Blanda - 01.01.1936, Page 10
4
ir en a'örir menn, þá hættir þeim sérstaklega viö
aö vilja reyna að breiða yfir og fegra ýmislegt,
sem aflaga fer, ef það kemur annars ekki við þá
sjálfa, og líta þá ógæfumanninn augum fullrar
miskunnar. En þessi góði vilji þeirra til þess að
skilja allt og fyrirgefa vill þá stundum hafa það
til, að verða svo ríkur. að það bitnar á sannleik-
anum. Utan um morð Natans, eitt hið illyrmisleg-
asta hryÖjuverk, er almannarómur búinn aÖ vefja
hulu, ofinni úr miskunn við mannlegar ástríður og
geðbresti. Illvirkj-arnir eru nú búnir að fá á sig
hálfgerðan píslarvættisblæ, enda þótt þeir séu sekt-
inni íklæddir. En Natan hefur orðið heldur illa úti,
því að hann er í meðvitund manna orðinn að misk-
unnarlausum fanti, ef ekki manndjöfli, sem öllu
veldur óbeinlínis. Til sönnunar því, að þetta sé ekki
eins dæmi, má minna á það, að þegar bein Stein-
unnar frá Sjöundá voru tekin úr dysinni í holt-
unum fyrir austan Reykjavík fyrir nokkrum ár-
um og sett niður í kirkjugarðinum, var farið að
ræða það í fullri alvöru og opinberlega að reisa
henni minnisvarða, og jafnvel farið að boða til
samskota í þeim tilgangi.
Mannorð Natans, eins og það lifir nú, er ekki
gott. Hann er talinn hafa verið prettinn í peninga-
viðskiptum og jafnvel þjófur og ræningi. Hvað
mikið er hæft í því, er erfitt að segja nú, en eina
slíka ránssögu hefur Brynjólfi á Minna-Núpi tek-
izt að afsanna í riti sínu. Fótur hlýtur þó einhver
að vera fyrir þessum almannadómi, en ef til vill
ekki nema lítilfjörleg fjöður, sem með tímanum
hefur orðið að álitlegu hænsnabúi. Ekki er ólík-
legt, að dómur sá, er féll á Natan í Landsyfirrétt-
inum io. janúar 1825, fyrir hortugheit og ósvifni
í rétti, hafi getað valdið nokkru um þetta óorð