Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 67

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 67
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67 Súðin var smíðuð í Þýskalandi 1895 og var strandsiglinga- skip hér við land. Olafur Tryggvason var á skipinu þegarþað varð fyrir hinni heiftarlegu loftárás 16. júní 1943. Bakið á mér var alblóðugt „En vorið 1943 réði ég mig til Rík- isskip um borð í Súðina í strandsigl- ingar. Á henni sigldum við frá Reykjavík til Þórshafnar og svo sömu leið til baka. Já, ég lenti í árásinni á Súðina. Þetta var þann 16. júní 1943 og við vorum á vesturleið. Þetta var í glampandi sól og alveg steikjandi hita. Við vorum á miðju sundinu milli Grímseyjar og lands. Þetta var um há- degisbil og ég var á leið fram í með heitt vatn í könnu, því ég hugðist þvo mér og þar var ekkert heitt vatn. Þá vitum við ekki fyrr til en yfir okkur birtist eins og svart ský í lofti. Þetta reyndist þá vera þýsk flugvél og ekk- ert smáferlíki, greinilega af stærstu gerð. Skipti nú engum togum að þeir létu skothríðina rigna yfir okkur. Eg komst niður um lúkarkappann en skrikaði þá fótur og rann niður allan stigann. En það furðulegasta var að allan tímann hélt ég á könnunni og það fór ekki úr henni dropi! Eg heyrði nú kveða við þessi líka litlu læti og hvelli. En eftir örlitla stund áttaði ég mig og fann þá að það var eins og eitt- hvað læki niður eftir bakinu á mér. Mér datt fyrst í hug hvort ég hefði svitnað svona. Eg var klæddur hvítri skyrtu og buxum og þreifaði nú eftir bakinu á mér — og í ljós kom að það var blóð. Síðar kom í ljós að skot hafði hæft lúkarinn og sprengjubrotin dreifst út um allt. Einhver þeirra höfðu lent í bakinu á mér, en sem bet- ur fer aðeins skrámað mig. Ég var í þunnum ermalausum bol og það get ég ságt þér að hann var eins og gata- sigti. Þegar árásinni virtist lokið fór ég upp og það fyrsta sem ég sá var að brúin var öll sundurtætt. Skorsteinn- inn var eins og gatasigti. Ögmundur Ólafsson, þriðji stýri- maður okkar, fékk skot í vöðva og sömuleiðis fékk rórmaðurinn, Guð- mundur Elí Kristinsson, skot og lifði aðeins tæpa klukkustund eftir þetta. Einn hásetanna, Hermann Jónsson, sem verið hafði að skafa og mála aft- an við brúna fékk skot í gegnum sig og lést samstundis. Þá fékk einn há- setanna sem staddur var bakborðs- megin skot í gegnum handleggsvöða. Einn kyndaranna sem var á frívakt hafði gengið sér aftur á bátadekk. Þar voru lífbátarnir fjórir og tveir þeir fremri stóðu senn í björtu báli. Þessi kyndari fékk skot í lær- vöðvann sem reif fótinn alveg niður í skóvarp. En hann lifði þetta þó af. Þjóðverjarnir köstuðu líka niður að okkur sprengju og hún fór það nærri okkur að botn- ventillinn fór úr skipinu við höggið. En þar var heppnin með okkur samt. Þegar sjórinn tók að buna inn var í honum svo mikið þang að það stöðv- aði lekann. Ekki veit ég hvemig hefði annars farið. Sjórinn í vélarúminu náði mönnunum þar niðri í bringu. Flugvélin fór tvívegis yfir skipið, tók svo stóran hring og flaug burtu. Gaf nú skipstjóri skipun um að yf- irgefa skipið. Var nú farið að afturbát- unum og þeir látnir síga í öldustokka hæð. Voru særðir menn og aðrir skip- verjar látnir fara í bátana og haldið frá skipinu. Áður en skipið var yfirgefið var gefið merki með eimpípunni til þess að vekja athygli á kringumstæð- unum.“ Árásin á Súðina var hrikaleg reynsla „Þrír breskir togarar voru þama nærri og við sáum að einn þeirra var með stóra byssu á keisnum. Samt hafði ekki unnist tími til að taka af henni seglábreiðuna þegar flugvélin birtist, en hún kom úr sólarátt. En við sáum að Bretarnir urðu svo hræddir að þeir hlupu allir eins og kjúklingar í felur. Bresku togarana létu þeir þó í friði, kannski af því að þeir sáu fall- byssuna. Tveir bresku togararnir komu nú til okkar, sá fyrri var Lames- dale H 548 og fóru allir um borð í hann til að byrja með. Varð það úr að hann tók þá særðu ásamt 1. stýri- manni og fór með þá til Húsavíkur, en skipstjóri og ósærðir menn af Súðinni héldu um borð í Súðina aftur. Tók annar breski togaranna, War Gray H 14, Súðina í tog, en hún var nú tals- vert mikið sigin og aðstoðuðu menn af Súðinni við að koma dráttartaugum í milli. Ekki tókst að slökkva eldinn. Eóru nú allir áhafnarmenn af Súðinni um borð í War Gray því menn voru ekki óhultir um borð. Slefaði nú tog- arinn skipinu inn til Húsavíkur. Þar kom slökkvilið sem slökkti eldinn í Súðinni, en sjúkralið frá hernum tók við þeim særðu. Þetta var hrikaleg reynsla og eftir- köstin andlega voru slæm. Til dæmis mátti maður ekki heyra í flugvél eftir að heim kom nema hlaupa í felur.“ Erfíð flugferð — hitti gamla kunningja „Ég hélt þó áfram að sigla hjá Rík- isskip á Súðinni um skeið, en rétt fyr- ir áramótin 1946-1947 lét Ríkisskip byggja tvö 400 lesta skip fyrir sig í Greenoch í Skotlandi. Þetta voru Skjaldbreið og Herðubreið. Ég réði mig sem bryta um borð í Herðubreið rétt fyrir jólin og fórum við átta út að sækja skipið. Ég fór út með banda- rískri leiguflugvél sem Loftleiðir leigðu af bandarísku félagi (vegna bruna Heklu á Ítalíu) sem hét „Northern Lights,“ og var áhöfnin samtíningur frá ýmsum flugfélögum. Þó voru um borð íslenskur flugstjóri og íslensk flugfreyja. En þegar á að fara að leggja af stað kemur maður og stoppar okkur, því einn hreyfillinn af fjórum var bilaður. Eftir langa bið var lagt af stað, en ekki vorum við komn- ir nema hálfa leið til Prestwick þegar hreyfillinn bilar enn. Þó var haldið áfram og flogið eins lágt og hægt var, því engar súrefnisgrímur voru um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.