Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 98

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 98
96 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Þegar aflasældin aftur á móti var miðuð við lifraraflann, þá leituðu menn frekar eftir því að veiða stór- þorsk eða ufsa. Það skip, sem var með mesta lifur, var sagt aflahæsta skipið. Gamlir Hafnfirðingar hafa máski gaman að þessari töflu, sem hér fylg- ir og rifja upp það saltfisklíf, sem Hafnfirðingar áttu þetta árið, þessir miklu metkarlar við að landa saltfiski úr togurum. Fyrst er þá að rifja upp, það sem Tryggvi Ofeigsson segir um löndunarkarlana í Hafnarfirði: „Það var gaman að koma til Hafn- arfjarðar með mikinn fisk. Þeir voru ekki að tvínóna við hlutina, löndun- arkarlarnir þar, stukku á hvalbakinn tugir uppskipunarmanna, um leið og bógur skipsins kom að bryggjunni, búnir að opna lúgur og komnir niður í lest, áður en afturendi skipsins var kominn að og búið að festa skipið. Það mátti sjá góð handtök við losun- ina, ekki síður en um borð í þessa daga. Sami andi ríkti við vinnuna, allir kepptust við og hver hvatti ann- an. Vinnuhraðinn var mikill og það hefði verið gaman að geta tekið kvik- mynd af vinnubrögðunum, þegar þeir voru í sem mestum ham, lönd- unarkarlarnir í Hafnarfirði. Það stóðu engir Hafnfirðingum á sporði við losun á þessum árum. Mér eru minnisstæðir sumir þess- ara víkinga, eins og Jón Einarsson verkstjóri. Hann sýndist ekki hár í loftinu, af því að hann var svo geysi- þrekinn. Hann hafði tveggja manna afl. Honum fylgdu fast eftir menn eins og Gísli Sigurgeirsson og Torfi Gíslason, annálaðir dugnaðarmenn báðir. Það er ekki vel sögð saga Hafnarfjarðar, sé ekki getið lönd- unarmannanna þar. Þeir ættu sann- arlega skilinn góðan kafla í þeirri sögu. Sem dæmi um afköstin má nefna, að væri komið inn að morgni, voru þeir búnir að losa fullt skip af saltfiski, oft um 200 tonn, að kvöldi, hátt á annað hundrað lifrartunnur og láta um borð 80-90 tonn af salti og 50-60 tonn af kolum. Allt klárt að kveldi til útferðar á ný. Meðalafköst þóttu það í Hafnarfirði, að losa 150 tonn af saltfiski og 140-150 föt lifrar og taka um borð salt og kol á 6 klukkutímum. Af sex saltfisktúrum þessa vertíð fór ég fjóra túra út sam- dægurs, en tvo túrana var farið laust eftir miðnætti.“ Þorbjörn Eyjólfsson, verkstjóri hjá Einari Þorgilssyni kann álíka sögu að segja, um afköst hafnfirsku löndunarkarlanna. Þorbjörn segir, að það hafi eitt sinn verið landað úr Garðari 140 tonnum á 4'A tíma og hann um leið kolaður og saltaður. Þá var Þorbjörn með 108 manns í vinn- unni við skipið en 45 stúlkur við að stafla upp fiskinum í fiskverkunar- húsinu. verkafólki, og hörð verkalýðsbarátta að verða landlæg. Hellyersbræður höfðu reynslu af sjómannaverkfalli (1929), og töldu sig eiga von á land- mannaverkfalli. Hellyersbræður voru ekki hrifnir af verkföllum. Það er alrangt, sem heyrst hefur að Hellyersbræður hafi hætt vegna verðfalls eða taprekstrar. Þeir geta varla hafa séð fyrir verðfallið haustið 1930. Það var gott fiskverð 1929. Hækkun krónunnar 21. okt. 1925 hefur heldur ekki bitnað á þeirri út- gerð með sama hætti og íslendingun- Saltfiskúthald Hafnarfjarðartogara 1925 Ceresio 4783 skpd. 1528 lifrarf. 275 úthaldsd. Dane 3381 - 969 - 176 - Earl Haig 4027 - 1332 - 235 - Earl Kitchener og General Birdwood 4124 - 1199 - 179 - Imperialist 5985 - 1936 - 261 - James Long 3364 - 958 - 162 - Kings Grey og Lord Fisher . 3084 - 1185 - 173 - Menja 4365 - 1309 - 225 - Rán 2720 - 626 - 143 - Suprise 5335 - 1664 - 250 - Ver 5777 - 1718 - 216 - Víðir 1952 - 541 - 139 - Walpole 4037 - 1404 - 221 - Ýmir 2625 - 663 - 155 - Geir 4206 - 1262 - 262 - Alls 59765 skpd. 18294 lifrarf. 3012 úthaldsd. Upp úr sjó er þessi afli: 35.738 tonn. Hellyersbræður hætta rekstri hér- lendis haustið 1929. Orsök þess að Hellyersbræður hættu var margskon- ar. Algengt er að telja aðalorsökina árekstur við bæjarstjórn Hafnar- fjarðar útaf skattamálum og skulda- málum, bærinn skuldaði útgerðinni. „Þeir ætla að skattleggja okkur burtu“, sögðu Hellyersbræður, en orsakirnar voru fleiri en skattamál. Togararnir voru orðnir svo margir í Hafnarfirði, að það var orðið erfitt að manna þá vönum mönnum, og einnig skortur á vönu fiskvinnslu- og um, en Kreppan hafði komið árinu fyrr við þjóðir almennt, en okkur ís- lendinga. Hellyersbræður gerðu sér máski betur ljóst en við íslendingar hvers vænta mátti í saltfisksmarkaðs- löndunum. Þetta er þó aðeins tilgáta, og hitt stendur óhaggað að þeim leizt ekkert orðið á aðstöðuna í Hafnar- firði. Brottför Hellyersbræðra haustið 1929, kom Hafnfirðingum á óvart, því að ekki var nema rúmt hálfnaður sá tími, sem þeir höfðu leyfi til að reka hérlendis (10 ár).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.