Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 91

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 91
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 89 Reykjavíkur og Hafnarfjarðar þjóð- hátíðarsumarið 1874. Dag þann, sem kóngurinn kom til Hafnarfjarðar, voru vegagerðar- menn að vinnu sinni. Þegar þeir sáu til ferða konungs og fylgdarliðs hans, röðuðu verkamennirnir séu upp báð- um megin vegar og heilsuðu og fögn- uðu konungi. Konungur stöðvaði hest sinn milli raða verkamanna, tók nokkrum sinnum handfylli af silfur- mynt úr vösum sínum og stráði á veg- inn. þar sem hann var sléttur. Þegar konungurinn hélt ferð sinni áfram, varð nokkur handagangur við að ná í eitthvað af aurunum, sem meira var til minningar heldur en til nota. (Þeir lytu ekki að þessu núna Hafnfirðing- arnir Á.J.). Frá þessu sagði mér skömmu eftir aldamótin einn verkamanna vegar- ins. Maður þessi var ágætlega greind- ur, heiðursmaður og sannorður. Ég hef því ekki efazt um sannleiksgildi þessa atviks. Að lokinni þessari vegabót hélt Zimsen verkamönnum og verkstjóra rausnarlega veizlu. Eitt, sem Zimsen tók upp og var áður og síðar algjörlega óþekkt í Hafnarfirði, var, að á haustin, þegar sumarvinnu verkafólks úti við var lokið, bauð hann öllu verkafólki, sem hjá honum hafði unnið, og sennilega einhverjum fleiri, á sam- komu í stóru og rúmgóðu pakkhúsi. Þarna voru ýmis skemmtiatriði, sem Zimsen var sjálfur lífið og sálin í. Zimsen var hinn mesti gleðimaður og kunni að skemmta fólki með margs'konar leikjum og ýmsu þar áður óþekktu. T.d. var Zimsen vel hagmæltur og orti þá ýmist á dönsku eða íslenzku. Veitingar voru þarna miklar og vitanlega gefnar af honum. Var þar kaffi og brauð, eins og hver vildi hafa, svo og púns handa þeim, sem það vildu. Heldur mun Zimsen hafa verið það til angurs, ef menn gættu ekki nokkuð hófs í víndrykkju, þar eð sjálfur var hann hinn mesti hófsmað- ur á vín og gerði víni yfirleitt lítil skil og fór vel með það á allan hátt. Sam- komur þessar voru ávallt nefndar „Pakkhúsböll“, þar eð allmikill tími skemmtunarinnar fór í dans. Það var haft á orði í Hafnarfirði, að unglingsmanni, sennilega einum í verkafólkshópi Zimsens, hafi á einu pakkhúsballinu þótt púnsið helzt til gott, líklega lítt vanur þeim drykk, og endaði með því, að hann sofnaði, en nú mundi sagt, að hann hefði dá- ið. Þetta mun Zimsen hafa þótt leið- inlegt og bað menn bera manninn heim. Þegar mennirnir hefja mann- inn á loft, raknar hann nokkuð við og segir: „Berið mig þangað, sem púns- ið er“. Varþetta lengi haft að orðtaki í Hafnarfirði. Þjóðhátíðarárið 1874 voru þjóðhá- tíðir haldnar víða um landið og má lesa um þetta nokkuð í bókinni „Þjóðhátíðin 1874“. — Hafnfirðing- ar höfðu einnig sína þjóðhátíð, sem haldin var á Hvaleyri 22. ágúst 1874. Aðallega mun það hafa verið Krist- ján. Zimsen kaupmaður, sem kom þeirri hátíð á stað og stjórnaði þar, og var þar líf og sál, svo sem á öllum skemmtunum og mannfundum. Hann var alls staðar hrókur alls fagn- aðar, hvar sem hann kom. Auk ýmissa starfa, sem hlóðust á Zimsen í Hafnarfirði í þarfir hrepps- ins, var þó eitt og annað, sem hann hafði á prjónunum, er hann ætlaði að koma í framkvæmd fyrir kauptúnið, en vera hans þar entist ekki til að koma því öllu fram. Svo að nokkuð af því sé nefnt, ætlaði hann að gera Hörðuvelli að útisamkomu- og skemmtistað kauptúnsins. Hann lét í því skyni smíða fallega brú á lækinn á móts við vellina neðarlega. Hann lét slétta neðsta hluta vallanna og hlaða allmikinn grjótgarð vestan við þá flöt, og náði sá garður út í lækinn. Þannig ætlaði hann að slétta mest af völlunum, bæði til ræktunar og fólki til skemmtunar. Zimsen var öðlingsmaður í hví- vetna, framfara- og hugsjónamaður, kom alls staðar fram til góðs og ást- sæll meðal Hafnfirðinga. Kristján Zimsen hafði brátt fleira með höndum í Reykjavík heldur en verzlun. Hann gerðist brátt aðal- konsúll Frakka, sem var umfangs- mikið starf, þar eð Frakkar sóttu á þeim árum mikið til íslandsmiða. Hann hefur einnig fljótlega af- greiðslumaður Sameinaða gufu- skipafélagsins danska, sem hélt uppi aðalsiglingum til landsins um langan aldur. Zimsen andaðist í Revkjavík 1908. A A Briemsplássi Þegar sögumaður okkar hafði skoðað sig um á göngu sinni um Linnetspláss og Zimsenspláss, en svo var svæði það nefnt, sem var milli verzlunarhúss Zimsens og sjávar og var allstórt í tíð Zimsens, hélt hann vestur á vestasta og síðsta plássið. Það tók hann fáar mínútur að ganga vestur með húsaröðinni, þar til hann kemur á Briemsplássið og þar með á hlað hins forna býlis Akur- gerðis. Lengi fram eftir, jafnvel allt til síðustu aldamóta, nefndi fólk, einkum úr Vesturfirðinum, stað þennan venjulega með nafni hinnar fornu jarðar; og elztu menn þess tíma vildu benda á, hvar bæjarhúsin hefðu verið. Með nýju fólki og nýjum tíma féll þetta úr málinu, og mér finnst leitt til þess að vita, að Hafnfirðingar skuli ekki hafa haldið þessu forna nafni við á einhverjum bletti eða götu þar í vesturbænum. Akurgerði er allforn verzlunar- staður, og sátu þar löngum erlendir (danskir) kaupmenn, og koma þar ýmsir við sögu. Þarna voru svo- nefndu selstöðuverzlanir. — “ Saga Akurgerðis kemur fram á öðrum stað í blaðinu, þar sem segir frá Bjarna Sívertsen og Knudtzons- verzlun. Gunnlaugur E. Briem var síðasti verzlunarstjóri Knudtzons- verzlunar eða frá 1885 þar til hann lézt 1897 og Knudtzonsverzlun var hætt. Samkvæmt því, sem Ólafur segir hlaut Briemsnafnið á síðasta tug aldarinnar af þessum síðasta verzlunarstjóra, sem var vinsæll maður. Áður hafði það verið kennt við Bjarna Sívertsen og síðan Knudt- zon. Eftir nokkur eigendaskipti keypti Brydeverzlun Akurgerðis- eignina 1901, og rak þar mikla verzl- un og skútuútgerð í áratug eða fram til 1910 — þá er og það um Akurgerði að segja, í raun voru allar nefndar verzlanir í Akurgerðislandi, þar sem það náði inn að Hamarkotslæk, en eins og fram kemur hjá Ólafi miðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.