Blanda - 01.01.1936, Side 31
25
þá til sín hjú; var Karítas nokkur Jónsdóttir bú-
stýra hans, en Sigrí'Öur GuÖmundsdóttir ré'Öst til
hans vinnukona.
Áriö eptir, 1827, varö sú ráðabreytni á heimil-
inu, að Karitas fór þaðan, en Sigríður Guðmunds-
dóttir þokaðist upp í ráðskonusessinn, þótt ekki
væri hún nema 16 ára, en Agnes Magnúsdóttir,
sem áður hafði verið vinnukona á Geitaskarði og
þar áður mjög víða, því hún toldi mjög illa i vist-
um, kom sem vinnukona í hennar stað. Brynjólfur
á Minna-Núpi lýsir þessu á þann veg, að Agnes
hafi áður lent í tæri; við Natan og verið ráðin bú-
stýra hans, meðan á því stóð, en siðan hafi Natan
fengið hug til Sigríðar og snúið þá við allri fyrir-
setluninni. Það er þó nokkuð auðráðið, að samband
Natans og Sigríðar hafi byrjað fyrra árið, sem hún
var hjá honum, og því hafi hún, áður en Agnes
kom og í þeirri veru, hlotið bústýrustöðuna, og
var það í sjálfu sér skiljanlegt. Væri frásaga Brynj-
ólfs rétt, hefði afbrýði Agnesar, ef nokkur hefði
verið, átt að bitna á Sigríði, engu síður en Natan,
en þess verður hvergi vart, heldur tókst þvert á
móti bezta vinsemd með stúlkunum, enda gengu
þær í bróðerni að morði Natans. Sagan af sam-
bandi Natans og Agnesar mun vera sprottin af af-
brýði Rósu, sem meðal annars kemur fram í ljóða-
bréfi hennar til Natans. Afbrýðissamt fólk er, svo
sem kunnugt er, afbrýðissamt við allt og alla, og
er ekkert á sliku byggjandi.
Haustið 1827 réð Natan til sín fjármann, Sig-
urð nokkurn Þorsteinsson, er kallaður var ,,stóri“,
af því að hann var heljarmenni að vexti. Nú gat
Sigurður stóri af atvikum ekki komið í vistina á
hjúaskildaga, og fékk Natan því lánaðan Daníel
Guðmundsson ' hjá Worm Beck, frænda sínum,