Blanda - 01.01.1936, Page 26
20
en þetta fólk kemur naumast nema við morSmáliö,
svo a'ö viðhorfin við því eru harla fátækleg og
draga, ef til vill um of, dám af málinu. Til upp-
lýsingar um geðslag og gáfnafar þessa fólks eru
að vísu vitnisburðir presta þeirra um það, og
munu þeir settir hér, enda þótt reynslan hafi sýnt,
að varlega verði að fara í það, að taka mark á
slíkum ummælum presta, sérstaklega þeim, sem
koma fram í húsvitjunarbókunum.
Um heimilislífið í Katadal virðist auðsætt, að
því hafi verið mjög ábótavant, og hinir illu andar
heimilisins hafa verið húsmóðirin, Þorbjörg Hall-
dórsdóttir, og sonurinn, Friðrik Sigurðsson, sem
bæði voru samvalin, og var heimilið hálfgert þjófa-
bæli.
Morðingjarnir voru þessir:
Friðrik Sigurðsson frá Katadal var tæpra 18
ára, er hann framdi morðið. Um hann gefur séra
Jóhann Tómasson svolátandi vitnisburð II. april
1828:
„Morðinginn Friðrik Sigurðsson, fæddur á Kata-
dal hér í Tjarnarsókn þann 6. maí 1810, konfirm-
era'ður af formanni mínum hér í prestsembætti, séra
Sæmundi sál. Oddssyni, 1823 með þeim karakter
„hefur góðar gáfur“, hefur af mér undanfarin ár
við katekisation (þ. e. bamaspurningar) fyrirfund-
izt vel kunnandi og skiljandi barnalærdómsbókina,
en framferði hans hefur hvergi nærri svarað til
hans þekkingar á hans skyldum, því hann gjörði
sig sér í lagi beran að óhlýðni við foreldra sína,
svo þau kvörtuðu þar yfir fyrir mér haustið 1825,
við hvert tækifæri ég komst að raun um hans
mikla stíflyndi, sem trauðlega leiðist til umvend-
unar án mildrar meðhöndlunar og lempni.
Hvernig uppeldi hann hefur fengið, get ég ekki