Blanda - 01.01.1936, Síða 13
7
viÖræÖu. Einnig er þaÖ svo ósennilegt, að nokkur
dómari myndi láta sig það henda, að ljúga upp viðtali
viö mann honum til sakaráfellis, og staöfesta þá
lýgi með eiði, eins og Blöndahl geröi viö framburð
sinn, a5 hiklaust veröur að leggja trúnað á um-
mæli hans. Það væri að vísu hugsanlegt, að iBlön-
dahl á eintalinu hefði beinlínis eða óbeinlínis kúg-
að Natan til þess að segja þetta, en það er þó sára
ólíklegt, því að annars hefði mátt búast við, að
Natan hefði kveðið upp úr með það, er hann stóð
fyrir öðrum dómara i málinu, Jóni sýslumanni
Espólín, og þegar margt manna var viðstatt, en
það hefur hann ekki gert. Honum virðist reyndar
hafa staðið nokkur stuggvir af Blöndahl, ef það er
þá ekki leikaraskapur í honum eða keskni, að hann
í réttarhaldi hjá Espólín segir: „Það tekur nú frá
mér minnið, að sú háttvirta persóna (þ.e. Blöndahl)
er hér við síðu mér, ásamt mínu skæða sjúkdóms-
tilfelli.“ Espólín tók þetta reyndar til greina, og
var skipt um sæti. Svipaðra er þetta látbragÖ þó
keskni en angist. Það er og eftirtakanlegt, að Nat-
an tekur aldrei fyrir það i réttarhöldunum, að hann
hafi sagt eitthvað þvílikt, sem Blöndahl ber á hann,
heldur vísar hann til fyrri réttarframburðar síns,
eða játar jafnvel, að framburöur Blöndahls kunni
að vera réttur. Eitt sinn gerir hann það með þess-
um orðum: „í mínu sjúkdómsráferíi kynni ég að
hafa þetta talað, því ég var sinnisveikur þann dag
sem fleiri,. en ekki man ég til þess. Þó man ég, að
einhver óhæfa var af sýslumanni á mig borin, sem
ég ekki vogaði að neita“. Eitt sinn hefur Natan
Þó afdráttarlitið tekið fyrir að samtal hans og
Blöndahls hafi farið fram á þá leið, sem Blön-
dahl sagöi; er það í varnarskjali til undirréttarins
sama dag og dómur gekk í málinu (16. sept. 1824).