Blanda - 01.01.1936, Side 11
5
hans, því mál þetta var höfðaö út af grun, sem
á Helga nokkurn GuÖmundsson féll um mikinn
peningastuld, og féll jafnhliða grunur á Natan um
hlutdeild og þjófshylmingu; var Helgi sýknaður,
en Natan dæmdur í 15 vandarhagga hegningu. Þó
mun óorðið vera eldra, því að Natan hafði áður
komizt í kast við yfirvöldin út af svipuðu, og kom-
izt undan mjög nauðulega.
ÞaS er hlutverk þessarar ritgerðar að athuga,
hvort morSiö sé af þeim rótum runniS, sein nú er
almennt taliS í manna munni, og hvort moröiö eigi
þá linkind skilið, sem því hefur hlotnazt á síðari
tímum, svo og reyna aö draga upp mynd af Natan
sjálfum eftir þeim gögnum, sem til eru. Skilríki
öll um NatansmáliS eru í Þjóöskjalasafninu, og eru
réttarprófin mjög greinargóS um þaS, hvaS raun-
verulega hafi gerzt, en allt minna hefur veriö hirt
um þaS, aS reyna aS komast fyrir innri atvik máls-
ins, þau sem meS mönnunum sjálfum búa, enda
var þaS ekki siSur þeirrar tíöar, aS hnýsast í slíkt.
Þar eS önnur nothæf gögn eru ekki til um Natan,
skal meö stuöningi skjalanna í þjófshylmirgar-
málinu reynt aS gera grein fyrir skapgerS hans.
Er þar fyrst frá aS segja, aö þaö viröist í aöal-
málinu ekki vera neinn vafi á sekt hans um stuld-
inn og hylminguna, þótt ekki yrði það lögsannað,
og ekki heldur á því, aö hann væri aSalmaöurinn,
sem hafSi beitt fyrir sig Helga þessum, lítilsigldu
rolumenni. MáliS er því, aS því er til Natans tek-
ur, lítt prýöilegt.
I þessum málarekstri kom fyrir allóvanalegt at-
vik, sem kastar einkennilegu ljósi á Natan. Brynj-
ólfur á Minna-Núpi segir aS vísu frá þvi, en ekki
alveg rétt. Natan hafSi hvaS eftir annaS neitaö
allri hlutdeild sinni í stuldinum og allri hylmingu,