Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 92
90
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
hann við og svo hefur verið í munni
fólks „hlað hins forna býlis, Akur-
gerðis,“ þegar hann ræðir um
„Briemspláss."
„Á leið í Klifið
„Þótt plássin séu hér með öll heim-
sótt, telur maðurinn sig ekki enn
kominn á „hreppsendann“, þar eð
hann á eftir að koma við á Klifinu,
vestasta verzlunarstað kauptúnsins,
eins og þá var. Vegalengdin var ekki
mikil, 1-2 hundruð metrar, en nokk-
uð á brekku að sækja. Leiðin lá í
vestur, eftir mjóum götuslóða, einu
götunni gegnum kauptúnið. Ekkert
hús á vinstri hönd, aðeins allmyndar-
legt fiskþurrkunarsvæði, sem oft var
nefnt Nýja bólverk, og náði að rótum
hins forna Jaktakletts, sem talið var
að drægi nafn af, að þar lét Bjarni
riddari setja upp að minnsta kosti
hinar smærri jaktir sínar, og gamalt
fólk vildi segja, að þar hafi Bjarni
smíðað og látið smíða eitthvað af sín-
um fiskiskipum. Til hægri handar fer
maðurinn fram hjá vestasta vöru-
geymsluhúsi hinna gömlu verzlana
þar á staðnum, og mun þá hafa verið
með elztu húsum í Vesturfirðinum,
mikið hús, allt af sterku timbri gert,
háreist með tvöföldu þaki af þykkum
borðum. Hús þetta var árlega bikað
að utan með koltjöru, og voru nokk-
ur hús þannig byggð og við haldið í
Hafnarfirði á þeim tíma. Hér umrætt
hús bar nafnið „Flensborgin" og var
keypt frá gömlu Flensborgarverzlun-
inni, þegar sú verzlun hætti störfum,
um árið 1875. Hús þetta hefur að
sjálfsögðu verið rifið, flutt sjóleiðina
yfir höfnina og sett upp aftur í Akur-
gerði í sama formi sem áður var. Upp
með Flensborginni að vestan lá gata,
sem gengin var til örfárra bæja, sem
voru þar uppi í hrauninu. Næstur var
lóðsbærinn. Þar bjuggu Jón lóðs og
kona hans, Margrét, og synir þeirra
þrír: Gísli, Sigurður og Guðmundur,
hann dó ungur maður. Allir báru
þeir bræður lóðsnafnið, þótt enginn
gegndi lóðsembætti nema Gísli, sem
mun hafa tekið við því að föður
þeirra bræðra látnum og gegndi því
til ársins 1920, að hann sagði af sér
hafnsögumannsstarfinu. Einnig
gegndi Gísli vitavarðarstarfi í Hafn-
arfirði um 30 ára skeið. Þessi störf
sem önnur, er hann vann, þar á með-
al mjög lengi fiskimatsstörf, leysti
Gísli af hendi af mikilli alúð og sam-
vizkusemi, og var heiðraður fyrir
störf sín af hafnarnefnd Hafnarfjarð-
ar.
Áður en maðurinn lagði upp í Klif-
ið, lá leið hans skammt frá Grútar-
gjótunni, er var vestan Flensborgar-
innar.
í Grútargjótunni voru á hlóðum
tveir miklir járnpottar, auk stórra
trékera, er í var losuð lifur, sem skút-
ur komu með í tunnum úr hverri
veiðiferð. Þarna loguðu eldar næst-
um dag og nótt allt vorið og sumarið
og bræddu lifrina, sem oftast var orð-
in að grút. Síðast, þegar búið var að
ná aðallýsinu, sem jafnótt var látið í
hreinar eikartunnur, var grúturinn
steinbræddur, og var það verð-
minnsta lýsið, sem þannig fékkst.
Steinbræðsla þurfti langa suðu.
Reynt var að fleyta sem mest af hrá-
lýsi, þ.e. sjálfrunnu, úr kerunum,
áður en farið var að bræða. Hrálýsi
var verðmætasta lýsið. Heldur þótti
þetta óþrifalegt starf, en hollt og
heilsusamlegt. Eitt er þó staðreynd,
að allra manna voru þeir hraustastir
og urðu allra karla elztir, sem þetta
höfðu jafnvel að ævistarfi meir en
hálft árið.
í Klifinu
Og svo er maðurinn kominn upp á
Klifið. Þar byrjaði fyrstur að verzla
Hafnfirðingur, Jón Bjarnason, árið
1886, og gerði fram undir aldamót.
Eftir það fluttist Jón til Reykjavíkur
og gerðist þá verzlunarstjóri við
verzlunina Edinborg þar. Jón var tal-
inn góður fiðluspilari og kenndi þá
list allmörgum, bæði í Hafnarfirði og
í Reykjavík.
Jón varð bráðkvaddur á Skóla-
vörðuholti, þar sem hann ásamt
fjölda annarra söfnuðust saman til að
horfa á hinn stórkostlega bruna, sem
varð í Hafnarfirði 1906, og enginn
vissi þá stundina, hve víðtækur sá
bruni gæti orðið, þar eð eldurinn var
búinn að ná fótfestu í kolabirgðum,
sem skiptu þúsundum smálesta af
mjög sterkum herskipakolum, sem
dönsku varðskipin Heimdallur og
Hekla áttu þarna í tveimur stórum
húsum, svo og hundruð smálesta úti
á hinu forna Zimsensplássi. Þessum
ógnareldsvoða skal ekki lýst nánar
hér, en vísað til Reykjavíkurblað-
anna, ef einhver vill kynnast þessum
atburði nánar. Aðeins skal þess get-
ið, að ástæða þess, að stórbruni þessi
varð þó ekki enn ógnarlegri, var
lognið, sem hélzt næstu dægur, svo
og það, að tvö íveruhús, sem næst
stóðu austan við stórt, gamalt vöru-
geymsluhús, fullt af herskipakolum,
voru rifin. Við niðurrif nefndra húsa
myndaðist allstórt autt svæði.
Við að horfa á það ógnarlega,
kolsvarta ský, sem þá grúfði yfir
Hafnarfirði, dó Jón kaupmaður
Bjarnason, sá gamli, góði Hafnfirð-
ingur. Enginn veit, hverjar hafa
verið síðustu hugsanir þessa aldurs-
hnigna, þreytta manns. Hann vissi,
að þar voru að verða eldinum að
bráð bernsku- og manndómsstöðvar
hans, þar sem hann hafði efalaust
lifað sín fegurstu ár. Þarna voru hans
ljúfustu minningar þessa lífs að
brenna. Þetta hefur hans þreytta
hjarta ekki þolað.
Ágúst Flygering verzlaði síðar,
eða skömmu eftir aldamótin 1900, í
hinni gömlu búð Jóns Bjarnasonar
og reisti síðan mikinn húsakost í Klif-
inu niður við götuna, verzlunar- og
vörugeymsluhús og hlóð bólverk til
varnar sjógangi á húsin og bryggju
byggði hann einnig þarna.“