Blanda - 01.01.1936, Page 38
32
henti Friörik stúlkunum Sigríöi og Agnesi, sem
tóku nokkra peninga úr henni og sendu hana svo
aptur til FriÖriks með Daníel.
Eptir brunann sendi Jón hreppstjóri Sigurðsson
í Stapakoti til Blöndahls sýslumanns til þess a'ö
segja honum tíöindin. Þótti honum þegar sem ekki
myndi allt meö felldu og sendi tvo menn á vett-
vang til þess að rannsaka aðstæðurnar, sérstaklega
ásigkomulag líkanna. Sáu þeir þegar á áverkunum,
hvers kyns var, að hinir dau'Öu höfcSu veriÖ myrt-
ir. Hóf sýslumaður þá þegar próf, yfir Sigríði
fyrstri, og játaði hún brotið svo að kalla viðstöðu-
laust, en Agnes og Friðrik þegar á eptir. Var málið
dæmt í héraði og sama haustið (1828) í Lands-
yfirrétti og loks 25. júlí 1829 í Hæstarétti. Var
niðurstaðan alstaðar sú, að Friðrik, Agnes og Sig-
ríður voru dæm!d til lifláts, en hin önnur, að und-
antekinni Elínborgu Sigurðardóttur, voru dæmd í
aðrar hegningar, en hún var sýknuð. Með kon-
ungsbréfi 26. ág. 1829 var hegningu Sigríðar breytt
svo, að hún skyldi vinna í strangri gæzlu í typtun-
arhúsi Kaupmannahafnar. Segir Brynjólfur á
Minna-Núpi þá sólskinssögu af henni þar, að hún
hafi komizt i kynni við tiginn mann erlendan, sem
gengið hafi að eiga hana. Má hver trúa því sem
vill, en almennt munu ekki tignir menn erlendir
— og ekki innlendir heldur — sækja konur sínar
í hegningarhúsin. ,
Það þarf engum blöðum um það að íletta, að
hér hefur verið um venjulegt illvirki að ræða,
sprottið af þeirri hvöt einni, sem flestu illu veldur
— ágimdinni. Hinar göfugri tilfinningar mannlegs
eðlis, sem stundum geta valdið óhöppum, sem verða
skiljanleg og fyrirgefast nokkuð1 auðveldar en önn-
ur, hafa ekki verið hér að verki. Fólkið, sem í mál-