Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 94

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 94
92 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ hafði þá haldið innreið sína á ísland með upphafi vélbátaútgerðar 1902-3 og komnir 60-70 litlir vélbátar í sóknina 1904. Þótt kútteraútgerð væri á þessum árum í sem mestum blóma voru menn vaknaðir til skiln- ings á því að það var vélaraflið, sem var framtíðin. Þegar vart varð ensku togaranna við suðurströndina 1889, þótti mönn- um mikil ógn steðja að landinu, og þegar svo þýskur togari kastaði þessu voðalega veiðarfæri, sem „skóf botn- inn og gereyddi öllu lífi“ í sjálfum Faxaflóa, þá tók í hnjúkana. Alþingi samþykkti svo snarlega bann við botnvörpuveiðum. Frumvarpið rann næstum á deginum í gegnum allar umræður í báðum deildum. President Herwig, svo hét togar- inn, hefur varla verið búinn að hífa upp hengilrifið netið, því að auðvitað hafði hann kastað blindandi á hraun- inu, þegar komið var í lög frá Alþingi bann við notkun botnvörpu. Þessa veiðarfæris, sem svo sagði um í 1. grein frumvarpsins 1889: „í landhelgi við Island skulu bann- aðar vera fiskveiðar með botnvörpu (þ.e. sú veiðiaðferð, að bundið er við vörpuna þungum járnhlekkjum, járnstöngum eða öðrum mjög þung- um hlutum, og hún síðan dregin með botninum með segl eða gufukrafti, svo að hún skefur botninn — kalla Englendingar það veiðarfæri trawl“. Þessi skýringarathugasemd var felld útúr frumvarpinu og það varð aðeins þessi eina lína, auk viðurlaga. 1. gr: í landhelgi við ísland skulu bannaðar vera fiskveiðar með botn- vörpu. 2. gr: Ef brotið er móti banni þessu, varðar það sektum 40-400 kr. er renna í landssjóð. Þau mál skal fara með sem opinber lögreglumál“. Þessi lagasetning jafngilti því, að hér yrðu engar togveiðar stundaðar í þennan tíma við Island, því að togar- ar gátu ekki togað nema á 60-70 faðma dýpi, höfðu ekki til þess kraft. Þegar svo ekki réðist við þennan ófögnuð fóru allar togveiðar að mestum hluta fram í íslenzkri land- helgi. Þótt ekki væri framfylgt á þess- um árum nema 4 sjóm. landhelgi frá nesjum (3 sjóm. 1901) og varð rétti- lega af hinn versti ófögnuður fyrir árabátaútveg landsmanna, sem var aðalútvegurinn, þilskipin enn fá og smá, svo sem lýst hefur verið. Togurum Englendinga fjölgaði ört og þeir fóru að þreifa fyrir sér víðar en fyrir Suður- og Suðausturlandi, og færðu sig vestur með Suðurströnd- inni og voru komnir í Faxaflóa með vissu 1896. Fyrsti íslenski togarinn Englendingar græddu mikið í sókn sinni hingað á þessum tíma, og það vissu margir framkvæmdamenn, ís- lenzkir, danskir og auðvitað enskir líka, og spurðu eðlilega, hvort ekki mætti eins græða á togaraútgerð frá íslandi. Og þær tilraunir hófust sem fyrr segir um aldamót og fyrsta til- raunin gerð frá Hafnarfirði af Pike Ward, þekktum fiskkaupmanni hér- lendis á þeim tíma (Wardfiskur- Labri) og í sama mund Vídalínsút- gerðin og síðar hver útgerðin af ann- arri, sem nefndar eru hér fyrr. Ekk- ert þeirra félaga náði árslokum 1901. (Togari IHF var að vísu í eign félags- ins framá 1902). Sem sagt langlífi þessara tilraunafélaga, þótt hátt væri risið í byrjun, 6 togarar hjá Vídalíns- félaginu og ekki minna byrjað hjá Garðarsfélaginu, með skipakost og framkvæmdir í landi. Höfuðmistökin voru almennt kunnáttuleysi til þess- arar útgerðar bæði til sjós og lands, og svo þetta algenga, félögin fjár- festu fyrir stórfé í skipum og fram- kvæmdum í landi, en höfðu svo ekki bolmagn til rekstrar, þegar tap varð á honum strax fyrsta árið, eins og jafn- an vill verða, þegar yfirvinna þarf byrjunarerfiðleika og þeir voru margir. Togaraútgerð þessara erlendu fé- laga, því að erlend voru þau, þótt nokkrir Islendingar komi við sögu þeirra, mættu mikilli andúð hérlend- is, einkum Vídalínsútgerðin við Faxaflóa. Baráttan við ensku togar- ana í landhelginni var þá sem áköf- ust, og fyrst og fremst í Faxaflóa, og erlent fjármagn heldur ekki vel séð í höndum útlendinga hérlendis. Það gekk erfiðlega fyrir Islendingum að skilja að peningar til uppbyggingar landsins voru seinfengnir með útgerð árabáta, og þá ekki hraðar í sauðfjár- búskapnum. I sjálfu sér voru menn þó ekki á móti erlendum peningum, það hefur aldrei vantað að eftir þeim væri leitað, en sú hugsun að útlend- ingar græði á okkur hefur alfarið verið okkur Islendingum mjög ógeð- felld, eins þó við græddum líka sjálf- ir. Það kom einnig til hjá mörgum, sem fest hafði fé í skútuútgerðinni, að þeir sáu framá samkeppni við hinn nýkeypta skútuflota, ef togara- útgerð lánaðist. Allt þetta lagðist á eitt um það, að reykvízku blöðin og með þeim allur almenningur fögnuðu ákaft brottför hinna 6 togara Vídalínsútgerðarinn- ar. En íslenzkir framkvæmdamenn ýmsir sáu að skútuflotinn var ekki framtíðarlausn. Það kom fljótt í Ijós, að það reyndist misjafnt um gróðann á þeim skipum, sem voru keypt göm- ul og slitin, og skútuskipstjórarnir tóku að þreytast á að liggja í byrleysi í höfnum vitandi togara í nógum fiski úti á miðunum, eða dorga á færi og slíta upp einn og einn fisk, en togara innbyrða fulla vörpu á sömu slóð. Það fór svo, að ekki lánaðist að gera héðan af íslandi út togara fyrr en að Islendingar stóðu sjálfir að verkum og sú tilraun væri í höndum manns, sem kynni að reka útgerð og kunni reyndar ekki að tapa. Utgerð fyrsta íslenzka togarans var í höndum Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði, og skipið gert út þaðan. Það er bláköld staðreynd, að í öllum þeim sveiflum upp og niður í fisk- verði og aflabrögðin á árunum 1900- 1921, varð hver einasti útgerðarmað- ur eða útgerðarfélag í Hafnarfirði gjaldþrota eða varð að selja fyrirtæki sitt vegna fjárskorts nema Einar Þor- gilsson. Hann stóð af sér allar sveifl- ur og hretviðri bæði með verzlun sína og útgerð. Hann var naskur í sölu- málum, Einar Þorgilsson. Ef mikið aflaðist þá gætti hann þess að kaupa aldrei meira en hann gæti komist yfir að verka vel, og ef svo bar til að honum fannst hann eiga hættulega mikinn fisk að vori, en á þessum tíma var markaðurinn mjög viðkvæmur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.