Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 111
SJÓMANNADAGSBLAÐiÐ
109
STÁLSKIP H.F.
Guðrún Lárusdóttir.
Þetta fyrirtæki á sér frásagnar-
verða sögu, þar sem það hef-
ur gert út síðasta síðutogar-
ann á íslandi, og lánaðist það, sem
engum datt í hug að gæti gerzt.
Fyrirtækið var stofnað 1970 og 1971
keypti Stálskip togarann Boston
Wellwale, á strandstað á Arnarnesi
við Djúp. Togarinn hafði þá legið þar
í 5 ár. Strandaði í svörtum byl og roki
22. desember 1966 og var haldinn
vera „total“ strand, eins og sagt var
um alónýtt strandað skip. Þetta skip
keypti Ágúst Sigurðsson, kona hans
Guðrún Lárusdóttir og Sigurður Eir-
íksson.
Ágúst lét gera skipið upp og skírði
það Rán, og Stálskip h.f. rak skipið í
9 ár. Það var síðasta skipið, sem Ás-
geir Gíslason var með, en hann var
mikill aflamaður.
Árið 1978 hóf Stálskip skuttogara-
útgerð, og keypti skozkan togara 449
tonn, sem skírður var Ýmir, og
tveimur árum síðar Hulltogara, frægt
aflaskip, C.S. Forester (reyndar
frægara sem síðutogarai, margfaldur
silfurhafi), og skírðu það skip Rán.
Það skip reyndist fyrirtækinu ekki
vel og var selt fljótlega. 1987 lét fyrir-
tækið smíða sér þann Ými, sem það
nú á 541 tonn, og 11989 keypti það
annan togara fransksmíðaðan, Sig-
urey, 491 tonn og á Stálskip þau skip
fyrir landi nú. Framkvæmdastjóri
Stálskips er Guðrún Lárusdóttir,
kona Ágústar, en Ágúst er stjórnar-
formaður félagsins.
Sjóli.
HF I SJOU
Haraldur Kristjánsson.
Ýmir.