Blanda - 01.01.1936, Page 33
27
aÖi hjá honum aÖ kalla á hverri nóttu, aÖ því, er
hún sagði, a'Ö skipun hans. HafÖi Natan og, að því
er hún sagöi, heitiö henni eiginoröi, en nokkuö
var hún efins um, að hann myndi efna það loforð.
Þó hafði Sigríður trúnað hans, svo að hann stund-
um, er hann fór af bæ, trúði henni fyrir lyklum
sinum, og hlaut hann bölvun af um síðir. Sigríð-
ur hafði að vísu aldrei komizt undir manna hend-
ur eða gerzt brotleg við lögin, sem varla var held-
ur von á hennar aldri, en eðlið hefur þó ekki ver-
ið alveg skeleggt, því hún misbrúkaði traust Na-
tans, og þaðan mun skelfingin runnin.
Alður en Daníel Guðmundsson var farinn af
heimilinu, bar svo til, að Sigríður var að flíka gull-
peningi af 4 skildingsstærð, sem hún hafði náð úr
kofforti Natans, er hún hafði lykla að, en auð-
vitað var hann ekki heima. Sýndi hún þeim Dan-
iel og Friðriki, sem þá var aðkomandi á Illuga-
stöðum, peninginn, og fannst þeim mikið til um.
Varð Daníel svo hrifinn af peningnum, að hann
beiddist eptir því, að Sigríður léði sér hann til þess
að hann gæti borið hann á sér. Segir Daníel svo
írá, að Sigríður hafi látið til leiðast og' léð sér
myntina. og hafi hann borið hana á sér og týnt
henni. Þetta kann fæstum að þykja líklegt, enda
er það ekki, heldur mun hitt sanni nær, að Daníel
hafi dregið sér peninginn. Almannarómur hafði
þegar haft orð á þvi, að Natan myndi fjáður, og
höfðu þeir félagar, Friðrik og Daníel, heyrt það
eins og aðrir. Varð þeim nú sjón sögu ríkari, því
af peningnum sannfærðust þeir uni auðlegð Nat-
ans, og lék þeim nú logandi ágirnd á að ná henni.
Vinsemd hafði, svo sem getið var, verið litil með
þeim Friðrik og Natan. Hvað gamalt hatur þeirra
var, veit nú enginn, en 1827, haustið áður en Nat-