Blanda - 01.01.1936, Page 20
14
Rósu til Natans, sem Brynjólfur frá Minna-Núpi
prentar í sögu sinni og reyndar er frekar leirburö-
ur en hitt, styöur þá sögu mjög, og þó enn meir
vísa sú, er Natan kvaö, er hann hafði lesið þaö,
ef satt er:
Allt er þetta amorslega kveðiÖ.
Það hefur ruglað seljan seims,
sárkvalin af girndum heims.
Það þurfti sannarlega, eins og á stóð, meiri
mannvonzku til þessara orða, en margra þeirra at-
hafna, sem enn í dag eru taldir stórglæpir.
í þjófnaðarmáli Natans var Rósa kölluð sem
vitni, bæði um ákveðnar athafnir hans og um hegð-
un hans almennt. Það var hún, ein af öllum vitn-
um, sem har það, að hún hefði ekki aðeins ekk-
ert illt til Natans að segja, heldur beinlínis reynt
af honum drengskap. Þetta var liðugum 2 mánuðum
eptir að Súsanna dóttir þeirra fæddist, tæpum mán-
uði eptir að hún andaðist og liðugum 8 mánuðum
eptir að Natan fluttist að Illugastöðum. Það er því
liklegt, að enn hafi allt verið með fullri blíðu með
þeim Natani og henni, eða hafi Natani verið ann-
að í huga, hefur hann enn ekki verið búinn aS gera
það uppskátt við Rósu. Rósa ber um einstakar at-
hafnir Natans alveg satt og rétt, og skiptir hvorki
framburður hennar í heild sinni né einstök atriði
úr honum neinu máli um sekt Natans. Þó þvertók
Natan með óþvegnum orðum fyrir það, að frásögn
hennar væri rétt í einu atriði, sem engu máli skipti,
sagði hana ljúga því og þar fram eftir götunum, og
fór illa á því, eins og á stóð.
Þó að það komi ekki þessu máli beinlínis við,
má geta þess hér, að lítið er sennilegt, að þau Nat-
an og Rósa hafi getið önnur börn en Súsönnu, þá