Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 59
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
59
Danmerkur. Hafði verið framið á hon-
um níðingsverk í ellinni, svikum beitt
og heitrofum, og þó hann væri við-
sjáll maður, þá er öll sú saga svo
hörmuleg að hverjum góðum dreng
má renna til rifja. Munu fá gamal-
menni orðið að tæma jafn beiskan
raunabikar sem þessi skapmikli höfð-
ingi. Dr. Jón Þorkelsson hefur kveðið
snilldarlega um Ögmund og minning
hans mun æ verða uppi á Islandi. Hér
ber líka að geta hans með heiðri og ís-
lenskir farmenn eiga ekki að gleyma
þessum ráðríka og stórbrotna skip-
stjóra frá fyrri tíð. Hann er gott dæmi
þess hve mikið táp gat þá verið í ís-
lendingum.
Ögmundur gerðist snemma sjó-
maður og var oft í förum til Noregs. í
tíð Stefáns biskups var hann skipherra
á skútu Skálholtsstaðar og sigldi
henni nokkrum sinnum til Noregs,
einnig eftir að hann var orðinn prest-
ur. Sjóferðir sínar mun hann hafa far-
ið að sumrinu og haldið þeim áfram
allt til ársins 1508. Biskup varð Ög-
mundur1521.
Það er auðvitað að í siglingum sín-
um hefur Ögmundur hreppt misjöfn
veður og stundum hrakninga, og er
sérstaklega getið um hrakning hans til
Grænlands í tveimur utanförum hans,
en ekki kemur mönnum saman um
hvenær annar hrakningurinn hafi orð-
ið. Þegar Ögmundur sigldi heim 1522
til þess að taka við biskupsstólnum
var hann á litlu skipi, áhöfnin aðeins
11 menn, að honum meðtöldum og
enginn stýrimaður innanborðs nema
Þjóðverji nokkur, sem aðeins hafði
einu sinni komið til Islands. Er því
ekki ólíklegt að Ögmundur hafi í ferð
þessari þurft á sinni gömlu sjó-
mennskukunnáttu að halda. I þessari
ferð er það víst að þá Ögmund hrakti
til Grænlands og Páll E. Ólafsson tel-
ur að hann hafi einng hrakist þangað
1519.“
Skammlíf tilraun til sjálfstæð-
ari verslunarhátta
„Skip þau er Skálholtsstóll átti
báru jafnan nafnið Þorlákssúðin og
var þess getið hér að framan er skip
staðarins „forgekk" árið 1381. En oft-
ar hreppti einhver Þorlákssúðanna
áföll. Ein Þorlákssúðin, gamalt skip.
Friðrik konungur V. Við hann voru „ Friðriksóskin “
og „ Friðriksvonin “ kenndar og þótt útgerðin lánað-
ist illa má samt sem áður virða þetta framtak við há-
tignina.
var við lýði fram á daga
Marteins biskups Ein-
arssonar. Þá brotnaði
hún við Eyrarbakka og
þar með var lokið sigl-
ingum á henni og ekki
átti Skálholtsstaður haf-
skip eftir það. Noregs-
ferð fór þetta skip þó
enn 1528. Skútan lá á
Eyrarbakka þegar hún
ekki var í siglingum,
stóð í nausti skammt
fyrir utan Skúmsstaði.
Skipherrar voru alla tíð
íslenskir, „allir nafn-
kenndir menn, svo sem
síra Þorleifur Eiríksson
á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð og Sæ-
mundur bróðir hans í
Ási í Holtum, en á síð-
ari árum Ögmundar
biskups er getið þeirra
Eyjólfs, sonar Kolgríms
eða Kollgríms ábóta
Konráðssonar í
Þykkvabæ, og Magnús-
ar Péturssonar Eiríks-
sonar...
Guðbrandur biskup
Þorláksson á Hólum
fékk leyfi konungs til
að hafa skip og nota
það til að birgja bisk-
upsstólinn að vörum. Það var 15.
mars 1580 að leyfið var veitt biskupi
og nokkrum öðrum og fengu þeir
verslunina í Skagafirði. Þeir keyptu
sér skip hjá Hamborgarmönnum, 60
lestir, en rétt á eftir týndist skipið í
hafi. Hefur það líklega verið 1581.
Þar með var þessari tilraun til sjálf-
stæðari verslunar lokið.“
Raunasaga Duggu-Eyvindar
„Ur þessu er varla um það að ræða
að Islendingar eigi hafskip fyrr en
löngu síðar, á 18. öld (duggur Skúla
fógeta). Heimildir eru þó um að fó-
getar tveir á Bessastöðum hafi látið
gera tvö haffær skip og mun annað
hafa siglt til Björgvinjar, en sam-
kvæmt annálum voru skip þessi smíð-
uð 1633 og 1651. Siglingar þeirra
voru þó vitaskuld í þágu fógetanna en
ekki Islendinga.
Þá verður að geta hér um Duggu-
Eyvind, þótt saga hans sé flestum
kunn. Eyvindur var uppi frá því um
1678- 1746. Hann réðst í það að
smíða haffæra duggu og er sagt að
hollenskir duggarar hafi séð smíðina
og líkað vel og gefið Eyvindi allan
reiða á hana, segl og akkeri. En
skömrnu eftir að smíðinni var lokið
strandaði duggan og brotnaði í spón.
Það mun hafa verið 1717.
Vallaannáll segir: „Þá brotnaði og
dugga sú við klappirnar þar útfrá ós-
inum (þ.e. Hofsósi) er Eyvindur Jóns-
son hafði smíðað nokkrum árum áður
og farið með til Grímseyjar og vestur
til Skagafjarðar. (Eyvindur átti fyrst
heima að Sauðakoti á Upsaströnd).
Var hann á duggunni það sinn og
komst með nauðum til lands...“ Aðrar
heimildir segja hins vegar að hann
hafi aðeins átt dugguna í eitt ár.
Framtak Duggu-Eyvindar hefur