Blanda - 01.01.1936, Page 19
13
benda til neinnar sérlegrar gáfnaskerpu, aö Natan,
þegar hann fyrir rétti er spuröur aö aldri, segist
nú ekki geta svaraö upp á víst, en segist vera ná-
lægt 30 ára. — Nú á dögum fyndist manni ekki
mikið til um mann, sem ekki vissi, hvaö hann væri
gamall. — Framferöi Natans í þjófnaðarmálinu
cr og allt frekar en greindarlegt. Gáfurnar hljóta
því að hafa verið einhæfar. Natan var og bersýni-
lega framgjarn, og þó sá eiginleiki hafi fengið frek-
ar illt orö á sig, er hann óneitanlega þrekauki hverj-
um manni, en haföi, eins og þegar hefur verið
bent á, ekki tekið á sig heppilega mynd hjá Natani,
og má ef til vill kenna einhæfi hans um. Brellni
Natans í peningamálum og ófrómleikur kynni og i
ýmsra augum að vera nægileg sönnun fyrir mann-
kostaleysi hans, en þaö þarf ekki að vera. Slík
afbrot lýsa ekki mannvonzku, nema sérstaklega
standi á, og svo er ekki beint í þessum þjófnaðar-
málum Natans. Framkoma Natans meðan á mála-
ferlunum stóð við Helga þann, sem hann hafði att
á foraðið, er hins vegar glöggur vottur um illt inn-
ræti og eigingimi, sem einskis kann að svífast.
Almenn fégirni hans, og hvernig hún lýsir sér,
virðist og benda til sömu eiginleika.
Um viðskipti þeirra Natans og Rósu er svo að
kalla ekkert að styðjast viö, nema munnmælin ein,
en þeim viöskiptum var svo varið, að þótt vegir
Rósu og Natans hlytu um síðir að liggja hvor til
sinnar handar, hefði Natan átt að bera til hennar
ræktarsemi 0g órjúfandi vinarþel, eftir sem áður.
Enda þótt allt beri vott um afburðamannkosti þess-
arar konu, og enda þótt þeir hafi sennilega komið
fram við Natan manna mest, þá lýsa munnmælin
skilnaði þeirra svo, að honum hafi farizt illa við
hana 0g drengskaparlaust. Hið rnikla ljóðabréf