Blanda - 01.01.1936, Page 27
21
nógu áreiðanlega attesterað, þar ég ei, nema um
ekki full 4 ár, hefi verið prestur í þessu presta-
kalli, en sú er meining mín, ekki ástæðulaus, að
hann hafi uppalizt í of miklu sjálfræði.“
í fangaskýrslu sýslumanns frá 1829 er hann (á
dönsku) sagður illa uppalinn, en í sálnaregistri frá
1820 er hann kallaður skarpur.
Það er og kunnugt, að Friðrik, eins og Björn
Olsen á Þingeyrum orðar það, hafi verið „skelmsk-
ur og hrekkjóttur við lifandi peninga“ 0g ber víst
að skilja það svo, að hann hafi misþyrmt skepn-
um. Að glæpum var hann ekki staðinn fyr en nú,
en byrjað hefur hann að stela um 1826.
Hann var, þegar þetta gerðist, trúlofaður Þórunni
Eyvindsdóttur, vinnukonu í Katadal, sem var lít-
ilsháttar við málið riðin.
Friðriki er svo lýst, að hann væri 62J4 þuml-
ungur á hæð, 40*4 þumlung yfir um herðar, 36^2
þumlung undir höndum og 33)4 þumlung yfir um
mittið, toginleitur í andliti, freknóttur, með þykkt
nef, bláeygður og með dökkjarpt hár og afklippt.
Agnes Magnúsdóttir frá Búrfelli var fædd 1795
og því jafngömul Natani; í prestsvottorðinu segir,
að hún sé „hafandi góðar gáfur, velkunnándi og
skiljandi sinn kristindóm". í fangaskýrslu sýslu-
manns er hún kölluð „allvel uppalin". Það fór af
henni nokkuð lauslætisorð, en ekki kemur neitt það
fram í prófunum, sem bendi til þess, að hún hafi
haft meiri mök við Natan en góðu hófi gegndi, og
því síður, að hún hafi viljað álíta sig trúlofaða
honum, eins og Brynjólfur á Minna-Núpi segir.
Þar er þjóðsagan á ferðinni, sem sennilega styðst
þar við afbrýðisemi Rósu. Agnes var trúlofuð
Daniel Guðmundssyni vinnumanni á Geitaskarði,
sem var mjög við málið riðinn.