Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 118
116
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ÝMSAR HAFNARFJARÐARMYNDIR
Það hefur gerzt fyrir Hafnfirðingum líkt og Reykvíkingum að myndir úr Sjómannadagshaldi hafa ekki verið
merktar um árin. Oft eru fólgnar gagnlegar heimildir í þessum myndum og því ættu Sjómannadagsmenn að
taka upp þá venju að merkja myndir. Þegar árin líða reynist oftast ógerningu að finna mann, sem veit með
vissu, hvað réttast sé um myndirnar. Hér var brugðið á það ráð, að láta Hafnfirðinga um að þekkja sjálfa sig og sína.
Hafnfirðingar fluttu Sjómannadagshaldið heim til sín 1954. Engar myndir munu til frá fyrstu árunum.
Nokkrir
Hafnarfjarðartogarar áranna
1947-1980
Af fyrstu Nýsköpunartogurunum,
sem komu til landsins á árunum
1947-49 átti Bæjarútgerðin, Bjarna
riddara og Júlí, Einar Þorgilsson
togarann Surprise, Venusarfélagið
togarana Röðul, Sviði h.f. og Hrím-
faxi h.f. togarann Garðar Þorsteins-
son. — Nýsköpunartogararnir tóku
að ganga kaupum og sölum strax á
sjötta áratugnum, og felstir munu
þeir hafa orðið sex eða sjö í Hafnar-
firði. Þessir togarar voru smíðaðir
eftir sömu teikningu og aðeins fáan-
legt að gera smávegis breytingar á
þeim, til dæmis hækka lunninguna
miðskips eða þessháttar að vilja
stöku útgerðarmanns, og mála skipin
að vild sinni.
Bjarni Riddari (1947).
Maí (1960). 982 tonn (Bæjarútgerðin).
Vélbátaútgerð Hafnfirðinga varð mikil á eftirstríðsárunum. Á
vertíðinni 1964 voru gerðir út 27 vélbátar. Bátalón, sem stofnað
var 1947 hafði smíðað 300 báta í nóvember 1960, frá einni uppí 12
lestir. Náttúrlega ekki alla fyrir Hafnfirðinga, en smábátum þar
fjölgaði ört, og þar hófust smíðar á frambyggðum smábátum.
Jón Gíslason gerði út 6 vélbáta 80-125 lesta, eða öllu heldur 9 um
tíma.
Júní (1973). Fyrsti skuttogari Hafnfirðinga 942 tonn. (Bæjar-
útgerðin.)