Blanda - 01.01.1936, Page 30
24
er það gagnslaus þekking. Fimmta barniö átti hún
með Friörik áriö eptir. Þegar þetta barn kom undir,
var Friörik fangi, og er þaö nokkuö eptirtakanlegt
upp á fangagæzlu í þá daga, aÖ þetta skyldi vera
mögulegt. Þetta var þó fjarri því aö vera dæma-
laust. Þegar Jón Jónsson, Sunnefu-bróÖir, sem lenti
í hinum nafntoguöu barneignum meö Sunnefu, syst-
ur sinni, var i gæzluvaröhaldi hjá Siguröi Stefáns-
syni, sýslumanni í Skaptafellssýslu, gat hann barn
viö dóttur sýslumanns. — Þórunn þessi var talin
heimsk.
Brynjólfur Eyvindsson, bróöir Þórunnar, haföi
engin afskipti af moröinu, og er kynning hans ó-
kunn.
Oll þessi fimm urðu sönn að sök um þjófnað og
þjófshylmingu og Jóhannes að meinsæri að auk,
og skal ekki frekar aö þeim vikiö.
Elinborg Sigurðardóttir, utanhjónabandsbarn Sig-
ur'ðar Ólafssonar, en hálfsystir Friðriks, var og
kærð um þjófnað og þjófshylmingu, en reyndist
sýkn.
Nú skal snúa aö moröinu sjálfu og tildrögum
þess.
Áriö 1825 geröist Natan Ketilsson vistarmaður
á Illugastöðum, þ. e. a. s. hann lét skrifa sig þar
til heimilis, sem kallað var, svo að ekki yrði klekkt
á honum fyrir ólöglega lausamennsku eða flakk.
Árið eptir, 1826, tók hann við búi á Illugastöðum,
og kann Brynjólfur á Minna-Núpi sögu af tildrög-
um þess, en óvíst er með öllu, hvort hún sé rétt.
Hafði Natan áður verið á Vatnsenda, en örskamma
stund, svo að hann náöi ekki að komast þar í mann-
tal; hefur það því verið innan við ár. Réö hann