Blanda - 01.01.1936, Page 18
12
Magnús hafSi það fyrir siö í tima og ótíma, aS velja
sökudólgum slík gifuryrði.
Þó að varasamt sé að álykta frá manni til manns,
jafnvel þótt bræður séu, er það ómótmælanlegt,
að Guðmundur, bróðir Natans, sem að vísu síðar
varð nýtur maður, hafði verið dæmdur fyrir þjófn-
að, og styðst það, sem Bynjólfur frá Minna-Núpi
segir, að Guðmundur hafi sér óafvitandi verið flek-
aður út í það, ekki við réttarprófin, þó að Guð-
mundur í framburði sínum vildi láta sýnast svo,
sem ekki er nema vonlegt. Guðmundur kom í próf-
unum yfir sér lítið óklaufalegar fram en Natan, og
orðar dómarinn það svo í dóminum, að Guðmund-
ur ,,bar sig líka að fyrir rétti eins og æfðir prakk-
arar og þjófar eru vanir að gera“.
Þó að orðrómurinn að visu kunni að hafa orð-
um aukið það nokkuð, er það áreiðanlegt, að Nat-
an hefur verið í meira lagi fjölþreifinn til eigna
annarra manna, þótt aldrei yrði hann sannur að
sök. Þrátt fyrir þennan ómótmælanlega breyzk-
leika, sem ekki þarf að vera neitt mannvonzku-
merki, gæti Natan í sjálfu sér hafa verið nokkuð
nýtur maður. í það virðist hann óefað hafa haft
ýmislegt. Svo hefir hann áreiðanlega verið maður
gáfaður, því bæði er það, að munnmælin hafa ekki
treyst sér til að hafa það af honum, og svo bera
vísur þær, sem til eru eptir hann, þess greinilegan
vott. Vísuna:
Það er feil á þinni mey,
þundur ála-bála,
að hún heila hefur ei
hurð fyrir mála-skála.,
hefur enginn heimskingi kveðið. Og þó hafa gáfur
hans verið afargloppóttar. Ekki virðist það t. d.