Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 89

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 89
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 87 Hrauninu, og Arahúsfeðgar: Jóel Friðriksson og synir: Ingvar, Ólafur Þorleifur og Guðmundur. Ur Linnetsvör eða fjöru fóru eink- um þessir: Jón Jónsson í Hraunprýði, svo sonur hans, Ólafur. Fá skip Hafn- firðinga munu þá hafa borið nafn. I>ó bar skip Jóns í Hraunprýði nafn og hét „Sæbjörg hin farsæla“. Ekki get ég fullyrt, hvort skip þetta var sexær- ingur eða áttæringur, held þó að átt- æringur hafi verið. Þá fóru einnig úr Linnetsvör bræðurnir Hinrik og Ein- ar Jóhannessynir Hansen, miklir aflamenn. Úr Linnetsvör munu einn- ighafafarið: Theodór A. Mathiesen, Jón Siggason og ef til vill fleiri. Úr Ziemsensvör munu hafa farið Þorlákur Þorláksson á Stakkastæð- inu, þar til hann gerðist skipstjóri á litlum dekkbát, er hann átti og „Alfa“ hét. Sennilega hefur einnig þaðan farið Guðmundur Einarsson á Hól og ef til vill fleiri. Öllum stærri skipum, fjörkum og áttæringum, var aðeins róið yfir vetr- arvertíðina, þ.e. frá Kyndilmessu til 11. maí, Lokadags. (Undarlegt er þetta orðalag að „fara“ úr vör, í stað reri úr vör, og ekki síður orðið „fjarkar“ um fjagra- mannaför. A.J.). Svipazt um sunnan lækjar Venjulega var fábreytt götulíf í Hafnarfirði sunnan lækjar, og stafaði einkum af því, að húsin á þessu svæði voru oll spölkorn frá götunni, hvort heldur var í Brekkunni eða á Möl- inni. Það urðu því oftast fáir á leið þess, sem suður fyrir hann kom, þar til vestast kom á Malarenda. Þar var brú yfir lækinn og allmiklu nær sjó heldur en núverandi brú er. Brú þessi var svo mjó, að með naumind- um gátu tveir hestar farið samhliða um. Þegar að læknum kom, fór fólki að fjölga, bæði eldra fólki og yngra. Flestir þeirra fullorðnu áttu erindi við lækinn. Varla var sá rúmhelgur dagur í ársins hring, að ekki væri vestan við lækinn röð af fólki, eink- um þó konum, að skola þvott og klappa. Þarna var því oftast mikill kliður. klapphljóð á ýmsum nótum og raddir fólks á enn fleiri nótum. Ofan við þetta berjandi og talandi fólk voru svo vatnsberarnir, þeir, sem höfðu það að lífsstarfi að bera þessa nauðsynjavöru — vatnið — í hús annarra manna. Margt af þessu fólki var þögult fólk, sem virtist hafa talað út og hefði því ekkert meira að segja, sízt í margmenni, sem oft var við lækinn. Ég hef framar í minningum þess- um lítillega minnzt á vatnsburð Hafnfirðinga, einkanlega þeirra, sem segja má að væri þeirra aðal- starf, og fer því ekki frekar orðum um það hér. Fram yfir það tímabil, sem hér um ræðir, skipti Hamarskotslækurinn meira máli fyrir byggðarlagið heldur en síðar varð. Þá var hann aðalvatns- ból meginhluta byggðarinnar og að- alþvottastöð. Hann varð einnig að vetrinum aðalskautasvell og leik- vangur barna og ungmenna. Kring- um eða upp úr miðri nítjándu öld byggði Linnet kaupmaður korn- myllu í læknum. Myllukofanum var valinn staður í miðju lækjarins móts við efri hluta trésmiðjunnar Dvergs. Nokkurt korn var malað í myllu þess- ari, en fallinn var þessi myllukofi 1890, sennilega nokkru fyrr. Kvarn- arsteinar, annar eða báðir, munu nú vera í eigu Byggðarsafns Hafnar- fjarðar, þökk sé Gísla Sigurðssyni lögregluþjóni staðarins. Lækurinn gerði meira en hér hefur verið nefnt, hann skipti löndum, ef svo má segja, hann skipti byggðinni, fólkinu. Ekki þurfti þó þar til neina landamæraverði, þar eð allt fór fram í friði og spekt við þá línu. Ég get þó hér til gamans lítils atviks eða hvað ég á að nefna það. Þetta var nokkurs konar blaðadeila. Tveir unglingspilt- ar, kannski rúmlega fermdir, áttu heima í næsta nágrenni lækjarins, annar vestan megin, hinn sunnan megin. Þetta var á síðustu árum síð- ustu aldar. Ekki man ég, hvor þeirra fyrr hóf blaðamennskuna. Þetta voru handskrifuð blöð í þó nokkrum ein- tökum. Þessir ritstjórar hétu Þor- valdur, er var norðanmaður, hinn Guðmundur, er var sunnanmaður. Blað Þorvalds hét Sunni. Blað Guð- mundar hét Dvergur. Báðir voru rit- stjórarnir greindir vel og allgóðir skrifarar. Ekki höfðu blöðin lengi komið út, er nökkrar ýfingar fóru að verða með þeim. Það má deila um fleira en stjórnmál, því að það voru þessi blöð laus við. Nokkrir menn, ritstjórunum eldri, áttu greinar í blöðum þessum, og bar þó nokkuð margt á góma. Smáfréttir voru þar úr heimaslóðum hvors blaðs, auk þess smáfróðleiksgreinar og skrýtlur. Ég held, að hvort blað hafi kostað 5 aura. Líklega er ekkert lengur til af blöðum þessum. Báðir ritstjórarnir dóu á bezta aldri. Snemma á síðasta fjórðungi hinnar síðustu aldar héldu tveir ungir menn í Hafnarfirði út blaði vikulega, aðeins skrifuðu. Þessir ungu menn voru þeir Knútur Zimsen, sonur Kristjáns Zimsens kaupmanns, og Karl Proppé. Annar átti heima vestan lækjar, hinn sunnan lækjar. Þannig endurtekur sagan sig mörgum árum seinna, að því undanteknu, að þeir Knútur rituðu sama blaðið, en hinir höfðu hvor sitt málgagn og voru vit- anlega andstæðingar. Ekki man ég hvað blað þeirra Knúts og Karls hét. Það var blað til fróðleiks og skemmt- unar og ekki ólíklegt, að gamli Zim- sen hafi lagt þar eitthvað gamansamt til. Ég held, að þær smávægilegu orðahnippingar Sunna og Dvergs hafi verið fyrsti vottur hreppa- eða byggðapólitíkur, sem um getur í Hafnarfirði, og ef til vill sá eini, þótt mér sé ekki vel kunnugt um það. Byggðin vestan lækjar var aðal- byggðarkjarninn. Þarna voru lengi aðalverzlanirnar og þar var helzt vinnu von. Sunnan lækjar mun lengi hafa aðeins verið búið á tveimur jörðum: á Hamarskoti, sem var kirkjujörð Garðakirkju, og á Jófríð- arstöðum, sem nokkuð snemma varð bændaeign. Þessar jarðir áttu land allt að sjó, milli Hamarskotslækjar og Flensborgarlækjar, eða Ásbúðar- lækjar, er mun vera hans uppruna- lega nafn. Báðar áttu jarðir þessar nokkurt uppland. Á Jófríðarstöðum mun oftast hafa verið búið allvel, og tvíbýli var þar lengi, og hélzt svo fram yfir síðustu aldamót.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.