Blanda - 01.01.1936, Page 22
i6
hresti sína aS erfðum, en gera mætti sér þaS í hug-
arlund. Svo sem sagt hefur verið, er þaÖ allvar-
hugavert a'ö álykta frá manni til manns, jafnvel
þótt bræöur séu, en svo viröist sem Guðmundur
Ketilsson, bróÖir Natans, hafi verið bæði ófyrirleitn-
ari og skapharöari en almennt gerist, sem sést
af alkunnu dæmi. Er búið var aö dæma þau Agn-
esi og Friðrik til dauða fyrir morð Natans, þótti of
kostnaðarsamt að flytja þau til Kaupmannahafnar til
aftöku, og varð úr að gera það heima i héraði. Er til
kom, varð sýslumaður í standandi vandræðum me'ð
að fá mann til verksins. Þó að Húnvetningar um það
leyti, eins og glæpamál þaðan sýna, ekki létu allt fyrir
brjósti brenna, var þetta verk, sem þeir ekki vildu
leggja sig í, jafnvel þótt í þjónustu svonefndrar rétt-
vísi væri. Loksins bauðst Guðmundur til þess að gera
það 'fyrir 60 dali, en það voru þá miklir peningar.
Hvað sem allri réttvísi líður, er þetta viðbjóðslegt
verk, og því furSulegra, að Guðmundur skyldi
leggja sig í það sem hann var svo nákominn mál-
inu. Þegar sýslumaður bað amtiS um skipunarbréf
handa GuSmundi til aS fremja aftökuna, taldi hann
honum þaS til gildis, að hann væri „koldblodig"
(kjarkgóður), en auðvitaS er meS því í slíku sam-
bandi átt við þaS, aS hann léti ekki allt fyrir brjósti
brenna. ÞaS kom síSan hátíSlegt og skringilegt
skipunarbréf frá amtinu í kancellístíl svo nefndum
og á dönsku, og sama dag enn skringilegri leiðar-
visir um meSferS GuSmundar dagana fyrir aftök-
una, þar sem meSal annars segir, að GuSmundur
megi „ekki neyta nema mjög lítils áfengis" fyrir af-
tökuna, og hefur þaS þá eptir þeim bókum samt
eitthvaö þurft aS vera eptir hugsunarhætti þeirr-
ar tíðar. Eiður sá, sem talið er, að Guðmundur hafi
átt aS vinna, aS sér gengi ekki hefndarhugur til