Blanda - 01.01.1936, Page 17
11
isdala sekt; þetta tilboS hans verSur aS skoSast í
ljósi þess, aS hann var dæmdur vegna grunsemdar
um a'Ö hafa lcomizt yfir að minnsta kosti 120 dali
meö ófrjálsu móti, svo að þau hnífakaup, sem Nat-
an bauð réttinum, voru honum ekki í óhag.
Dómarar fyrri daga hafa óefað ekki gert sér far
um neina tiltakanlega kurteisi viS almúgamenn, enda
þúaði jBlöndahl sýslumaöur þá í réttinum báða, Nat-
an og Helga, sem meöákæröur var, einsog reyndar
flestöll vitnin líka. ÖSruvísi fór Jóni Espólín; hann
þúaði að vísu Helga, eins og fara gerði, en þéraði
allt af Natan og kallaði hann jafnvel Signor Natan
Ketilsson, en sá titill var ekki hafSur nema viS
„betri“ bændur eins og vísan sýnir:
Minn var faöir monsíur,
meÖ þaÖ varð hann séra,
síðan varð hann signíur,
en seinast tómur Þorlákur.
Og þegar Natan krafðist þess að vera kallaður
Lyngdahl, lét Espólín ekki standa á því.
Þegar þetta þjófnaðarmál kom fyrir landsyfir-
réttinn, er auSséö, aö Natan hefur ekki verið orð-
inn þjóðkunnur maður, eins og nú; það hefur vafa-
laust lítiS orð fariö af honum utan héraðs eöa
fjóröungs. AS minnsta kosti hefur Bjarni Thorar-
ensen, sem þá var meSdómandi í landsyfirréttinum,
ekki þá heyrt meira af honum en það, aS hann alls-
staSar í dómsatkvæSi sínu kallar hann Natan Þor-
kelsson. Landsyfirréttardómurinn ber mjög greini-
leg fingraför Magnúsar konferenzráSs Stephensen,
og er því ekki að furða, þó að Natani séu valin þau
ummæli, aS hann sé „illa kynntur maSur“, „aS mörg-
um óhæfum kunnur, óráSvendni og markleysum“
og hafi „hraklega og hrekkvíslega kynning“, því aS