjavík. Enn var svo
hraunið, hinn gamli örlagavaldur
Hafnarfjarðar á sínum stað og girti
staðinn af sem fyrr, nema það var
orðið á döfinni að ryðja veg í hraun-
ið.
Það var alveg rétt, sem Þórður
Jónasson sýslumaður hafði sagt 1836,
að Hafnarfjörður var tilvalin fisk-
höfn og fiskútflutningsstaður, ekki
sízt meðan árabátaútgerð var aðal-
útgerð við Faxaflóa sunnanverðan.
Meðan engar voru bryggjurnar
fyrir skip að leggjast að, var hafnar-
aðstaðan miklu betri í Hafnarfirði en
Reykjavík og Hafnfirðingar og ná-
grannarnir, Vatnsleysustrandar-
menn bjuggu betur að heimamönn-
um vönum þilskipum en Reykvíking-
ar. Jagtaútgerð hafði aldrei fallið
niður á Vatnsleysuströnd frá því í
byrjun aldarinnar. Jón Sighvatsson í
Njarðvík, Jón Daníelsson í Vogum,
Árni Magnússon í Hólakoti og Egill í
Minni-Vogum, áttu allir þilskip allt
frá 1818, og þessi skip höfðu aðstöðu í
Hafnarfirði, annarsstaðar var ekki
aðstaða fyrir þau, og svo voru alla
19du öldina danskar jagtir í sókn frá
Hafnarfirði og íslendingar mönnuðu
þær að hluta. Á þessum stöðum í og
við Hafnarfjörð hefur því verið
miklu meira af vönum þilskipamönn-
um en í Reykjavík ásamt betri höfn.
En þetta gekk nú svo fyrir sig að
kútterarnir héldu áfram að flykkjast
til Reykjavíkur og byggðir að eyðast
af sjómönnum syðra.
En Hafnarfjörður var ekki öllum
heillum horfinn og rothögg er ekki
alltaf dauðahögg, fremur hitt oftast
að menn ranki við sér og rísi aftur á
fætur.
Jarlarnir
Meðan þessar ófarir Hafnfirðinga
og nærsveita voru að ganga yfir, var
svo um þá tvo menn, sem urðu for-
yztumenn í viðreisn staðarins, að
annar þeirra var enn í sjómennsk-
unni, skipstjóri á kútter Himalaya,
en hinn útvegsbóndi og formaður úti
í Hlíð í Garðahverfi. Þeir urðu jarlar
í Friðinum, þessir tveir, um langan
aldur, höfðu þar mikinn atvinnu-
rekstur og verzlun, voru áhrifamenn
í bæjarmálum og báðir alþingis-
menn.
Ágúst Flygenring kemur til sög-
unnar í Firðinum sem skipstjóri.
Hann kom til Hafnarfjarðar 1888 til
að taka við skipstjórn á litlum kútter,
Svend, sem séra Þórarinn átti og var
með hann í 8 ár. Þá fer Ágúst til
Noregs að kaupa stærra skip fyrir
Þórarinn og keypti þá kútterinn
Himalaya 1892, og var skipstjóri á því
skipi til ársins 1900, að hann hætti
skipstjórn og hóf útgerð og verzlun.
Einar Þorgilsson varð afturámóti
fyrstur manna til að bregðast við í
verzlunarmálinu, þegar verzlanirn-
ar, Knudtzonaverzlun og Linnets-
verzlun voru að hætta rekstri.
Einar stofnaði þá 1895 Pöntunar-
félag í Firðinum og veitti því forstöðu
í tíu ár, en sjálfur byrjaði hann að
verzla á Óseyri, sem hann hafði
keypt árið 1900. Árið 1897 varð Einar
hreppstjóri Garðahrepps og þar með
Hafnfirðinga og gekkst þá fyrir
stofnun útgerðarfélags, þilskipafé-
lags Garðhverfinga, til kaupa á kútt-
er, svo að segja má að Einar brigði
hart við, þegar hann sá hvað var að
gerast í Reykjavík.
Kútterinn hét Garðar og var 71
tonn. Hann var í útgerð 1898 og fisk-
aði vel. Árið 1899 voru einu þilskipin
fyrir landi í Hafnarfirði, Himalaya og
Garðar og fiskuðu ágætlega, Hima-
laya 29794 fiska en Garðar 37000
fiska. Tveimur mönnum fleira var á
Garðari eða 20 menn, en 18 á Hima-
laya.
Einar seldi kútterinn Garðar þetta
ár og þilskipafélag Garðhverfinga
var lagt niður en stofnað annað, Ut-
gerðarfélagið við Hafnarfjörð, og
það keypti kútterinn Surprise, 70
tonn, árið 1900 og síðan annan kútter
minni, Litlu-Rósu 54 tonn, árið eftir
og leigði þriðja kútterinn, Róbert 85
tonn, sem Einar keypti hlut í síðar.
Þannig var Einar kominn í gang með
mikla kútteraútgerð strax 1901 og
jafnframt þessu var Einar þá kominn
með mikla fiskverkun og fiskkaup og
verzlun á Óseyri.
Það gekk hratt fyrir Ágústi líka.
Hann hafði byrjað sína verzlun árið
1900 í vörugeymsluhúsi útí Akur-
gerði (Klifið) og fljótlega reisti hann
verzlunarhús og jók rekstur sinn ört,
of ört. Árið 1908 átti hann orðið fjóra
kúttera og gufuskipið Leslie, sem
hann hóf síldveiðar á frá Hafnarfirði,
en þetta ár 1908 seldi hann fyrirtæki
sitt Copeland & Berrie, þá kominn í
fjárþröng, en var þar áfram meðeig-
andi og framkvæmdarstjóri og þessi
drift hélt áfram. Síðar keypti Flyg-
enring fyrirtæki sitt aftur.
En nú víkur sögunni til þess að lyft
var undir Hafnarfjörð úr þeirri lægð,
sem hann var kominn í árið 1900, úr
óvæntri átt.
Vestan af Bíldudal kom maður
með 5 kúttera (urðu 6) og sá maður
kom á eigin gufuskipi til Fjarðarins.
Þetta var Pétur J. Thorsteinsson.