Blanda - 01.01.1936, Page 34
28
an var myrtur, hafði þeim Friðriki sinnazt á hval-
fjöru og lent í áflogum, og hafði Friðrik þá fariS
illa meö Natan. Natan hafði á sér fjölkynngisorS,
og hvort sem það hefur veriÖ af því, eSa af hinu,
að FriSrik hafi viljaS bæta aSstöSu sína fyrirfram,
hafi hann mjög löngu áSur veriS búinn aS ráSa
morSiS, þá hafSi hann margoft haft þau orS, aS
Natan sæti um líf sitt, og aS hann þættist ekki
óhultur fyrir honum. KvaS FriSrik Natan og hafa
prettaS sig í viSskiptum, og „aS hann hafi út af sér
narraS 2j4 krónu, sem, hann aldrei hafi viljaS end-
urgjalda sér, nema I krónu næstl. haust, líka hafi
hann hvatt sig til aS kaupa af Þorsteini í HliS
hest (fyrir 14 eSa 15 spesíur) og stela til aS borga
hann meS, úr hverjum hesti sér ekkert hafi orðiS á
endanum." Eins segir FriSrik, aS Natan hafi meS
berum orSum hótaS aS drepa sig. ÞaS er og kunn-
ugt, aS Natan hafSi haft einhver slík ummæli um'
Friðrik, og mun þaS því ekki of sagt, aS hatur hafi
veriS staSfest milli þessara manna og þeir nokkuS
hvor sem annar. Er þó ekki annaS sýnna, en aS
þetta hatur þeirra hafi mest magnazt af viSskipt-
um þeirra á hvalfjörunni.
Er FriSrik frétti af gullpeningnum og sá hann,
hljómuSu þegar tveir strengir í fari hans ljómandi
vel saman. ÞaS voru ágirndin og hefnigirnin. Þau
Agnes og Daníel voru honum líka einkar sammála
um, hvaS gera bæri. Þar eS tilgangurinn þó var sá,
aS nálgast peninga Natans, þurfti aS komast fyrir
endann á því, hvar þeir væru, sérstaklega þar sem
kunnugt var, aS hann hafSi þaS fyrir siS, aS fela
þá hér og hvar úti um hagann, i jörS og á. Hvar
þaS væri, gat þó sá einn vitaS, sem hafSi trúnað
Natans, og þaS hafSi enginn, nema SigríSur, enda
sýndi gullpeningurinn þaS. Hana varS því aS vinna.