Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 75

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 75
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75 Tundurdufl hefur losnað úr festum sínum og rekið á land. í óveðrum hér við land áttu þau til að springa ífjörugrjótinu og heyrðist hvellurinn þá inn til af- skekktustu bæja. Tundurduflin voru flutt um borð til okkar á prömmum, og ekki leið á löngu þar til við gátum á augabragði sagt til um það hvort um dufl væri að ræða sem liggja skyldu grunnt eða djúpt í sjó — og einnig hve langur leiðangurinn yrði. Adventure gat bor- ið 300 tundurdufl! Tveimur sólar- hringum áður en farið var að leggja duflin fór tundurspillir yfir svæðið þar sem átti að varpa þeim út og ákvarð- aði legu þeirra nákvæmlega. Þegar á vettvang var komið skipuðu skipin sér í samsíða röð með hálfrar mílu milli- bili. Hver maður um borð hafði sínu sérstaka hlutverki að gegna og aðset- ur mitt var útsýnisturn, sem kallaðist „Remote Control Office.“ Hann var fyrir framan brúna en gnæfði hátt upp yfir hana, og gluggarnir sneru í átt að skutnum. Þar gat ég fylgst náið með athöfnum allra skipanna og svo því hvemig lagning duflanna fór fram. Tundurduflunum var komið fyrir á litlum hjólavögnum sem runnu eftir járnbrautarteinum og þegar tekið var að leggja þau, runnu þau eftir teinun- um í hring meðfram báðum borð- stokkum frá vinstri til hægri á jöfnum og óbifanlegum hraða. Þegar þau voru komin alveg aftur að miðjum skut sáu tveir menn um að hrinda þeim af vögnunum í sjóinn. Þessir menn voru klæddir afar þykkum frökkum með hettu til þess að verjast kuldanum og voru gyrtir breiðum beltum með öryggislínu á. Klefinn minn í turninum var afar þröngur og aðeins búinn litlu skrif- borði sem skrúfað var í vegginn fyrir framan mig. Meðan á lagningu dufl- anna stóð fór allt rafmagn sem vélarn- ar gátu framleitt til þess að knýja tunduflalagningabúnaðinn, svo ekkert rafmagn var aflögu til þess að hita vistarverur áhafnarinnar. Ég var skyldaður til þess að hafa dyrnar á stálklefanum mínum galopnar og ég var við það að krókna úr kulda. En ég var þó ekki alveg ósáttur við lífið, þótt þarna yrði ég að sitja í átta til tíu klukkustundir í lotu — því oft gafst gott næði til þess að helga sig rúss- neskunáminu. Eitt sinn vorum við að leggja tund- urdufl á hafinu milli Reykjaness og Grænlands, en markmiðið var að fæla frá jafnt þau óvinaskip sem á yfir- borði sjávarins sigldu og svo kafbát- ana — og tryggja með því móti að skipalestir á leið til Murmansk og Archangelsk kæmust heilu og höldnu leiðar sinnar um þetta svæði. Tals- verður veltingur var en ágætis skyggni. Þótt ég væri niðursokkinn í málanámið þá þurfti ég ekki annað en líta upp til þess að sjá tundurduflin velta aftur af skipunum. Þau flutu í yfirborðinu nokkrar mínútur eða þar til akkeri, sem sjálfkrafa rann í sjóinn Breskt tundurdufl. Duflin áttu að verða óvirk ef þau slitnuðu upp, en vegna botngróðurs vildi sá útbúnaður festast og virk dufl rak óraleiðir. Hleðslan var skotbómull, en stundum önnur sprengiefni, trotyl, trinol eða novit. Við festar möruðu þau 2-5 metra undir yfirborði sjávar. á eftir hverju dufli, sökkti því og það hvarf. Þar með var duflið virkt og flaut nú á fyrirfram ákveðnu dýpi. Fyrir kom að eitt og eitt dufl sprakk fyrir slysni eftir að það kom í sjóinn og varð þá ógurleg sprenging. En þetta var sjaldgæft, einkum þegar lit- ið er til þess að við lögðum 2000 tundurdufl í hverjum leiðangri. Eitt sinn, þegar allt virtist í besta gengi, varð mér litið upp og sá þá að annar mannanna sem sá um að velta duflun- um út við skutinn á skipinu barðist heiftarlega við að losa beltið sitt af einu duflinu, en beltið hafði fest á ein- um af tökkunum á því. En hann dróst ásamt duflinu í sjóinn og þegar það hægt og hægt byrjaði að sökkva fór hann sömu leið. Ekki var viðlit að að- hafast neitt honum til bjargar....“ Hér látum við lokið að vitna í ævi- sögu Joe Walsh, en hann var á þessu sama skipi ekki all fjarri Noregi við tundurduflalagnir nokkru síðar. Fyrir honum átti að liggja að vera í tvö ár meðal Rússa við Hvítahaf þar sem hann fylgdist með vörum þeim sem skipalestirnar fluttu Rússum til að- stoðar í styrjöldinni. Síðar tók hann og þátt í Kyrrahafsstríðinu og er saga hans öll hin merkilegasta og ævin- týralegasta. En við verðum að tak- marka okkur við lýsingu hans á lífinu um borð í tundurduflalagningaskipinu og vonum að einhverjir þykist að fróðari. AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.