Blanda - 01.01.1936, Page 24
i8
gat tilkynnt amtinu, a'Ö GuÖmundur hefÖi gefiÖ fá-
tækum peningana, en kraf'öist þess í staðinn, að
sér væri greiddur ferða- og frátafarkostnaður eptir
reikningi. Hvort hann hefur fengiÖ það, sést ekki.
en amtmaður skipaði sýslumanni að þakka Guð-
mundi hugrekki sitt og hleypidómaleysi, sem sýslu-
maður gerði skriflega, og hefur það skrif vafa-
laust átt að vera einskonar verndarbréf Guðmundi
til handa gegn almenningsálitinu. Af þessu er það
ljóst, að Guðmundur hefur ekki síður verið fégjarn
og harðbrjósta en Natan.
Þá er enn sú spurning, hvort geðslag og gáfna-
far Natans hafi frá náttúrunnar hendi verið eitis og
síðar varð, og hvort ólán hans og auðnuleysi hafi
ekki haft tilfallandi orsök. Þessar hliðar á lund Nat-
ans sýnast hafa verið harla ósamstæðar og glopp-
óttar. Sé frásagan af utanför Natans og tilefni
hennar rétt, þá virðist hann í þann svipinn hafa
’naft huga á því að veita framgirni sinni eðlilega
framrás, en að óviðráðanleg örlög hafi svo sett fyr-
ir hann fæturna, svo að hann hafi enga útvegi
getað séð. Það er harla mannlegt, þegar svo stend-
ur á, að vilja heldur hætta á að ganga glapstigu
til þess að reyna að smjúga fram hjá örlögunum,
heldur en að láta þau aftra sér, og fáum hefur
getað legið það eins nærri og manni með jafn-
gallaðri gerð og Natan. Hann hefur vafalaust, eins
og hann var gerður, mikið síður en aðrir sett fyrir
sig fenið og ófærumar, sem þar eru alltaf. Það
fór lika svo, að hann sat fastur í kviksendinu eins
og flestir. En þá reynist oftast maður manni verst-
ur, þvi að mannfólkið reynir að halda öllum þar,
sem þar eru eitt sinn komnir, hvað sem öllum góð-
um ásetningi vesalinganna líður. Það er eins og